Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Side 11
Yfirlit.
Summary.
A. Inugangsorð.
Introductory remarks.
Samkvæmt lögum nr. 4 18. maí 1920, um manntal á íslandi, skal taka almennt
manntal um land alit 10. hvert ár, þau ár, er ártalið endar á 0. í kaupstöðum ann-
ast bæjarstjórnin um framkvæmd manntalsins, eu annars staðar prestarnir með
aðstoð hreppstjóra og lireppsnefnda. Skal sldpta liverjum kaupstað og prestakalli
í svo mörg umdæmi eða hverfi, að einn maður komist á einum degi yfir að telja
alla, sem eru á því svæði, og afla um þá þeirra upplýsinga, sem krafizt er. Teljara-
starfið er trúnaðarstarf, sem enginn getur skorazt undan, sem til þess er hæfur.
Teljarar geta ekki krafizt kaups fyrir starf sitt, en heimilt er að greiða þeim ein-
hverja þóknun úr bæjar- eða sveitarsjóði, ef ástæða þykir til, og þaðan greiðist
annar kostnaður, sem verða kann við framkvæmd manntalsins í kaupstaðnum
eða hreppnuin.
Samkvæmt manntalslögunum ákveður Hagstofan, hverra upplýsinga skuli leita
við manntalið, og hvernig spurniugunum skuli liagað á manntalseyðublöðunum.
Við manntalið 1950 var innihald manntalseyðublaðsins svipað eins og við næsta
manntal á undan. Þó var felld niður spurning um daufdumba og aðeins spurt um
fötlun manna vegna blindu. Aftur á móti var hætt inn í nokkrum nýjum spurn-
ingum, svo sem hvaðan og hvenær aðkoinnir menn hefðu flutzt inn í hreppinn eða
kaupstaðinn, um próf, er menn hefðu leyst af hendi, hæði almenn og sérfræðipróf,
og hvort húsfreyjur eða börn tækju þátt í atvinnustarfi húsbóndans.
Manntalið 1950 fór fram 1. desember, eins og fyrir er mælt í manntalslögunum,
en tvö næstu manntöl á undan, 1940 og 1930, fóru fram 2. desember samkvæmt
konunglegri tilskipun, þar eð búizt var við, að margir mundu verða fjarverandi
frá heimilum sínum 1. desember vegna hátíðahalda þann dag.
Manntalið náði eltki til erlendra skipa í höfnum landsins og ekki heldur til
sendisveita erlendra ríkja, þ. e. sendiherra og útsendra sendisveitarstarfsmanna
ásamt fjölskyldum þeirra. Þó var meðtalið íslenzkt þjónustufólk lijá slíkum fjöl-
skyldum, svo og íslenzkir starfsmenn sendisveitanna. Að öðru leyti náði
manntalið til erlendra manna, sem voru hérlendis manntalsdaginn, livort
heldur staddir um stundarsakir eða til lengri dvalar, en menn búsettir erlendis en
staddir hér á landi á manntalsdegi voru ekki meðtaldir í mannfjöldanum, sem kom
til úrvinnslu, en hins vegar eru í sérstakri töflu (XLII) ýmsar upplýsingar um þá.
Manntalið náði til íslenzkra starfsmanna íslenzkra sendiráða erlendis ásamt fjöl-
skyldum þeirra, og eru þeir meðtaldir í mannfjöldanum, 6em kom til úrvinnslu,
enda taldir til heimilis í Reykjavík.
Efni manntalsskýrslnanna hefur verið fært inn á vélspjöld til úrvinnslu í
skýrsluvélum. Bráðabirgðayfirlit um mannfjöldann eftir kynferði, aldri og hjú-
skaparstétt var birt í Iiagtíðindum í marz 1953, og yfirlit um atvinnuskiptingu
þjóðarinnar í júlí s. á., en endanleg úrvinnsla manntalsins hefur dregizt lengi, vegna
þe6s hve 8kýrsluvélarnar hafa verið önnum kafnar, einkum við stofnsetningu þjóð-
skrárinnar.
b