Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Side 38
36*
Manntalið 1950
Úrsmíði, gull- og silfursmíði, hljóð-
færa- og önnur áhaldasmíði ...,
Útfarir og kirkjugarðar.............
Trúmál og kirkjustarfsemi ..........
1940
Smíði úr góðmálinum, úr- og
áhaldasmíði..............
Hcilbrigðismál ............
Kennslumál, trúmál, listir og
vísindi .................
Landvarnir ................
1950
Ýmislegur iðnaður.
Persónuleg þjónusta.
Trúmál og velferðarstofnanir.
Umboðsstjórn og dómsmál.
Þjónusta við atvinnurekstur
og stéttir.
Triimál og velferðarstofnanir,
Varðskipin........................
Lögmannsskrifstofur og stofnanir,
sem láta atvinnuvegum og stéttum
í té þjónustu ..................... Umboðs- og dómsmál
Velgerðarstofnanir ............... Umboðs- og dómsmál
Frávik þau, sem gerð hafa vcrið frá alþjóðlegu atvinnuflokk-
uninni, eru einkum fólgin í því, að landbúnaður og sjávarútvegur eru hvor fyrir
sig teknir sem sérstakur atvinnuvegur, eins og ætíð hefur verið gert hér á landi,
en í alþjóðlegu flokkuninni eru fiskveiðar í einu lagi taldar atvinnugrein í land-
búnaði. Hius vegar hefur námugröftur, sem talinn er sérstakur atvinnuvegur í
alþjóðaskránni, verið felldur hér niður, og það, sem hér undir kynni að falla, svo
sem sand- og malartaka, talið með stciniðnaði. Yfirleitt liefur alþjóðaflokkuninni
verið fylgt að öðru leyti en því, að sumar atvinnugreinarnar þar hafa verið klofnar
sundur í fleiri greinar, þegar ástæður liér virtust gera það æskilegt, en öðrum, sem
hér eru sjaldgæfar, hefur verið slegið fleirum sarnan, en þó þannig, að ekki er slegið
saman óskyldum greinum, heldur aðeins þeim, sem standa saman í skránni. Aftan
við manntalstöflurnar, á bls. 192—194, er ensk þýðing á heituin atvinnugreinanna,
og aftan við nafn hverrar atvinnugreinar, svo og milliflokka og atvinnuvega, er
sett tölutákn það, sem til þeirra svarar í alþjóðlegu flokkuninni, svo að unnt sé
að gera alþjóðlega flokkun eftir henni, hvort heldur í stórum dráttum eða nákvæm-
lega niður í minnstu greiningu, í hvaða atvinnuvegi sem er.
Auk skiptingarinnar eftir atvinnugreinum, liefur í atvinnutöflunum, eins og
áður, verið gerður greinarmunur á því, í hvaða vinnustétt þeir eru, sem starfa
að atvinnunni, hvort heldur sjálfstæðir atvinnurekendur, starfsfólk eða verkafólk.
Atvinnurekendum liefur aftur verið skipt í vinnuveitendur, sem nota aðkeyptan
vinnukraft, og einyrkja, sem enga hjálp hafa við vinnu sína, nema frá fjölskyld-
unni. Starfsfólk skiptist annars vegar í forstöðumenn atvinnufyrirtækja og
stofnana og hins vegar í annað starfsfólk, svo sem skrifstofufólk, afgreiðslufólk
og fólk með ýmiss konar tækniþekkingu fram yfir verkafólk. Til verkafólks telj-
ast t. d. iðnaðarsveinar og lærlingar, vinnumenn, liásetar og daglaunamenn. Loks
er flokkur, sem ekki hefur áður verið talinn í manntalsskýrslunum hér, en hefur
nú verið tekinn upp til samræmis við alþjóðaskýrslur. Það er fjölskyldumeð-
hjálp, konur og börn atvinnurekenda, sem hjálpa til við atvinnu lians að ein-
hverju leyti, án þess að teljast fullgildir starfsmenn, t. d. vinna jafnframt að heim-
ilisstörfum eða eru börn ófulltíða (innan 15 ára aldurs). Ef þau liins vegar vinna
sem fullgildir starfsmenn, teljast þau sem slíkir, en ekki sem fjölskyldumeðhjálp.
Víðast hvar annars staðar en í töflu XV eru þó vinnustéttirnar ekki sundurlið-
aðar nema í þrennt, atvinnurekendur, starfsfólk og verkafólk, og er þá fjölskyldu-
meðhjálpin talin með verkafólki.
Loks hefur, auk flokkunar eftir atvinnugrein og atvinnustétt, að þessu sinni
verið gerð ný flokkun eftir eigin starfi manna við þá atvinnu, er þeir stunda.
Er hún mikið komin undir sérkunnáttu og fagmenntun, sem ekki þarf að vera
bundin við einstaka atvinnugrein, heldur má oft nota í ýmsum mismunandi at-
vinnugreinum, svo að þessi flokkun verður allt önnur heldur en flokkunin eftir