Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Síða 41
Manntalið 1950
39*
aðeins 10% f sveitum. Að fiskveiðum kveður mest í bæjuuum utau Reykjavíkur,
þar sem fimmti hluti íbúanna lifir á þeim. Nokkru færri (18—19%) lifa þar á verzlun
eða samgöngum, en þeir atvinnuvegir framfleita meir en fjórða liluta (27%) af
íbúum Reykjavíkur. Þjónustustörf eru líka langhæst í Reykjavík, þar sem rúml.
J/6 íbúanna lifir á þeim, en úr þeim dregur við minnkandi þéttbýli. Fólk, sem lifir
á eignum, eftirlaunum eða oðpinberu framfæri er 6—8% af íbúatölu, tiltölulega
flest í Reykjavík, en fæst í sveitum.
Aftan við samtölu hvers atvinnuvegar í töflu XV, svo og samtölu milliflokka,
þar sem um þá er að ræða, er sundurliðun eftir þéttbýli í fernt, í Reykjavík, kaup-
staði, kauptún og sveitir, svo að sjá má, bve margt fólk í hverjum þessara þétt-
býlisflokka befur framfæri sitt af hverjum undirflokki hans, en í fremra hluta töflu
XVIII (bls. 126—139) sést, hve margt fólk í hverjum hreppi, sýslu og kaup-
stað á landinu hefur framfæri af hverjum atvinnuvegi.
b. Starfandi fólk og óstarfandi
Economically active and inactive population.
Samkvæmt þeirri venju, sem nú er ríkjaudi í alþjóðaskýi-slum um atvinnu-
skiptingu þjóðanna, er öllum mannfjöldanum skipt í tvennt. Annars vegar eru
þeir, sem starfa að einhverri atvinnu gegn endurgjaldi, beinlínis eða óbein-
línis, í peningum eða öðrum verðmætum, þ. e. tekjuaflandi mannfjöldinn eða
atvinnufólkið (economically active population), og hins vcgar allir aðrir, sem annað
hvort fá framfæri sitt beint frá þcim, sem starfa að atvinnunni, án þess að taka
sjálfir þátt í henni, eða lifa á eignum sínum, eftirlaunum eða opinberu framfæri.
Þessi mannfjöldi kallast óvirkur í atvinnulífinu (economically inactive popula-
tion), en þar með er ekki sagt, að hanu sé óstarfandi, því að þar undir fellur allur
hinn mikli fjöldi, er vinnur kauplaust að lieimilisstörfum á eigin lieimih, bæði hús-
mæður, dætur og aðrir ættingjar, en sömu störf teljast atvinnustörf, ef þau eru
unnin af vandalausum fyrir kaup. Hins vegar teljast til atvinnufólks konur
og börn, sem hjálpa til við atvinnu heimilisföður, enda þótt þau fái
ekki sjálf beinlínis kaup fyrir starf sitt, en eru samt skoðuð scm þátttakendur í
tekjuöflun heimilisföður. í undanförnum manntölum hefur þetta fólk ekki verið
talið til atvinnufólks, heldur tahð framfært af heimilisföður.
Samkvæmt þessu skiptist mannfjöldinn þannig við manntalið 1950:
O/
/o
Þátttakendur í atvinnustörfum economically active persons ............ 63 595 44,2
Vinnandi kauplaust að heimilisstörfum unpaid houseicorkers ........... 25 912 18,0
Óstarfandi fólk inactive persons ..................................... 54 466 37,8
Samtals 143 973 100,0
Reinir þátttakendur í atvinnustörfunum eru því aðeins 64 þús. manns eða
44% af landsmönnum, en vinnandi fólk, bæði að atvinnustörfum og heimihsstörf-
um, eru 90 þús. eða 62% af mannfjöldanum. 54 þús. eða 38% af mannfjöldanum
er hins vegar óstarfandi. í 14. yfirliti er nánari grein gerð fyrir þessari
skiptingu, bæði með beinum tölum og hlutfallstölum, á landinu í heild með sam-
anburði við manntalið 1940, og enn fremur eftir mismunandi þéttbýlisstigi. Þátt-
takendur í atvinnustörfunum eru tiltölulega langtum fleiri í sveitimum en bæjun-
um. Þetta stafar að mestu af því, að fjölskyldumeðhjálp við atvinnu hefur nú
verið talin þátttakandi í atvinnustörfum, en það eru í sveitunum konur og börn
bænda, sem annars væru að mestu talin til heimilisstarfa, svo að ef slegið væri
saman atvinnustörfum og lieimilisstörfum, mundi munurinn minnka mikið. En