Feykir


Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 4
4 Feyklr 02/2009 Sigtryggur Jón Björnsson og Gunnar Oddsson skrifa Nokkur orð um íslenska lífsbaráttu í lífi íslensku þjóðarinnar má greina ákveðin kaflaskil og sé rýnt í söguna kemur í Ijós að skipta má henni í vel afmörkuð skeið sé litið til landsstjórnar, menningar og framfara. Tímabil þessi eru sex og skal nú reynt að gera grein fyrir þeim í stuttu máli. Landnámsöldin Hún nær frá 874 til 930.1 lok hennar er talið að landið hafi verið fullbyggt. Þjóðveldisöldin Spannar tímabilið frá 930 til 1262. Á þessum 332 árum þroskaðist og þróaðist hér sjálfstætt og fullvalda ríki með full yfirráð yfir landsins gæðum. Á þessu tímabili dafnar landbúnaður, iðnaður og verslun og jarðvegur þeirra menningar varð til, sem gat af sér íslensku fornbókmenntirnar. Þessu tímabili lauk með Sturlunga- öldinni, sem leiddi til þess að þjóðin missti fullveldi sitt og sjálfsstæði. Hnignunartímabilið Það nær frá 1262 til 1550, eða til siðaskipta. Þegar líður á 13. öldina fer að bera á siðspillingu og flokkadráttum, sem leiddu að lokum til þess að Hákon gamli Hákonarson náði yfirráðum hér á landi. Hann var fæddur 1204, varð konungur í Noregi um 1217, náði undir sig Grænlandi um 1261 og íslandi 1262. Hann lést 15. desember 1263 og þá tók við sonur hans Magnús lagabætir. Hann sendi lögbókina Jónsbók til íslands. Hákon gamli gerði samkomulag við íslendinga, sem nefnt var Gamli sáttmáli. Hann var gerður 1262 og fól í sér, að konungur Noregs væri konungur Islands og að íslendingar væru skattþegnar hans. Á móti skuldbatt konungur sig til þess að halda uppi siglingum til íslands og skyldu ekki færri en sex skip koma til landsins frá Noregi árlega með nauðsynjavarning. Ekki var endanlega gengið frá samningnum fyrr en árið 1264, þegar Magnús lagabætir var orðinn konungur í Noregi. Um samning þennan stóðu lengst af deilur. Konungur taldi Gamla sáttmála fallinn úr gildi eftir Kópavogsfundinn 1662 en Jóns Sigurðssonar forseta, studdist lengst af við hann. Sé saga þessi rakin kemur fljótt i ljós að samningum á milli þjóða er erfitt að halda óskertum og neytir sá stærri yfirleitt aflsmunar. Svo mun verða enn. Niðurlægingatímabilið Nær frá 1550 til 1750. Við siðaskiptin eykst þróttur konungsvaldsins og reyndu konungar allt hvað þeir gátu að eyða síðustu leifum af sjálfsstæði þjóðarinnar. En þrátt fyrir allt hélt þjóðin tungu sinni að mestu. Endurreisnartímabilið Þá fer að birta og þjóðin fer að reyna á þá fjötra oghelsi, sem hún hafði verið bundin með um aldir. Tímabil þetta nær frá 1750 til þess að þjóðin fær fullveldi 1918. Á þessum tíma vann Jón Sigurðsson forseti sitt ævistarf svo og Fj ölnismenn og fleiri, sem leiddi til fullveldis og sjálfsstæðis íslensku þjóðarinnar. Frelsis- og fram- faratímabilið Það nær frá 1918 til þessa dags. Eins mætti kalla það Þjóðveldisöld hina nýju. Samfellt framfaraskeið, nær einstakt í sögu þjóðar. Á seinni hluta þessa tímabils, hefur örlað á nokkrum deilum um auð og völd, sem gætu leitt til svipaðrar niðurstöðu og deilur Sturlungaaldar (1220 til 1262). Eldri menn muna morgun hins unga íslenska lýðveldis og þá umræðu, sem þá fór fram. AU flestir voru í sjöunda himni yfir árangri margra alda langrar baráttu fyrir frelsi og fullveldi þjóðarinnar. Nú er öldin önnur. Margir telja nú að þjóðin hafi ekki efni á að halda lengur úti sjálfstæðu og fullvalda ríki. Það er ekki mikil reisn yfir þessum málum. Gamli sáttmáli var, meðal annars gerður, til að tryggja siglingar til landsins. Hvernig stóðu Norðmenn við hann? Þjóðverjar ætluðu að auka áhrif sín í heiminum með vopnavaldi en tókst ekki. Nú er beitt valdi peninganna í krafti stærðarinnar til að ná árangri í þessa veru. Eða dettur einhverjum í hug að Þjóðverjar, Frakkar og Bretar séu orðnir afhuga því að ráða í veröldinni? Þeir hafa misst nýlendur sínar að mestu og aðgang að fiskimiðum t.d. á Islandi. Það væri ekki óheppilegt fyrir þá að geta komist í þau aftur. Nei, væri ekki heppilegra fyrir okkur að eyða minnu í munað og ferðalög og hlúa betur að fullveldi okkar og sjálfsstæði meðal þjóðanna? Landið hefur mikila sérstöðu, staðsetning þess í miðju Adandshafi býður upp á marga möguleika í lífsbaráttu þjóðarinnar. Sagan, fullveldið, krónan og auðlindirnar Við skulum ætíð huga vel að sögunni, þegar við lítum til framtíðar. Það er deginum ljósara að okkur ber að skila landinu í heilu lagi til næstu kynslóðar ásamt fullveldi og sjálfsstæði þjóðarinnar. Við getum það séum við hagsýn. Krónan er verkfæri, sem virða þarf og hirða vel um eins og önnur verkfæri, þá mun hún duga. Þjóðin á miklar auðlindir, bæði til lands og sjávar, sem styðja munu vel við gjaldmiðilinn, verði þær vel nýttar og hagstjórnin með eðlilegum hætti. Það aflar sér enginn trausts með því að skipta um verkfæri. Það verður að vinna sér traust. Lokaorð Valdaafsal til Brussel er ekki leiðin til lífsins fyrir íslenska þjóð. Það hefur aldrei reynst vel að henda frá sér stjórntækjunum til aðila, sem fjær standa málum. Þjóðinni mun farnast best varðveiti hún ein sitt fjöregg. Svo kennir oss sagan. Heimildir: Jón J. Aðils 1922. íslezkt þjóðerni. Jón Jóhannesson 1956. Safn til sögu íslands og tslenskra bókmennta aðfornu og nýju. Annar flokkur. I. 4. Sigtryggur Jón Björnsson Birkimel 11 Gunnar Oddsson Flatatungu ( ASKORENDAPENNINN ) Þórólfur Stefánsson skrifar Og svo kemur einhver ísbirni. En hún er orðin skyggniyfirlýsingfrá svolítið óróleg.... einhverjum bónda sem i 1 1 1 /¦ segirsig hafa dreymt þrjá Á sjálfan tónleikadaginn sbjarnarbus birni, sem stigu á land. mæti ég tímanlega, eins og alltaf og það er mikil ¦ ^mm^ *___^ 1 ^«____* ¦ ¦ ¦ ~-| i' ¦ *____' 1 ^- ¦-* «¦__»«'' Og svo eru tvær konur þoka og frekar slæmt Þetta er æskuminning (því ég er enn í fjallgöngu sem sjá þennan þriðja og festa skyggni. svo ungurianaaj hann áfilmu......(2 Skafti (stóri) bróðir dögum fyrirtónleikana skutlar mér upp í Sumarið 2007 var ég Þar hitti ég konur nokkrar mína). Laxárdal og er við ^r N í út á Skaga, í góðum af Skaganum ogeftir staðnæmust í hlaðinu || félagsskap, aðveiða gott spjall við þær lofaði Sem sagt; tveir Bimir við Hvammskirkju, segir m *_i urríða á barnastöng ég að koma aftur næsta dauðirogeinn að bíða hann ákveðinn: „Þú ferð 3f >_¦ (keypt dýru verði í sumar og vera þá með eftir mér. Og ég á leiðinni fyrst út úr bílnum". n£ j Skagfirðingabúðinni, tónleika í kirkjunni. frá Svíaríki til átthaganna samt sú ódýrasta) og mér kæru......aðspila...... veiddist vel. Enda með Síðan kemursumarið (kannski minn síðasta _¦ m Toby spón. 2008 og fregnir fara að ísbjamarblús). Hérmeðs/raraégá \ mmWÍmmW\W '^ ' berast af tveim ísbjörnum Skafta bróðir að koma _____^^^^ -~- jSb3bBBBm _¦ ""5- Að veiðidegi loknum var staldrað við í Hvammskirkju á einhverju rápi þarna. Ég kveð konu mína með þeim orðum að ekki sé til með rtæsta pistil íl___* s í Laxárdal í einstaklega (Og nokkrum skyttum á karlmannlegri dauðdagi ___^__________n fallegu veðri og kvöldsól. einhverju drápi þarna)!!! en að verða étinn af

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.