Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Síða 40
38*
Manntalið 19S0
þau teljast öll til sérstakrar atvinnugreinar, og lenda því öll á sama stað í töfl-
unni, í lið 162 á bls. 84. Þó hefur þeim líka verið skipt eftir atvinnu húsbænda
þeirra í töflu XXIV (bls. 160), svo að sjá mætti, hve mannfjöldi hvers atvinnu-
vegar mundi hækka, ef innanhúshjú væru talin til atvinnu húsbænda þeirra, en
annars skiptir slíkt nú orðið litlu máli, þar sem innanhúshjúum hefur fækkað svo
stórkostlega á síðari árum.
1 töflu XV hefur skyldum atvinnugreinum verið skipað saman í stærri at-
vinnuflokka, með heildartölum fyrir hvern þeirra, en allar atvinnugreinar loks
lieimfærðar undir einhvern liinna 8 atvinnuvega, sem sýna atvinnuskiptingu þjóð-
arinnar í stórum dráttum. En þar eð taflan nær til allrar þjóðarinnar, bætist við
sérstakur liður fyrir þá, sem ekki hafa framfæri sitt af neinum sérstökum atvinnu-
vegi, en lifa annað hvort á eignum sínum, eftirlaunum eða opinberum styrkjum.
13. yfirlit sýnir, hvernig þjóðin skiptist niður á atvinnuvegina
við manntalið 1950, bæði beinlínis og hlutfallslega. Rúmlega fimmti hluti lands-
manna (21%) lifir á iðnaði, þ. e. verksmiðjuiðnaði, handiðnaði o. fl., og htlu færri
(20%) á landbúnaði, 12% á þjónustustörfum, en þar til teljast umboðsstjórn og
dómsmál, kennslumál, vísindi og listir, heilbrigðismál o. fl., svo og ýmisleg persónu-
leg þjónusta. Litlu færri, eða 11%, lifa á fiskveiðum, en 10% á byggingarstörfum
(húsagerð, hafnagerð, vegagerð o. fl.), 9% á verzlun og álíka margir á samgöngum,
en aðeins 1,5% lifa á rafveitu- og vatnsveitu- eða þrifnaðarstörfum. Þannig sjá
atvinnuvegirnir samanlagt fyrir 93% af þjóðinni, en afgangurinn, 7%, lifir á eigu-
um eða eftirlaunum eða opinberu framfæri.
í 13. yfirliti er tekin til samanburðar atvinnuskiptingin við næsta
allsherj armanntal á undan, árið 1940. Þó eru tölurnar ekki teknar óbreyttar
úr manntalinu 1940, heldur færðar til samræmis við þá skiptingu, sem notuð var
við manntalið 1950 og gerð hefur verið grein fyrir hér að framan. Á áratugnum
1940—50 hefur landsmömium fjölgað alls um 22 500 manns eða um 18%%. Á
sama tíma hefur sá mannfjöldi, sem lifir á landbúnaði og fiskveiðum, lækkað um
rúml. 12 þús. manns eða meira en fimmta hluta (fiskveiðar um 19%%, en land-
búnaður um 22%%). Á næsta áratug á undan lækkaði líka tala þeirra, er hfðu á
laudbúuaði, ekkijió nema um 5%, en mannfjöldi sá, sem á fiskveiðum lifði, hækk-
aði þá um 6%. A síðasta áratug liefur hins vegar fólki fjölgað í öllum öðrum at-
vinnuvegum. Samgönguliðurinn hefur þó ekki hækkað nema álíka mikið og mann-
fjöldinn í heild, eða um 18%, en á næsta áratug á undan hafði hann hækkað um
30%. Fólki, sem lifir á þjónustustörfum, liefur fjölgað um rúml. fjórða hluta, en
verzlunarliðurinn liefur hækkað um rúml. 50%, og um nál. 60% hefur því fólki
fjölgað, sem lifir á eignum, eftirlaunum og opinberum styrk. En langmest hefur
aukningin orðið á iðnaðarliðum og þeim, sem áður voru með honum taldir,
byggingarstörfum og rafveitu- og vatnsveitustörfum. Sjálfur iðnaðarliðurinn hefur
lxækkað um 75%, byggingar- og vegagerð um 83%, og rafveitu- og vatnsveitu-
störf jafnvel um 136%. Þessir þrír liðir framfleyttu nær því þriðjungi landsmanna
1950 eða heldur meira en bæði landbúnaður og fiskveiðar, sem áður voru mestu
atvinnuvegir landsmanna og framfleyttu nærri helmingi þeirra 1940.
Á 13. yfirliti sést enn fremur, livernig mannfjöldinn í bæjum og sveit-
um skiptist á atvinnuvegina við manntahð 1950, og er það sýnt með hlut-
fallstölum í síðari liluta yfirhtsins. Þær sýna, að í sveitunum (að meðtöldum kaup-
túnum með færri en 300 íbúum) hfa 2/3 hlutar íbúanna á landbúnaði, en í bæjunum
aðeins mjög lítill hluti og því minni sem bæirnir eru stærri. Aftur á móti er iðnaður
mest áberandi í bæjunum. Þar lifa nál. 40% á iðnaði og byggingarstörfum, en