Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Page 26
24*
Manntalið 1950
í Kanada 1951 voru 23 307 manns taldir af íslenzkum uppruna, en þar með var
átt við alla þá, sem annað livort voru sjálfir fæddir á íslandi eða komnir í karl-
legg af íslenzkum innflytjendum, en þeir, sem komnir voru frá þeim í kvenlegg,
voru ekki teknir með. Við sama manntal var talið, að íslenzka væri móðurmál
11 207 manna. Við næsta manntal á undan (1941) voru taldir 21 050 manns af
íslenzkum uppruna, en 15 510 með íslenzku að móðurmáli. í Kanada fjölgar þeim
þannig, sem taldir eru af íslenzkum uppruna, en þeim fækkar, sem taldir eru með
íslenzkt móðurmál.
í manntalsskýrslum Bandaríkjanna 1950 sést ekki, hve margir voru þar taldir
af íslenzkum uppruna eða með íslenzku að móðurmáli, því að íslandi hefur í því
sambandi verið slengt saman við önnur fámenn lönd í Evrópu, en 1940 voru þar
taldir 6 584 mcnn af íslenzkum uppruna. Er þar aðeins átt við þá, sem sjálfir voru
fæddir á íslandi eða annað hvort foreldranna, en 3. ættliður talinn amerískur.
2. Fæðingarstaður á íslandi og fólksflutningar innanlands.
Birthplace in Iceland and internal migration.
Fæðingarstaðartöflurnar um þá, sem fæddir eru á íslandi, sýna fólksflutn-
ingana innanlands. Þær sýna, hvaðan íbúarnir á hverjum stað eru upprunnir
og hver niðurstaðan hefur orðið af flutningum heils mannsaldurs. En þá, sem
engan fæðingarstað hafa tilgreint, verður að láta liggja á milli liluta, enda eru þeir
ekki svo margir, að það valdi neinni verulegri skekkju. Þeir, sem töldust fæddir
innanlands við manntalið 1950, skiptust þannig eftir fæðingarstað
og dvalarstað:
Fæddir born o/ Dvölda resident
Reykjavík the capital *, 22,8 54 468 38,6
Kaupstaðir towns 24 915 17,7 31 591 22,4
Kauptún urban villagcs 13 176 9,4 16 162 11,5
Sveitir rural areas 70 683 50,1 38 744 27,5
Samtals 140 965 100,0 140 965 100,0
Þessar tölur bera skýran vott um mannflutningana úr sveitunum til
hæjanna. í sveitum var fæddur um helmingur landsmanna, en aðeins rúml. x/4
þeirra átti þar heima. Eftirfarandi yfirht sýnir, hve mikið sveitirnar hafa misst
og bæirnir áunnið við flutningana innanlands, bæði að tölu til og í samanburði
við tölu fæddra í hverjum flokki bæja og í sveitum:
Aðfluttir umfram Af fœddum
burtflutta per cent of
in-migrants persons born
— out-migrants %
Reykjavík ............................. 22 277 69,2
Kaupstaðir ............................. 6 676 26,8
Kauptún ................................ 2 986 22,7
Sveitir ......................... -v- 31 939 — 45,2
í samanburði við tölu fæddra liefur Reykjavík eflzt langmest við aðflutn-
inga, þar sem við hafa bætzt rúml. 2/3 af tölu fæddra í Reykjavík. í kaupstöðum
og kauptúnum hefur viðaukinn ekki numið nema í kringum l/4 af fæddratölunni
þar, og í sveitunum liefur fækkað um framundir helming af fæddratölu þar. í 8.
yfirliti er einnig sýnt, hvernig karlar og konur í bæjum og sveitum skiptast eftir
fæðingarstað. Sést þar, að flutningarnir úr sveitum til bæja taka meir til kvenna
en karla. Af körlum fæddum í sveitum voru 17 291 eða 49% komnir til bæjanna, en
af konum fæddum í sveitum 20 003 eða 56%.