Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Qupperneq 33
Manntalið 1950
31*
hafa verið mamitalsdaginn í skólum, sjúkrahúsum eða öðrum safnlieimilum, en
taldir til heimilis annars staðar.
í liúsnæðisskýrslum þeim, sem safnað var með manntalinu og gefnar hafa verið
út sérstaklega (hagskýrslunr. II, 15), er tala lieimilismanna ákveðin eftir öðrum
reglum. Þar eru menn taldir í þeirri íbúð, sem þeir dvelja í að staðaldri um mann-
talsleytið, enda þótt þeir eigi heimili annars staðar (t. d. nemendur o. fl.).
Eftirfarandi yfirlit sýnir tölu fjölskylduheimila við manntalið 1950 í
bæjum og sveitum og á öllu landinu, svo og meðalstærð heimilanna með saman-
burði við næstu manntöl á undan:
Fjölskylduheiruili
family households Mcðalstærð heimila
Tala Heimilismeun average size
number members of household 1950 1940 1930
Reykjavík the capital 12 653 50 752 4,01 4,15 4,41
Kaupstaðir toivns 7 102 30 592 4,31 4,44 4,52
Kauptún urban villages 3 587 15 785 4,40 4,44 4,48
Bæir alls urban areas total 23 342 97 129 4,11 4,29 4,46
Sveitir rural areas 7 478 38 267 5,12 5,50 5,65
Allt landið Iceland 30 820 135 396 4,39 4,70 4,94
Heimilin í sveitunum eru töluvert stærri en í bæjunum, en þar eru þau minnst
í Reykjavík. Bæði í sveitum og bæjum hefur heimilastærðin farið minnkandi.
í töflu XI og XII (bls. 59—63) er fjölskylduheimilum bæði í sveitum og bæjum
skipt eftir stærð lieimilanna og skiptingin er sýnd með hlutfalls-
tölum í 11. yfirliti.
Á öllu landinu voru flest 3ja og 4ra manna heimili, álíka margt af livorum, rúml.
6 700 eða 21,8%. Heimili 5 manna voru tæpl. 5 200 eða 16,8% og 2ja manna nokkru
færri, rúml. 4 700 eða 15,3°/0, en 6 manna heimili töluvert færri, rúml. 3 400 eða
11,1%. 87% af heimilunum voru 2—6 manna heimili, tæpl. 10% eru með 7 eða
8 manns, en aðeins 3%% með 9 manns eða fleiri. Aðeins 22 fjölskylduheimili á
öllu landinu voiu með 14 manns eða þar yfir, hið stærsta þeirra með 17 manns.
í bæjunum eru 3ja manna heimili algengust, en í sveitunum 4ra manna. Stóru
hcimilanna gætir miklu meira í sveitunum heldur en í bæjunum og langminnst í
Reykjavík. Aðeins liðlega 3% af fjölskylduheimilum þar voru með fleiri en 8
manns, en ríflega 14% af heimilum sveitanna.
í 11. yfirliti sést, að Iækkunin á meðalstærð lieimilanna frá 1940
til 1950 stafar af því, að 2ja, 3ja, 4ra og 5 manna heimilum hefur fjölgað tiltölu-
lega, en stærri heimilum, með 6 manns og þar yfir, fækkað að sama skapi. Þó kveður
ekki mikið að fjölgun 5 manna né fækkun 6 manna heimila, en tiltölulega lang-
mest er fjölgunin af 4ra mauna heimilum, og fækkunin af heimilum með 8 manns
og þar yfir.
Samkvæmt manntalsskýrslunum eru karlar taldir forstöðumenn lang-
flestra heiinilanna, en konur aðeins 2 476 heimila eða 8% allra fjölskyldu-
lieimila. En þar við er að atliuga, að þar sem fyrir heimili standa hjón eða ein-
staldingar í óvígðum lijúskap, þá er maðurinn talinn húsráðandi, en konan hús-
móðir. Tala húsmæðra í töflu XIII (bls. 64) sýnir, hve mörg slík heimili eru, en
það er allur þorri lieimilanna (84%). Þau heimili, sem þá verða eftir, eða þar sem
húsráðandi hefur ekki húsmóður sér við hlið, verða þá álíka mörg og þau, þar
sem kona er talin húsráðandi.