Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Blaðsíða 17
Manntalið 1950
15*
C. Aldur, kynferði og hjúskaparstétt.
Age, sex and marital status.
1. Aldur.
Age.
Skipting þjóðarinnar eftir aldri sést í töflu IV (bls. 4—19). Er þar sýnt, hvernig
mannfjöldinn skiptist á livert aldursár á öllu landinu og eftir þéttbýli (bæjum og
sveit), en tafla V (bls. 20—33) sýnir skiptinguna í 5 ára aldursflokka í liverjum
kaupstað og kauptúni með yfir 300 íbúa, svo og í sveitum í hverri sýslu.
Eftirfarandi yíirlit sýnir með hlutfallstölum aldursskiptingu þjóðarinnar
í stórum dráttum við livert manntal síðan um aldamót:
1901 1910 1920 1930 1940 1950
% % % % % %
Innan 15 ára ............... 34,8 33,9 33,2 32,5 29,9 30,8
15—19 ára ................... 8,8 10,3 9,5 9,3 9,6 8,5
20—64 „ 49,6 49,3 50,4 50,6 52,7 53,2
65 ára og þar yfir........... 6,8 6,5 6,9 7,6 7,8 7,5
100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
Þessar tölur sýna, að síðan 1910 hafa aldurshlutföll þjóðarinnar yfir-
leitt verið að breytast í þá átt, að hlutur barna og unglinga hefur farið minnkandi
en fólks á vinnualdri og gamalmenna vaxandi. Stafar þetta bæði af lækkandi fæð-
ingarhlutfalli fram til 1940 og minnkandi manndauða, sem er þess valdandi, að
fleiri komast til fullorðinsára. Ef borin eru saman hlutföllin á milli fólks á vinnu-
aldri (20—64 ára) og fólks á öðrum aldri (barna og æskufólks innan tvítugs og
gamalmenna yfir 65 ára), þá sést, að á hverja 100 menn á vinnualdri komu 103 á
æsku- og gamalsaldri árið 1910, en ekki nema 90 árið 1940 og 88 árið 1950. Að
lækkunin varð svo lítil 1940—50 stafar auðvitað af því, að fæðingum fór aftur
fjölgandi eftir 1940, svo að hlutur yngstu aldursáranna óx.
Hvernig hlutföllin breyttust milli þessara aldursflokka 1940—50 sést í eftir-
farandi yfirliti um mannfjöldann við tvö síðustu manntölin, 1940 og 1950:
Mannfjöldi Fjölgun 1940—50
1940 1950 Tala %
Innan 15 ára ........................ 36 264 44 358 8 094 22,3
15—19 ára ....................... 11 627 12 170 543 4,7
20—64 ............................... 64 112 76 580 12 468 19,4
65 ára og þar yfir.................... 9 471 10 865 1 394 14,7
121 4741) 143 973 22 499 18,5
Á áratugnum 1940—50 fjölgaði fólki á vinnualdri um 12 500 eða um 19%%,
en öll fjölgun landsmanna nam 22 500 eða 18%%. Tiltölulega mest fjölgaði börn-
um innan 15 ára — um rúmlega 22% — vegna þess að árgangar þeir, sem við
bættust (fæddir 1941—50), voru miklu stærri en þeir höfðu verið, sem burt féllu
(fæddir 1926—35). Aftur á móti var fjölgunin minnst, um 5%, á unglingum (15—19
ára), þar sem litlu munaði á uppliaflegri stærð þeirra árganga, sem burt féllu, og
þeirra, sem komu í stað þeirra, svo að fjölgunin stafaði aðallega af minni mann-
dauða.
1) 36 á ótilgreindum aldri jafnað niður á aldursflokkanu.