Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Síða 32
30*
Manntalið 1950
til dvalarstaðarins við manntalið. Aftur á móti hafa sveitirnar að mjög litlu leyti
verið slíkur áfangastaður.
í töflu X (bls. 58) er öllum aðfluttum skipt eftir flutningsári, svo og eftir aldri
við flutninginn. Aðflutningstalan er langhæst sjálft manntalsárið, 6 418 eða 8,6%
af öllum aðflutningunum, en lækkar mikið eftir því sem lengra dregur aftur í tím-
ann. En aðgætandi er, að hér er aðeins að ræða um síðasta flutning á undan mann-
talinu.
Aldursskipting aðfluttra er töluvert frábrugðin aldursskiptingu þjóðar-
innar í heild, svo sem eftirfarandi tölur bera með sér, en þær sýna, hve margir af
þúsundi aðfluttra koma á ákveðna aldursflokka og hver eru tilsvarandi hlutföll
meðal allrar þjóðarinnar:
Aðfluttir öll þjóðin
0—14 ára 271 308
15-24 288 170
25—34 „ 227 147
35—44 „ 102 122
45—54 ” 57 101
55—64 32 77
65 ára og eldri 23 75
Samtals 1 000 1 000
Langmest er um flutninga á aldrinum 15—34 ára. Á þeim aldri er ekki nema
tæpl. þriðjungur landsmanna. Meir en helmingur allra aðfluttra liefur flutzt á þeim
aldri inn í kaupstaðinn eða lireppinn, þar sem þeir eiga lieima. Töluvert meira er
um aðfluttar konur en karla, 113 konur á móts við 100 karla, en langmest er það á
aldrinum 15—24 ára, sem þær liafa bústaðarskipti, 142 konur á móts við 100 karla.
E. Heimili.
Households.
Samkvæmt manntalsreglunum telst sérstakt hcimili hver fjölskylda ásamt
þjónustufólki og öðrum, sem hjá henni búa og hafa þar fæði. En leigjendur, sem
ekki borða lijá fjölskyldu þeirri, sem þeir eru til húsa lijá, teljast ekki til þess heim-
ilis, heldur heimili fyrir sig. Sama gildir auðvitað um einbýlisfólk eða einstaklinga,
sem búa einir sér og hafa mat hjá sjálfum sér. Loks eru svo nefnd safnlieimili,
sem hafa sameiginlegt mötuneyti fyrir fólk, sein í þeim dvelur, svo sem sjúkra-
hús, skólar o. fl. Við manntalið 1950 skiptist mannfj öldinn þannig á þessar
tegundir heimila, þegar hver er talinn á sínu heimili, hvort sem hann er við-
staddur eða fjarverandi:
Fjölskylduheimili family houseliolds ............................. 135 396
Einbýlisfólk og leigjendur persons living alone and lodgers ...... 6 642
Safnheimili quasi households ..................................... 1 935
Samtals 143 973
94% af þjóðinni taldist þannig til fjölskylduheimilanna, rúml. 4,5% voru ein-
býlismenn eða leigjendur, en aðeins 1,3% töldust til safnhcimilanna. Þar við er
þó aðgætandi, að til safnlieimila cru hér aðeins taldir þeir, sem hafa þar fast aðsetur,
annað hvort sem starfsmenn eða vistmcnn, en meiri hluti fólks í þessum heimil-
um býr þar aðeins um stundarsakir (svo sem nemendur, sjúklingar o. s. frv.), og
því talinn þar sem þeirra fasta heimili er. Svo er um nál. 3 500 manns, sem staddir