Feykir


Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 8

Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 8
8 Feylcir 02/2009 Fréttaannáll Feykis - síðari hluti aðila á Norðurlandi var tilkynnt að Byggðasafh Skagfirðinga í Glaumbæ hlyti viðurkenningu Ferðamálasamtaka íslands 2008. Viðurkenningin er fyrir áralanga faglega uppbyggingu og rann- sóknir. Þyngsti tuddinn I lok október er sagt frá því að á sláturhúsi KS á Sauðárkróki var felldur þyngsti nautgripur sem lagður hefur verið inn til þessa. Vó hann 569,6 kg í blautvigt. Æskulýósbikarinn Hestamannafélagið Þytur í V-Hún hlaut hinn eftirsótta æskulýðsbikar LH fyrir árið 2008. Sigrún K Þórðardóttir formaður Þyts sagði að mikil alúð væri lögð í æskulýðsstarfið hjá félaginu og hverjum hesti fundið hlutverk. 33 hlutu styrk Menningarráð úthlutaði 33 aðilum á Norðurlandi vestra alls 19 milljónum í verkefhastyrki við hátíðlega athöfn í Félags- heimilinu á Hvammstanga. Hæstu styrkina hlutu Sögusetur íslenska hestsins og Ópera Skagafjarðar. Heilbrigóisstofnunin Blönduósi og Sauóárkróki I upphafi nóvember er sagt frá því að ákvörðunar sé að vænta um staðsetningu höfuðstöðva stofnunarinnar. Almennir starfs- menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af sínum stöðum og stjórn- skipulag hinnar nýju stofhunar kemur til með að fara eftir heilbrigðisþjónustulögum. Góóuppskera Á uppskeruhátíð frjálsíþrótta- fólks í Skagafirði sem haldin var í Varmahlíð var einu íslandsmeti og átta íslandsmeistaratitlum fagnað. íslandsmetið setti Linda Björk Valbjörnsdóttir í 300m grindarhlaupi en íslandsmeist- aratitla hlutu: Jóndís Inga Hinriksdóttir langstökk, Jóhann Björn Sigurbjörnsson 60m grind, Linda Björk Valbjörnsdóttir 60m, 60m grind og 200m innanhúss, Vignir Gunnarsson sleggjukast, Gauti Ásbjörnsson stangarstökk og Vilborg Jóhann- esdóttir stangarstökk. Matís opnar Líftæknismiðja Matís á Sauðárkróki var formlega opnuð þann 19. nóvember að viðstöddu fjölmenni í Verinu á Sauðárkróki. Líftæknismiðjan er sérstaklega sett upp til að skapa vettvang fyrir öflugar rannsóknir og þróunarvinnu á sviði rann- sóknarvinnu á sviði líftækni og lífvirkra efna eða afurða s.s. prótein, peptíð, fitusýrur, sykrur o.fl. sem notað eru í matvæla-, heilsu-, eða snyrtivöruiðnað svo eitthvað sé nefht. Með opnun smiðjunnar ætti störfum vísinda og tæknimenntaðs fólks í Skagafirði að fiölga. Atvinnuleysi eykst Undir lok nóvember er sagt frá Verkefnastyrkþegar Menningarráðs Norðurlands vestra Jólastemning í Hofsósi. því að atvinnuleysi hafi aukist á Norðurlandi vestra. Alls voru 54 á atvinnuskrá en þess skal geta að Siglufiörður er í þeirri tölu en þar ef þeir eru undanskyldir er talan 42 Stíllinn Krakkar af Norðurlandi vestra gerðu góða ferð suður í Stílinn sem er keppni félagsmiðstöðva á landinu í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Stelpur í félags- miðstöðinni Frið á Sauðárkróki lentu í fyrsta sæti í förðunar- keppninni. I fatahönnunar- keppninni náðu krakkarnir í Óríon á Hvammstanga góðum árangri með því að landa fimmta sætinu. Sveinn Rúnar Gunnars- son Friði tók þátt í Rímnaflæði og sigraði glæsilega. Fækkar á atvinnuskrá I upphafi desember er það fært í letur að fækkað hafi um tvo á atvinnuleysisskrá á Norðurlandi vestra. Eldsneytisframleiösla í Skagafirói Sveitafélagið Skagafjörður er komið í samband við danskan umhverfisfræðing sem hefur verið að vinna verkefni tengd ræktun þörunga sem lífmassa. Hugsunin er að framleiða þör- ungana í eldiskerjum og hugs- anlegamættitengjaframleiðsluna við fyrirhugaða koltrefjaverk- smiðju sem losar bæði kol- tvísýring og heitt afrennslisvatn sem er nauðsynlegt til framleiðslu á þörungum. Atvinnuleysi eykst 11. desember er sagt frá því að fiölgað hafi á atvinnuskrá frá því síðast um 21 og eru því 73 atvinnulausir. Skjótum þá Nefnd skipuð af umhverfis- ráðherra skilaði af sér tillögum um hvernig ætti að bregðast við komu hvítabjarna til landsins. Lagði nefhdin til að fyrir hvert dýr sem fellt verður hér á landi myndu íslensk yfirvöld kaupa kvóta af grænlenskum veiði- mönnum á móti. Að sjálfsögðu yrði veiðileyfið ekki nýtt en á Austur Grænlandi er gefinn árlega út veiðikvóti á hvítabirni. Stór vaxtarsamningur Stjórn Vaxtarsamnings Norður- lands vestra fundaði öðru sinni um úthlutanir, byggðar á umsóknum sem áður höfðu borist. Alls bárust 27 umsóknir um tæpar 62 milljónir króna. Ráóherra ætlar ekki að bakka frá sameiningu heilbrigöisstofnanna -Hinn kosturinn aö skeröa þjónustu og hækka gjöld Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, sat á þriðjudag fund með försvarsmönnum Svcitar- félagsins Skagafjarðar og Heilbrigðisstothunarinnar á Sauðárkróki. Á fundinum reyndu heimamenn að fá Guðlaug Þór til þess að snúa til baka með ákvörðun sína um að sameina heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki við FSA og fela þess í stað stjóm hennar í hendur heimamanna. Feykir settist niður með Guðlaugi eftir fundinn. Guðlaugnr, nú hefur þú verið mitt í öldudalnum síðustu vikur og mánuði það er ekki hægt annað en spyrja þig hvernig þér líði með þetta allt saman? -Mér líður mjög vel, og svo maður setji hlutina í samhengi og útskýri af hverju það er. Það er ef einhverjum finnst það skrítið með þá valkosti sem eru í stöðunni. Ég veit ekki hvort fólk hafi almennt áttað sig á þeirri stöðu sem við erum í. Það þarf að draga úr ríkisútgjöldum á næstu árum og þá er verkefni okkar í ráðuneytinu í mínum huga að halda vel utan um þá þjónustu sem við höldum úti fyrir alla íslendinga. Það er þess vegna

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.