Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Blaðsíða 16
14*
Manntalið 1950
í sýslunum. Meðalfjölgun í kaupstöðunum hefur síðasta áratuginn verið rúml. 3%
árlega að meðaltali. Tiltölulega mest hefur hún verið í Keflavík (um 6%), en þar
nœst í Reykjavík og Vestmannaeyjum (tæpl. 4%). Á Akranesi og Hafnarfirði hefur
hún líka verið meiri en í meðallagi. í öðrum kaupstöðum hefur liún verið minni. Á
ísafirði hefur orðið örlítil fækkun, en á Seyðisfirði liefur fólki fækkað um rúml. 1%
á ári að meðaltali. í öllum sýslum nema tveim, hefur fólki fækkað síðasta ára-
tuginn — tiltölulega mest í ísafjarðarsýslu (um rúml. 2%% á ári að meðaltali) og
í Dalasýslu (um rúml. 2% árlega). Þær tvær sýslur, þar sem fólki liefur fjölgað
síðasta áratuginn, eru Gullbringu- og Kjósarsýsla, þar sem fjölgunin hefur numið
rúinl. 4% á ári að meðaltali, og Árnessýsla með rúml. 1% árlegri fjölgun. í báðum
þessum sýslum stafar þó fjölgunin eingöngu frá þorpsmyndunum innan sýslnanna.
Ef Selfoss væri dreginn frá Árnessýslu og Kópavogur og Seltjarnarnes frá Gull-
Iiringu- og Kjósarsýslu, mundi í báðum sýslunum koma fram fækkun síðasta ára-
tuginn, eins og í öðrum sýslum.
í sveitarstjórnarlögum frá 1905 eru ákvæði um, að hvert kauptún, sem hefur
yfir 300 íbúa, hafi rétt til að vera hreppur út af fyrir sig, og hafa ýmis lcauptún
notað sér þá lieimild og gerzt sérstök sveitarfélög. Þetta er ástæðan til þess, að
komizt hefur á sú venja hér á landi, að telja kauptún með yfir 300 íbúa til bæja,
en minni þorp með sveitum. Við tvö síðustu manntöl hefur mannfjöldinn sam-
kvæmt því skipzt þannig milli bæja og sveita: tícinnr tölur Hlutfallstölur
1940 1950 1940 1950
Reykjavík tlie capital 38 196 56 251 31,4 39,1
Aðrir kaupstaðir towns 20 564 32 096 16,9 22,3
Kauptún með 300 íbúa og þar yíir urban villages of 300 inhabitants and over 15 730 16 402 13,0 11,4
Bæir alls urban population 74 490 104 749 61,3 72,8
Sveitir rural population 46 984 39 224 38,7 27,2
Allt landið total population 121 474 143 973 100,0 100,0
í töflu II og III (bls. 2 og 3) er nánari sundurliðun á íbúatölunni í
bæjum og sveitum við manntalið 1950. Við manntalið 1940 voru kauptún með
300 íbúa og þar yfir talin 26, en 1950 voru þau 30. Þó er mannfjöldi þeirra aðeins
lítið eitt hærri síðara árið heldur en liið fyrra, því að þau kauptún, sem fallið hafa
burt úr þessum liópi milli manntalanna, hafa yfirleitt verið mannfleiri heldur en
þau, sem við hafa bætzt. Hafa 6 kauptún fallið burt, 5 vegna þess að þau liafa
komizt í tölu kaupstaða, og 1 vegna þess að það hefur aftur fallið niður fyrir íbúa-
tölulágmarkið (Hvammstangi). En í staðinn liafa 10 bætzt við. Voru 2 þeirra þegar
1950 orðin f jölmennustu kauptúnin í þessum liópi (Kópavogur og Selfoss), 2 voru
af meðalstærð (Skagaströnd og Hveragerði), en 6 voru meðal hinna fámennari
(Höfn í Hornafirði, Sandgerði, Grindavík, Þórshöfn, Raufarhöfn og Vopnafjörður).
í töflu XVIII (bls. 126—139) er sýnt, hve mikill mannfjöldi var í
hverjum kaupstað og hverjum lireppi á landinu við manntalið 1950, með
samanburði við manntölin 1940 og 1910. Sömu upplýsingar eru þar einnig (milli
sviga) um mannfjölda í kauptúnum og öðrum þorpum innan hreppanna,
þar sem nægileg gögn um það hafa fengizt úr manntalinu.