Feykir


Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 6

Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 6
6 Feylcir 02/2009 Fréttaannáll Feykis - síðari hluti Óhætt er aö segja að mikió hafi veriö aó gerast á nýliónu ári hjá okkur á Norövesturlandi. Feykir ætlar aó rifja upp þaö sem upp úr stóó á árinu og skipta því í tvo hluta. Fyrri hluti ársins veróur birtur nú en sá síóari í næsta blaöi Feykis. Annáll 2008 Hvitabjörninn á Þveráríjalli íheimsókn. .1 —h—- _Jfe ,l__fc_i í ¦ \í k 1 e^ -, ^wr *V-"^| r X : Frá Grettishátíó. Frá Stílnum. Framtíðin er heimsendir. Tískustúlkan Vala María. Benedikt Hjartarson sjósundkappi. Fjólmennt varí Ævintýrinu Skrapatungurétt ísbjörn á Þverárfjalli Sagt var frá því í byrjun júní að ungur ísbjörn hafi, öllum að óvörum, tekið land í Skagafirði. Þessi ísbjörn átti eftir að valda miklum deilum hjá fólki og þó einkum hvernig tekið var á móti honum. Eins og alþjóð veit var hann aflífaður eftir nokkurra klukkustunda umhugsun en það varsvoÞórunnSveinbjarnardóttir sem gaf leyfi fyrir því að dýrið yrði fellt. Mikil pólitískt umrót skapaðist við þessa aðgerð en sumir vildu fara aðrar leiðir og helst ná dýrinu lifandi. Álfheiður Ingadóttir þingkona Vinstri- grænna var ein þeirra sem tjáði sig í fjölmiðlum um atvikið og sagði m.a. að þarna hafi menn farið af stað gagngert til að drepa og að ekki hafi verið til staðar sú hætta sem menn vildu vera láta. Listasetur á Skagaströnd Á Sjómannadaginn opnaði Nes listamiðstöð að viðstöddu fjöl- menni. Eins og segir í fréttinni þá er óhætt að ætla að sköpunar- krafturinn muni verða með mesta móti í fallegu umhverfi og kraftmiklu samfélagi. Tindastóll undir valtara Það gerðist í Visabikarkeppni KSÍ í leik Tindastóls og Hvatar á Sauðárkróki síðasta sumar. Þá unnu gestirnir heimamenn 0-5. 20 störf á tveimur árum Ríkisstjórnin samþykkti sk. Norðvesturskýrslu þar sem gert er ráð fyrir að til verði rúmlega 20 opinberum störfum á næstu tveimur árum en ekki var tekin afstaða til Hólaskóla. Nefndin skilaði 11 tillögum en alls fékk hún 146 tillögur til umfjöllunar. Prestum fækkar í Skagafirói Á kirkjuþingi var samþykkt að leggja Mælifellsprestakall í Skagafirði niður um leið og séra Ólafur Hallgrímsson færi á eftirlaun og prestakallið sam- einað Miklabæjarprestakalli. Annar ísbjörn á land Það ótrúlega gerðist að hvítabjörn gekk á land í annað sinn á tveimur vikum. Nú var dagskipunin að standa betur að móttökum bangsa en í fyrra skiptið. Umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir gaf það út að hún myndi reyna að gera allt sem í hennar valdi stæði til að ná dýrinu lifandi og koma því á heimaslóðir. Kallaðir voru til helstu sérfræðingar landsins auk starfsmanns dýragarðs í Danmörku og sérhannað bjarndýrabúr flutt til landsins til að allt gæti gengið samkvæmt áætlun. En eftir um sólarhrings yfirlegu og skipulagningu mistókst að ná dýrinu lifandi og það fellt eftir að það tók á rás í átt til sjávar. Ljóst má vera að tilraunin til að ná dýrinu hleypur á tugum milljóna króna. Noröanáttin í Vestur Húnavatnssýslu Fréttavefurinn Norðanátt.is fór i loftið í júní. Stallsysturnar Aldís Olga Jóhannesdóttir og Kristín Guðmundsdóttir standa að honum og segja það gríðarlega mikilvægt hvernig fólk og fyrirtæki kynna sig á netinu og mikilvægt að það sé allt á jákvæðunótunum. Þegarviðtalið var tekið við þær bjó önnur þeirra á Bifröst í Borgarfirði og hin í Kaupmannahöfn. Ferming í Ábæjarkirkju Guðjón Ólafur Guðjónsson frá Stekkjarholti fermdist í lok júní Ábæjarkirkju. En það sem þótti frásögur færandi var að í þeirri ágætu kirkju sem staðsett er í eyðidalnum Austurdal að þetta var fyrsta ferming í 83 ár. Sjávarleóur hvatt áfram Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) veitti Sjávarleðri hf. á Sauðárkróki árleg hvatningarverðlaun til fyrirtækisins á starfssvæði sam- takanna. Sjávarleður hlýtur verðlaunin vFpaGp^slfálrð- kvæðis og framsýni sem stjórn- endur og starfsmenn hafa sýnt við byggingu þess og þróunar á gæðavörum sem orðnar eru eftirsóttar innan lands og utan. Húnavaka Sölufélag Austur Húnvetninga átti aldarafmæli á árinu. Hápunktur afmælisins var á Húnavöku, bæjarhátíð Blöndu- óss. Á Húnavökunni var margt um að vera. Vökulögin voru stórskemmtileg söngvakeppni þar sem níu glæsileg lög kepptu um hylli gesta úrslitakvöldsins sem haldið var í íþróttahúsinu á Blönduósi. Það lag sem bar sigur úr býtum var Mér líður svo vel, lag Þorsteins Jónssonar í fiutningi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.