Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Page 30
28*
Manntalið 1950
tiltölulega fleiri konur en karlar aðfluttar. í 10. yfirliti er innfæddum og
aðfluttum skipt í þrjá aldursflokka (innan tvítugs, milli tvítugs og sjö-
tugs og yfir sjötugt). í samanburði við þessa aldursskiptingu meðal íbúanna yfir-
leitt er miklu meira um aðkomið fólk yfir tvítugt, en minna um börn og unglinga.
Þessa gætir þó ekki mjög rnikið í sveitunum, en því meira í kaupstöðunum, þar
sem meira er um aðflutninga.
Hér á undan hefur aðeins verið rætt um flutninga út úr eða inn í sýslur og
kaupstaði, en við úrvinnslu manntalsins var enn fremur tekið tillit til flutninga
innan sýslnanna, því að taldir voru sérstaklega þeir, sem dvöldu í fæðingar-
hreppi sínum. í 3. dálki í 9. yfirliti sést, hve margir dvöldu í sama kaupstaðnum
eða sömu sýslunni, sem þeir voru fæddir í, en eftirfarandi yfirht sýnir, hve margir
dvöldu í fæðingar hreppi sínum í hverri sýslu og hve margir það voru
af hundraði fæddra í sýslunni:
Af 100 Af 100
Alls fæddum Alls fæddum
Gullbr.- og Kjósarsýsla ... 2 111 37,5 Eyjafjarðarsýsla 2 549 40,3
Borgarfjarðarsýsla 619 28,4 Þingeyjarsýsla 2 885 42,3
Mýrasýsla 756 32,6 JNorður-Múlasýsla 1 655 42,7
Snæfellsnessýsla 1 774 32,5 Suður-Múlasýsla 2 479 40,3
Dalasýsla 653 27,3 Austur-Skaftafellssýsla . 677 43,3
Barðastrandarsýsla 1 443 34,0 Vestur-Skaftafellssýsla . 999 38,2
ísafjarðarsýsla 2 169 27,7 Rangárvallasýsla 1 759 31,8
Strandasýsla 1 248 42,3 Árnessýsla 2 505 31,8
1 625 30,7
Skagafjarðarsýsla 1 510 31,3 Samtals 29 416 35,1
Tiltölulega flestir eru eftir í fæðingarhreppi sínum í Austur-Skaftafellssýslu,
43,3% af þeim, sem fæddir eru í sýslunni, en tiltölulega fæstir i Dalasýslu, þar
sem ekki nema rúml. x/4 þeirra, sem fæddir eru í sýslunni (27,7%), eru eftir í fæð-
ingarhreppi sínum.
í töflu XVIII (bls. 126—139) er þess getið við hvern hrepp, hve margir þeirra,
sem þar áttu heima við manntalið 1950, voru fæddir í hreppnum. Vera má, að
það hafi stundum valdið einhverri skekkju í þessu efni, er hreppar hafa skipt um
nafn að öllu eða nokkru leyti við hreppaskiptingar.
í eftirfarandi yfirliti er mannfjöldanum skipt eftir fjarlægð milli fæðingar-
og dvalarstaðar. Af öllum þeim, sem fæddir voru innanlands, dvöldu
í sama kaupstað sem þeir voru fæddir í .................. 41 780 %
„ „ hreppi sem þeir voru fæddir í 29 396 71 176 50,5
í öðrum hreppi sömu sýslu eða aðliggjandi kaupstað 22 245 15,8
í nágrannasýslu eða aðliggjandi kaupstað 12 324 8,7
í fjarlægari héruðum 35 220 25,0
140 965 100,0
Helmingur þeirra, sem fæddir eru innanlands, dvelur á fæðingarstaðnum (sama
kaupstað eða hreppi), x/4 hluti þeirra hefur ekki flutzt lengra en í nágrannasýslu
eða kaupstað (kaupstaðirnir þá taldir með sýslum þeim, sem þeir hggja að), en x/4
hefur flutzt í fjarlægari liéruð. Af þeirn síðast töldu hafa um 20 600 (eða nál. 3/5)
flutzt til Reykjavíkur.