Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Síða 47
Manntalið 1950
45*
faldazt í liinum flokkunum. Af öðrum iðnaðarflokkum eru helztir kemískur iðn-
aður (aðallega síldarbræðsla og fiskmjölsvinnsla), prentun og bókaiðnaður, svo og
trésmíði og húsgagnagerð. Við livern þessara flokka hefur verið starfandi 1—2%
af atvinnufólki alls.
Tveir þriðju lilutar þess fólks, sem fæst við verzlun, eða 6% atvinnufólks
alls, starfar að smásöluverzlun, en % að heildverzlun og aðeins tæplega við
peningastofnanir, vátryggingu o. fl.
Af því fólki, sem vinnur við samgöngustörf, eru 2/6 við sjóflutninga (eða
rúml. 3% atvinnufólks alls), nokkru færri við landflutninga (bílaakstur), eu aðeins
1/e við póst og síma.
Fjölmennasti flokkur þjónustustarfa er persónuleg þjónusta, sem 6% af
öllu atvinnufólki vinnur að. Nálega helmingur þar af er heimilishjú, en rúml. x/4
starfar við veitingahús og matsölu. Auk þess nær þessi flokkur yfir þvott og fata-
hreinsun, persónuleg snyrtistörf o. fl. önnur þjónustustörf eru opjnber þjónusta.
Þar til teljast þó ekki einungis þeir, sem starfa við opinberar stofnanir eða starfs
menn ríkis og sveitarfélaga, heldur cinnig kennarar, læknar, listamenn o. fl., sem
starfa fyrir eigin reikning. Af þessum störfum eru fjölmennust kennslumál, vísindi
og listir. Þar við starfa um 2,5% af öllu atvinnufólki. Nokkru færri starfa við
heilbrigðismál, svo og við umboðsstjórn og dómsmál, en miklu færri við trúmál og
velferðarstofnanir eða við skemmtanir og íþróttir, svo og þjónustu við atvinnu-
rekstur.
Hve margir liafa stundað atvinnu í liverri einstakri atvinnugrein á öllu land-
inu, sést í töflu XV (bls. 66—87) svo og í töflu XVI (bls. 88—-101), þar sem er
skipting eftir þéttbýlisstigi (Reykjavík, kaupstaðir, kauptún og sveitir). En í töflu
XVII (bls. 102—125) sést tala þeirra, sem atvinnu stunda, í liverjum atvinnuvegi
og samandregnum atvinnuflokkum, í hverjum einstökum kaupstað og sýslu.
b. Atvinnustétt.
Industrial or social status.
í 16. yfirliti sést, hvernig starfandi fólk í hverjum atvinnuvegi skiptist eftir
vinnustétt við manntalið 1950. Allt fólk, er stundaði atvinnustörf, skiptist þannig
eftir atvinnustétt:
%
Vmnuveitendur employers.................... 6 210 9,8
Einyrkjar workers on own account .......... 5 024 7,9
Forstöðumenn directors and managers........ 1 364 2,1
Starfsmenn salaried icorkers .............. 9 519 15,0
Vcrkamenn wage earners.................... 37 232 58,5
Fjölskyldumeðhjálp unpaid family workers .. 4 246 6,7
Samtals 63 595 100,0
Af öllum þeim, sem atvinnu stunda, eru þannig 58% verkamenn eða, ef með-
talin er fjölskyldumeðhjálpin, 65% eða nál. 2/3. Að viðbættum starfsmönnum og
forstöðumönnum kemst talan upp í 82°/0, en það er tala allra þeirra, sem
vinna í annarra þjónustu. 8% eru einyrkjar, þ. e. sjálfstæðir atvinnurek-
endur, sem ekki nota neinn aðkeyptan vinnukraft, en 10% eru atvinnurekendur,
8em hafa aðra í vinnu.
Svo sem sjá má á hlutfallstölum í 16. yfirliti skiptust vinnustéttirnar mjög
misjafnt niður á atvinnuvegina. Nál. 2/3 vinnuveitenda koma á landbúnað,
en þar næst eru aðeins 10% í iðnaði, eða 16°/0, ef byggingum og vegagerð er bætt