Feykir


Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 11

Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 11
02/2009 Feykir 11 ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) Bergur og Rósa kokka Grillaóar hrossalundir - hrikalega gott og fljótlegt Það eru þau Bergur Gunnarsson og Rósa María Vésteinsdóttir bændur á Narrastöðum í Skagafirði sem bjóða lesendum Feykis upp á dýrindis uppskriftir og láta eftirfarandi fylgja með. Þar sem hér á Norðurlandi eru all víða ræktuð hross og þar sem efniviðurinn verður ekki alltaf að gæðingum, fannst okkur upplagt að koma með aðalrétt sem hentað gæti Skagfirsku matarkistunni. Alls ekki illa meint en gott með í úrvinnslunni. Bergur og Rósa skora á þau Véstein Þór og Margréti dýralækni í Varmahlíð að koma með næstu uppskriftir. Þau kunna bæði vel til verka í eldhúsinu og verður því væntanlega eitthvað frumlegt og gott frá þeim eftir tvær vikur. FORRÉTTUR Himnesk haustsúpa - einnig mjögfínflensusúpa, einfóld ogfljótleg;-) 1 msk. ólífuolía 1/3 blaðlaukur skorinn niður 3 hvítlauksrif pressuð 500 gr. niðurskorið grœnmeti að eiginvali t.d. blómkál, broccoli, sveppir, gulrætur 1 tsk. salt 1 tsk. oregano 1 tsk. basil 1/2 tsk. timjan 2 msk. tómatpúrre 1 dós (ca. 400 gr.) niðursoðnir tómatar 750 ml. vatn 2-3 grœnmetisteningar Hitið olíuna í potti og mýkið laukinn, bætið hvítlauknum saman við og steikið áfram í ca. 1 mín. Setjið grænmetið og kryddið út í og blandið þessu lítið eitt saman. Þar næst fara niðursoðnu tómatarnir út í ásamt tómatpúrre, grænmetiskrafti og vatni. Sjóðið í 20-25 mín. Ofan á súpuna til skrauts má nota tómata, skorna í litla teninga og ferskt saxað basil. ADALRÉTTUR Grillaðar hrossalundir - hrikalega gott ogfljótlegt. Þessi réttur kemur öllum verulega á óvart. Lundirnar eru lungamjúkar og minna lítið á þá ímynd sem hrossakjöt hefur haft í hugum flestra Islendinga. í þennan rétt þarf eina meðal feita lund fyrir ca. 5-6 manns. Skerið lundina í ca. 150-200 gr. steikur. Berjið létt í sárið með hnefanum til að pressa steikina aðeins saman og forma. Stráið aðeins salti yfir bitana og veltið bitanum (kantinum) upp úr svörtum grófmöluðum pipar og setjið á grillið með sárið upp. Grillist örstutt (2-3 mín.) við háan hita og snúið síðan við. Þegar seinni hliðin er að grillast er upplagt að strá parmesanosti yfir kjötið og láta bráðna. Gott er að meðhöndla kjötið eins og nautakjöt, steikja hæfilega lítið þannig að það sé vel rautt (medium rare) þegar það er borið fram. Meðlœti Meðan grillið er að hitna er meðlætið gert klárt. Skrælið og skerið niður í hæfilega stóra bita allt það grænmeti sem ykkur finnst gott. I' þessa uppskrift nota ég gjarnan: rófur, sætar kartöflur, rauðlauk, sveppi, blómkál, broccoli og 1/2 gróf saxaðan hvítlauk Setjið olíu á stóra pönnu og steikið grænmetið og hvítlaukinn í ca. 4-5 mín. eða þar til það er farið að glansa aðeins, kryddið með salti og pipar og hellið síðan í4 1. rjóma yfir og látið suðuna koma upp. Setjið lokið á og slökkvið undir. Geymið á hellunni þar til aðalrétturinn er tilbúinn á borðið. Með kjötinu þarf ekki að bera fram sósu frekar en fólk vill þar sem sósa er með grænmetinu. EFTIRRÉTTUR Grillað Gúff úr Grillbók Hagkaups bls. 201. Fyrir 5-6 100 gr. rifið súkkulaði 3 stk. kókosbollur 750 gr. ávaxtasalat t.d. jarðarber, kíwí, bláber, vínber, perur, bananar og epli. Ávextirnir eru skornir í bita og settir í álbakka. Súkkulað- inu sáldrað yfir. Klessið kókos- bollunum þaryfir. Crillið í u.þ.b. 10 mínútur við lágan hita. Til að toppa þetta enn frekar þá er upplagt að bera þettafram á vófflulaufi með vanilluís eða rjóma. ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) Vísnaþáttur 490 Heilir og sælir lesendur góðir. Gott að byrja fyrsta þáttinn á nýju ári með þessari mögnuðu vísu Baldvins skálda: Dómarfalla eilífð í öldþó spjalli minna. Bœta ættu allirþví eigin galla sinna. Önnur vísa kemur hér eftir Baldvin Jónsson sem kallaður var skáldi: Fógur kallast kann hér sveít krappurfjalla salur. Þó hefurgalla það ég veit þessi Hallárdalur. Fyrir skömmu hafði samband við mig einn af lesendum þáttarins og bað mig birta eftirfarandi vísu: Hafís, eldgos, óþurrkar, aflabrestur og landsskjálftar, slœm á tíðum svifti Frón sundrung vekur meira tjón. Taldi lesandinn vísuna vera eftir Björn Bjarnason bónda í Grafarholti og langaði til að vita ef einhverjir sem læsu, teldu það ekki vera rétt. Sigurður Halldórsson frá Efri - Þverá i Vestur Hún. mun vera höfundur að þessari: Mér hefur klæða brugðist bil og bakkað angurs vöku. Égá ekkertyndi til utan að smíða stöku. Önnur kemur hér sem ég held að sé einnig eftir Sigurð: Mitt er orðið lítið líf líkast til áfórum. Banadísin beittum hníf bregður hreint óvörum. Það er Ásmundur Kristberg Örnólfsson á Sigmundarstöðum, sem er höfundur að þessari: Óma raddir, ólgar blóð innst íhjarta mínu. Ó égfengi rósin rjóð að rugla á hári þínu. Önnur vísa er hér eftir Ásmund: Efgeðið líður gleðiskort gerir manninn kátan. Að geta lesið, eitthvað ort uppágamla mátann. Bjarni Vilmundarson á Mófellsstöðum í Borgarfirði, hlustaði á fyrirlestur um kanínurækt, þar sem mikil áhersla var lögð á hvað þær væru hlýlegar: Vandann leysa vilja menn svo víst ei hreppist skaðinn. Kasta bændur konum senn en kanínurfá ístaðinn. Til vinkonu yrkir Bjarni: Ljósadrottning Ijúfog sönn leikur bæði og syngur, yfir mittið aðeins spönn efég teygifingur. Staddur á Blönduósi í boði sem kirkju- kórinn á Hvanneyri þáði af samkórnum Björk, yrkir Bjarni: Augaðgleðst við opið svið en éghrífst affleiru. Því bjarkarómi og blöndunið bregðurfyrir eyru. Björn Jónsson frá Haukagili orti marga snjalla vísu á sinni lífsleið. Þessar munu eftir hann: Við höfum báðir, vinur minn verið háðir sprundum. Leitað ogþráð, en léttúðin leiknum ráðið stundum. Muna þyngir minn er sest myrkur kringum hreysið. En tvíllaust þvinga tel ég mest, tilfinningaleysið. Er Björn flutti úr sveitinni, varð þessi til: Eftir margra ára strit á að liggja í valnum. Allt sem helstgafljós og lit lífinu heima ídalnum. Staddur Björn: Herðubreiðarlindum yrkir Birtast töfrar blárrafjalla bakvið hraun oggrýttan sand. Skyldi ennþá einhver Halla eiga þar sitt griðaland. Að lokum þessi ágæta vísa eftir Björn, sem ort er á Kanaríeyjum: Nú hefég litið nektarsvæðin núna hefursést, að alltaffara Evuklœðin Evudætrum best. Mig minnir að það hafi verið 1972, sem bannað var í útvarpinu að senda jólakveðjur í bundnu máli. Um það leit komst þessi vísa á kreik: Ábending er okkurgóð útvarpsspekinganna. Eru rímuð íslensk Ijóð arfur villimanna. Ennþá verða til vísur um hina djöfullegu kreppu. Ingólfur Ómar á þessa: Þjakar ýmsa þraut ogpín á því ber nú víða. Þeirsem minna mega sín mikinn hórgul líða. Gott að enda með þessari ágætu vetrarvísu Ingólfs Ómars: Máninn bjarma á bæinn slær Blikar dásemdfögur. Hélublóm á glugga grœr glitrar mjallar kógur. Veriðþar með sœl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 452 7154

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.