Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Blaðsíða 14
12*
Manntalið 1950
Síðan 1920 hafa mannflutningar landa milli haft lítil áhrif á vöxt mannfjöld-
ans, en þó heldur til aukningar, því að á öllu tímabilinu 1920—50 hafa rúmlega
16 manns á ári að meðaltali flutzt til landsins umfram þá, sem flutzt hafa af landi
burt.
3. Dreifing mannfjöldans um landið.
Geographic distribution of the population.
í 1. yfirliti er sýndur mannfjöldinn á ýmsum tímum í hverjum
landshluta samkvæmt þeirri skiptingu, sem tíðkazt hefur í hagskýrslum um
nokkra liríð. Einnig er með hlutfallstölum sýnt, hve mikill hundraðsliluti alls mann-
fjöldans kom á hverjum tíma á hvern landshluta. Þar sést, að í byrjun þessarar
aldar verða þáttaskil í þessu efni. Dreifing mannfjöldans á landshlutana þá hefur
verið svipuð eins og lxún var tveim öldum áður, og þær breytingar, sem orðið höfðu,
gengu ekki í ákveðna átt. En síðan um aldamót hefur hlutdeild Suðvesturlauds í
mannfjöldanum farið sívaxandi við hvert manntal, en allra hinna landslilutanna
að sama skapi minnkandi, svo að 1950 voru 56% af öllum mannfjöldanum á Suð-
vesturlandi. Þessi mannfjölgun á Suðvesturlandi síðan um aldamót stafar þó nær
eingöngu af vexti Reykjavíkur. Ef mannfjöldi Reykjavíkur er dreginn frá, þá kemur
í ljós, að hlutdeild Suðvesturlands í mannfjöldanum lækkar 1901 niður í 19,3%,
og það lilutfall fer sílækkandi við hvert manntal, eins og í liinum landshlutunum,
niður í 15,8% árið 1940. En síðasta áratuginn hækkar hlutfallið aftur á móti upp
í 16,9% árið 1950. Hið sama mundi þó líka þá verða uppi á teningnum, ef fólks-
fjölgunin í hinum kaupstöðunum á þessu svæði, Hafnarfirði, Keflavík og Akra-
nesi, væri ekki tekin með.
1. yfirlit. Mannfjöldi eftir landshlutum 1703—1950.
Population by regions 1703—1950.
Suðvesturland South- Wcst Vestfirðir Western pen- insula Norðurland North Austurland East Suðurland South Allt landið Iceland
Mannfjöldi numbcr of inhabitants
1703 14 232 7 492 11 777 5 186 11 671 50 358
1801 12 494 7 364 12 481 4 534 10 367 47 240
1901 21 795 12 481 20 249 10 634 13 311 78 470
1910 27 863 13 386 20 971 9 713 13 250 85 183
1920 34 425 13 397 22 900 10 214 13 754 94 690
1930 46 765 13 071 24 960 10 461 13 604 108 861
1940 57 396 12 953 27 406 10 123 13 596 121 474
1950 80 623 11 166 28 632 9 705 13 847 143 973
Hlutfallstölur percentagc dislribution
1703 28,2 14,9 23,4 10,3 23,2 100,0
1801 26,4 15,6 26,4 9,6 22,0 100,0
1901 27,8 15,9 25,8 13,5 17,0 100,0
1910 32,7 15,7 24,6 11,4 15,6 100,0
1920 36,4 14,1 24,2 10,8 14,5 100,0
1930 43,0 12,0 22,9 9,6 12,5 100,0
1940 47,2 10,7 22,6 8,3 11,2 100,0
1950 56,0 7,8 19,9 6,7 9,6 100,0