Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Blaðsíða 20
18*
Mnnntalið 1950
í sveitum og bæjum er mikill munur á hlutfallinu milli tölu karla og kvenna,
er stafar af flutningunum innanlands. Yið manntalið 1950 var það þannig:
Reykjavík thc capital Aðrir kaupstaðir toivns Kauptún (með 300 íljúurn og þar yfir) urban villages . Karlar 26 899 16 044 8 420 Konur 29 352 16 052 7 982 Konur umfram karla 2 453 8 438
Bœir alls urban areas Sveitir rural areas 51 363 20 886 53 386 18 338 2 023 2 548
72 249 71 724 -r- 525
Þó að konur væru færri en karlar á öllu landinu við manntalið 1950, voru
þær samt miklu fleiri en karlar í Reykjavík, 1 091 konur á móts við 1 000 karla,
og í kaupstöðunum var jafnmargt af báðum kynjum. Aftur á móti voru konur í
kauptúnum og einkum í sveitunum miklu færri en karlar, í kauptúnum 948 og í
sveitunum aðeins 878 á móts við 1 000 karla. í Reykjavík voru konur í meiri hluta
í öllum aldursflokkum yfir 10 ára, en í sveitunum aðeins í aldursflokkum yíir
sjötugt.
3. Hjúskaparstétt.
Marital status.
Skipting þjóðarinnar eftir lijúskaparstétt á hverju aldursári er nákvæmlega
rakin í töflu IV (bls. 4—19), og í töflu V (bls. 20—33) sést, livernig mannfjöldinn
skiptist eftir hjúskaparstétt í hverjum kaupstað og liverju kauptúni með 300 íbúa
og þar yfir, svo og í sveitum í hverri sýslu.
Við manntalið 1950 var skiptingin samkvæmt hjúskaparstétt þannig:
Karlar Konur
Ógiftir single............................................... 42 912 39 144
í óvígðri samhúð in de facto unions........................... 2 200 2 200
Giftir married............................................... 24 412 24 480
Ekkjufólk widoived ........................................... 2 048 4 950
Skildir divorced.......................................... 677 950
Samtals 72 249 71 724
Óvígð sambúð ernúí fyrsta sinni talin sérstaklega í þessu sambandi. Áður
hefur það fólk, sem liér fellur undir, verið talið annað hvort ógift, ekkjufólk eða
skilið, en sjálfsagt má gera ráð fyrir, að langfiest hafi það verið ógift. Það var ekki
spurt um þetta á manntalseyðublöðunum, og því aðeins talið, að um slíka sambúð
væri að ræða, þar sem ógiftir liúsráðendur voru með sameiginleg börn. Hér er því
einungis um lágmarkstölu að ræða. Tekur hún til 5% karla og rúml. 4,5% kvenna.
Þó að tala karla og kvenna alls sé svipuð, eru samt fleiri ógiftir karlar
heldur eu konur. Svo sem sjá má í töflu IV fyrir allt landið (bls. 4—7), eru þeir
fleiri í öllum aldursflokkum allt fram á miðjan fimmtugsaldur, en eftir það eru
ógiftar konur flciri og fer munurinu vaxandi með aldrinum. Konur komnar úr
hjónabandi (ekkjur og skildar) eru aftur á móti miklu fleiri en karlar. Tala ekkju-
manna er ekki nema rúmlega 2/5 af tölu ekknanna, og skildar konur eru um 40%
fleiri en skildir karlar. Þessi mikli munur stafar bæði af því, að konur eru lang-
lífari og að þær giftast venjulega yngri en karlar, en giftast hins vegar sjaldnar
aftur heldur en þeir.
5. yfirlit sýnir hjúskaparhlutföllin í 5 ára aldursflokkum. Þar
sést, að hlutfallstala giftra karla fer hækkandi fram að fimmtugsaldri, og á aldr-