Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Page 37
Manntalið 1950
35*
þjóðnýt störf heldur en vinnukonur og ráðskonur, þótt þær vinni kauplaust. Til
þess að fá einnig yfirlit yfir þá starfsemi hefur við manntalið verið leitazt við að
telja sérstaklega þær húsmæður og dætur eða skyldmenni, sem vinna kauplaust
að heimilisstörfum. Þar til teljast þó aðeins þær konur, sem vinna að heimilisstörf-
um sem aðalstarfi, en auk þess vinna að þeim margar konur, bæði giftar og ógiftar,
sem vinna líka að atvinnustörfum og eru því taldar þar. Óstarfandi, bæði að
atvinnu og heimilisstörfum, eru þá börn, námsfólk og aðrir, sem eklci vinna fyrir
sér, heldur eru framfærðir af heimilisföður. Óstarfandi telst enn fremur fólk, sem
lifir á eignartekjum án þess að stunda atvinnu, fólk sem hætt er atvinnustörfum
og lifir á eftirlaunum eða ellistyrk, og sjúklingar o. fl. á opinberu framfæri. Það
fólk er talið sérstaklega utan við alla atvinnuvegi.
Aðalatvinnuskiptingin fer eftir tegund atvinnurekstrar, og er það í sam-
ræmi við venju fyrri ára. Yið manntalið 1940 var í því cfni farið sem næst þeirri
flokkun atvinnugreina, sem gerð var af tölfræðinefnd Þjóðabandalagsins 1938
og mælt var þá með til almennrar notkunar, svo að skýrslur um atvinnuskiptingu
þjóða yrðu sem sambærilegastar. Eftir stríðið var mál þetta tekið til vandlegrar
endurskoðunar með alþjóðlegri samvinnu sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóð-
anna, og samkvæmt því gerði tölfræðinefnd þeirra nýja flokkun 1948 (,,International
Standard Industrial Classification of all Economic Activitiesií), sem efnahags- og lýð-
málanefnd Sameinuðu Þjóðanna mælti með við allar hluttökuþjóðirnar til notkunar,
annað hvort sem grundvelli fyrir skýrslum þeirra eða til notkunar við alþjóðlegan
samanburð. Þessi atvinnuflokkun hefur verið lögð til grundvallar við manntalið
liér 1950, að vísu ekki alveg óbreytt, en svo lítið breytt, að samanburður er auð-
veldur við alþjóðlegar skýrslur (sjá bls. 192—194).
Samkvæmt flokkun þeirri, sem notuð hefur verið við manntalið 1950, skipt-
ist öll atvinna í 8 atvinnuvegi, er greinast aftur í 169 atvinnugreinar,
auk ótilgreindrar atvinnu, sem telcin er sér í lagi þar fyrir utan. í töflu XV (bls.
66—87) er yfirlit um tölu þess fólks, er starfar í hverri þessara atvinnugreina, svo
og annars þess fólks, er hefur framfæri sitt af henni. Auk þess eru sumar skyldar
atvinnugreinar dregnar saman í stærri atvinnuflokka og líka sýndar heildartölur
fyrir þá.
Helztu breytingar á flokkuninni frá því, sem var við manntalið 1940,
eru þær, að byggingarstörf og enn fremur rafveitu- og vatnsveitustörf hafa verið
skilin frá iðnaði sem sérstakir atvinnuvegir, en iðnaður aðeins látinn ná til vinnslu
úr hráefnum eða hálfunnum vörum. Aftur á móti hefur atvinnuvegunum „persónu-
leg þjónusta“ og „opinber þjónusta“ verið slegið saman í eitt, er kallast þjónustu-
störf. Auk þess hafa verið gerðar aðrar smátilfærslur, sem minna máli skipta. Hér
er yfirlit yfir helztu tilfærslurnar:
Tilfærsla milli atvinnuvega:
Byggingar og vegagerð ...........
Rafveitur og vatnsveitur ........
Ljósmyndagerð....................
Veitingastörf og persónuleg þjónusta
Opinber þjónusta ................
Sorphreinsun.....................
Tilfærsla milli greina í sama a
Malar- og sandtaka ..............
Smjörlíkisgerð...................
Lýsisbræðsla, síldarbræðsla og fisk-
mjölsvinnsla ..................
Gúmiðnaður ......................
1940
Iðnaður ....................
Iðnaður .......................
Iðnaður ....................
Persónuleg þjónusta ........
Opinber þjónusta ...........
Opinber þjónusta............
tvinnuvegi:
Námuvinnsla ................
Dýra- og jurtafeitisiðnaður ..
Dýra- og jurtafeitisiðnaður ..
Gúmiðnaður .................
1950
Byggingarstarfsemi.
Rafveitur, vatnsveitur o. fl.
Þjónustustörf.
Þjónustustörf.
Þjónustustörf.
Rafveitur, vatnsveitur o. fl.
Leir-, gler- og steiniðnaður og
malar- og sandtaka.
Matvælaiðnaður.
Kemískur iðnaður.
Leður- og gúmiðnaður.