Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Blaðsíða 25
Manntalið 1950
23*
farandi yfirlit sýnir þau lönd, þar sem flestir voru fæddir. Til saman-
burðar eru líka settar tilsvarandi tölur fyrir 1940:
Karlar 1950 Konur Alls 1940 A11b
Danmörk Denmark *.. 494 504 998 650
Þýzkaland Germany 156 414 570 177
Noregur Norway 184 194 378 357
Fœreyjar Faroe Islands 84 126 210 89
Bandaríkin U.S.A 62 54 116 36
Svíþjóð Sweden 38 76 114 46
Bretland United Kingdom .. . 49 49 98 61
Kanada Canada 37 40 77 80
Holland Netherlands 12 19 311
Austurríki Austria 11 2 13
Finnland Finland 5 7 12 66
Pólland Poland 1 10 11
önnur lönd other countries .. 21 47 68
Samtals 1 154 1 542 2 696 1 562
Framundir 2/6 af þeim, sem fæddir voru erlendis, voru fæddir í Danmörku, en
alls voru rúml. 3/5 fæddir á Norðurlöndum (Danmörku, Noregi, Færeyjum og Sví-
þjóð). Næst kemur Þýzkaland með rúml. ]/5, og voru nál. 3/4 þar af konur. Allur
þorri þeirra, sem erlendis voru fæddir, átti heima í bæjum landsins, þar af 1 653,
eða rúml. 3/5 hlutar í Reykjavík cinni, 644 í öðrum kaupstöðum og kauptúnum
með yfir 300 manns, en 399 í sveitum og smærri kauptúnum.
Aftur á móti eru erlendis margir menn, sem fæddir eru á íslandi.
Er það einkum í Kanada og Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Samkvæmt
manntalsskýrslum þessara landa voru menn þar, fæddir á íslandi, um 1940 og
1950 að tölu svo sem hér segir:
Um 1940 Um 1950
Kanada .............................. 4 425 3 239
Bandaríkin ......................... 2 104 2 455
Danmörk ............................. 1 355 1 290
Noregur ............................... 301 (1930) 324
Svíþjóð................................. 88 (1945) 146
Færeyjar ............................... 60 (1930) 109
Samtals 8 333 7 563
f Noregi og Færeyjum fórst manntal fyrir 1940 vegna stríðsins, og í mann-
talsskýrslum Svíþjóðar það ár sést ekki, hve margir þar voru fæddir á íslandi,
svo að hér eru í staðinn settar tölur frá 1930 fyrir Noreg og Færeyjar, en frá 1945
fyrir Svíþjóð.
í Kanada eru fleiri menn fæddir á íslandi en í nokkru öðru landi utan ís-
lands, en þeim hefur fækkað mikið á undanförnum áratugum síðan næstum tók
alveg fyrir fólksflutninga þangað frá íslandi. Samkvæmt manntalsskýrslum Kanada
voru árið 1911 um 7 100 manns þar í landi fæddir á íslandi, en 1951 var tala þeirra
orðin töluvert meira en helmingi lægri. í Bandaríkjunum var tala manna
fæddra á íslandi um ]/4 lægri lieldur en í Kanada við manntalið þar 1950, en hún
hefur hins vegar hækkað nokkuð á síðastliðnum áratug, og gætir þar auðvitað
áhrifa stríðsins, er jók mjög samskipti íslands við Bandaríkin. En það eru fleiri
íslendingar í Ameríku en þeir, sem fæddir eru á íslandi. Þar til mun einnig mega
telja afkomendur vesturfaranna, að minn6ta kosti fyrstu ættliðina. Við manntalið