Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Page 36
34*
Manntalið 1950
af þessu fólki bjó í Reykjavík, þ. e. nál. 3/4 leigjenda og meir en helmingur ein-
býlisfólks.
Um safnheimilin eru sérstakar upplýsingar í töflu XIV (bls. 65). Skiptast
þau þannig eftir tölu og íbúafjölda:
Sjúkrahús hospitals 26 með 1 903 manns
Elliheimili liomcs for the agcd ... . 8 510
Bamahæli infant homcs 8 »» 186 »»
Skólar schools 50 »» 1 931
Klaustur cloister 1 »» 14
Fangclsi prisons 2 »» 40 »»
Gistihús hotels 27 »» 395
Atvinnurekstur labour camps . .. . 20 »» 397 »
Samtals total 142 með 5 376 manns
Við manntalið 1940 var tala slíkra heimila 66, svo að liún hefur töluvert meir
en tvöfaldazt á áratugnum 1940—50. Tiltölulega mest hefur fjölgunin verið í
atvinnurekstrarmötuneytum (útgcrð og öðrum vinnslustöðvum o. fl.), en því næst
í skólum og gistihúsum. Hér að framan (bls. 30*) eru taldir heimilisfastir í safn-
heimilum rúml. 1 900 manns eða 1,3% af öllum landsmönnum. En auk þessa
fólks, sem þar dvelur langdvölum og telst því ekki til heimilis annars staðar, voru
líka í þessum safnheimilum nál. 3 500 manus, sem dvöldu þar um stundarsakir og
voru því ekki taldir þar til heimilis, heldur þar, sem þeir áttu fastan bústað. Þar
sem þetta fólk er miklu fleira heldur en hinir föstu íbúar, gefur það miklu réttari
hugmynd um stærð þessara lieimila að telja það allt eins og það var, þegar mann-
talið fór fram, og hefur svo verið gert í töflu XIV, sem nær því yfir um 5 400 manns.
Langmestur hluti þessa fólks, eða rúml. 70%, er í skólaheimilum og sjúkrahúsum,
álíka margt (rúml. 1 900) í livoru.
Auk þessa voru rúml. 600 manns, sem störfuðu í þessum safnheimilum, en
liöfðu þó heimili út af fyrir sig og voru því ekki taldir með íbúum safnheimilanna,
en tala þeirra er samt sýnd í töflu XIV svo og skipting þeirra á ýmsar greinar
safnheimila.
F. Skipting þjóðarinnar eftir atvinnu.
Distribution of the population by economic activity.
1. Smidurliðun atvinnunnar.
The classifications applied.
Atvinnuskiptingin tekur fyrst og fremst til þeirra, sem vinna að atvinnu-
störfum, livort heldur sem atvinnurekendur eða sem starfsmenn eða verkamenn
í annarra þjónustu, og hvort sem kaupið er í peningum eða fríðu. En hún tekur
einnig til allra annarra landsmanna, sem ekki vinna sjálfir að atvinnu-
störfuin, en lifa af afrakstri einhverrar atvinnu. Til liverrar atvinnu eru þá eigi
aðeins taldir allir þeir, sem þá atvinnu stunda, heldur einnig konur þeirra og börn
og annað skyldulið, sem er á þeirra framfæri og ekki er sjálft vinnandi að atvinnu-
störfum. Innanbúshjú eru ekki talin til atvinnu húsbónda síns, því að störf
þeirra eru talin sérstök atvinnustörf, enda unnin fyrir kaup og falla undir þann
atvinnuveg, sem ber heitið þjónustustörf. Til atvinnustarfa teljast hins vegar ekki
heimilisstörf, sem unnin eru kauplaust, svo sem af húsmæðrum á eigin
heimili, vöxnum dætrum eða öðru vandafólki. Þær konur viima þó engu síður