Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Page 31
Manntalið 1950
29*
3. Síðustu bústaðaskipti.
Last change of domicile.
Fæðingarstaðir manna sýna, hvaðan þeir eru upphaflega komnir, en ekki,
hvaðan þeir hafi síðast flutzt til heimkynnis síns. En um það var spurt við
manntalið 1950, bæði hvenær menn hefðu flutzt inn £ hreppinn eða kaupstaðinn,
og hvaðan þeir hefðu þá komið.
Niðurstöður þær, sem fengizt hafa af svörunum við þessum spurningum, er
að fínna í töflum IX og X (bls. 57 og 58).
Samkvæmt skýrslunum um flutningana hafa alls 74 431 manns flutzt annars
staðar að inn í kaupstað þann eða hrepp, sem þeir eiga heima í, 34 965 karlar og
39 466 konur. Samkvæmt 10. yfirliti eru þeir, sem fæddir eru í öðrum kaupstöðum
eða sýslum, taldir 63 011, en þar við bætast svo 9 786, sem fæddir eru í sömu sýslu,
en í öðrum hreppi. Þetta verður samtals 72 797 eða 1 634 færri heldur en skýrsl-
urnar um flutningana sýna. Á þessum mismun stendur þannig, að sumir, sem
fæddir eru á dvalarstað sínum, hafa flutzt burt þaðan, en komið síðan aftur og þá
auðvitað taldir aðfluttir. Ekki kveður mikið að slíkum endurflutningum til fæð-
ingarstaðar. Nema þeir aðeins 2,2% af tölu allra á landinu, sem haft liafa bústaðar-
skipti.
Eftirfarandi yfirlit sýnir, hvernig þeir, sem aðfluttir voru samkvæmt flutn-
ingaskýrslunum, skiptust eftir liurtfararstað og aðflutningsstað eða næstsíðasta og
síðasta bústað:
Burtfararstaður Aðkomu&taður Aðfluttir umfram
place of place of burtflutta
departure destination difference
Reykjavík the capital 8 012 30 175 + 22 163
Kaupstaðir toivns 14 429 17 232 + 2 803
Kauptún urban villages 9 298 9 524 + 226
Sveitir rural areas 37 367 17 500 + 19 867
tJtlönd abroad 2 855 . + 2 855
Ótilgreint not reported 2 470 • -i- 2 470
Samtals 74 431 74 431 0
Síðasti dálkurinn kemur ekki rétt vel heim við tölur þær, sem fengnar voru
við samanburð á fæðingarstað og dvalarstað (sjá bls. 24*). Skýringin hggur að nokkru
leyti í því, að allmargir menn eru hér með ótilgreindan burtfararstað, og ætti sú
tala að réttu lagi að skiptast niður á hina tilgreindu hði, en að mestu leyti hggur
hún í því, að hér er miðað við næstsíðasta bústað, en ekki við fæðingarstað. Mikill
fjöldi manns hefur ekki farið beint af fæðingarstaðnum á síðasta dvalarstað. Einkum
hefur kveðið mikið að því, að fólk fætt í sveitum liafi flutzt fyrst til kauptúna og
kaupstaða, en síðan aftur burt þaðan. í töflu IX (bls. 57) eru nánari upplýsingar
um þetta. Þar sést, að ncðantalinn mannfjöldi var fæddur í sama flokki
þéttbýlis, sem hann var fluttur frá:
Reykjavík ...................... 3 430 eða 42,8% af fluttum þaðan
Kaupstaðir ......................... 7 092 „ 49,2 „ „ „ ,,
Kauptún ............................ 4 549 „ 48,9 „ „ „ „
Sveitir ........................... 33 926 „ 90,8 „ „ „ „
Útlönd ........................... 1 933 „ 67,7 „ ,, „ „
Þetta sýnir, að rúml. helmingur þeirra, sem fluttir voru úr kauptúnum og
kaupstöðum — og úr Reykjavík töluvert meiri hluti — var fæddur annars staðar,
svo að burtfararstaðurinn var aðcins áfangastaður á leiðinni frá fæðingarstaðnum