Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Page 50
48*
Manntalið 1950
stéttirnar. Tvær starfsdeildir, bændur ásamt vinnufólki þeirra og fiskimenn, eru
einskorðaðar hvor við sinn atvinnuveg, landbúnað og fiskveiðar, en allar hinar
höfuðstarfsdeildirnar koma fyrir í flestum eða öllurn atvinnuvegum, enda þótt þær
séu allar meira tengdar einum atvinnuvegi heldur en öðrum. Þannig eru 9/10 af
öllu sölustarfsfólki starfandi við verzlunarfyrirtæki og rúml. 4/5 af þjónustustarfs-
fólki og sérfræðistarfsfólki starfandi við þjónustustörf, en til þess atvinnuvegar
telst bæði persónuleg þjónusta og opinber þjónusta (svo sem ýmisleg embættis-
störf). Aðrar starfsdeildir skiptast meir á milli atvinnuvega, iðnaðarmenn og verka-
fólk aðallega á iðnað og byggingarstarfsemi, starfsmenn farartækja (á landi, sjó og
lofti) aðallega á samgöngur og fiskveiðar, og stjórnar- og skrifstofufólk einkum á
verzlun, þjónustustörf og iðnað. í þrem af liöfuðstarfsdeildunum er starfsfólk yfir-
gnæfandi (sérfræðistarfsfólk, stjórnar- og skrifstofufólk og sölustarfsfólk), en í öllum
hinum er verkafólk langflest. Atvinnurekendur finnast í öllum starfsdeildum. Til-
tölulega flestir eru þeir í bændadeildinni, rúml. þriðjungur, og tæpl. þriðjungur af
stjórnar- og skrifstofufólki og farartækjastarfsmönnum (bílstjórar með eigin bíl),
en gætir mjög lítið í öðrum starfsdeildum.
í töflu XIX (bls. 140—144) er starfsdeildunum skipt í undirdeildir og þeirn
aftur í starfsgreinar, svo að þar má sjá, hvaða störf eru talin til hverrar starfsdeildar.
d. Atvinnuþátttaka kvenna.
Economic activity of ivomen.
í töflu XV er sýnt, hvernig starfandi fólk í liverri atvinnugrein skiptist í karla
og konur, eigi aðeins í beild, lieldur einnig í hverri vinnustétt. í 18. yfirliti
sést, hve margar konur voru við atvinnustörf í hverjum atvinnu-
vegi og í hverri vinnustétt við manntalið 1950, með samanburði við næsta
manntal á undan. Voru það alls 18 077 konur eða 28% af öllu fólki við atvinnu-
störf. Er það mjög svipað hlutfall sem við manntalið 1940, enda þótt talan væri
18. yfirlit. Konur við atvinnustörf eftir atvinnuvegi og vinnustétt.
Economically active tvomen in each industry (division) by industrial or social status.
Tranalation of headinga in table no. 16 on p. 43*. 1950 1940
•Ó
T3 fl w fl V a s § s fl 2 o
"3 .g V g s ec 2 i ta
Atvinnuvegir 3 fl a £ _fl s E ro «s 3 o | Ol á * i
divisions of industry1) Landbúnaður > cn > fa la cn cn
219 68 4 2 285 3 534 6 110 3 575
Fiskveiðar 3 - - 18 76 12 109 96
Iðnaður 64 360 12 179 3 198 13 3 826 3 199
Byggingar og vegagcrð 1 - 22 59 1 83 15
Rafveitur, vatnsveitur o. fl - - - 38 12 - 50 16
Verzlun 88 33 20 1 690 154 19 2 004 1 187
Saragöngur - 3 8 379 85 5 480 205
Þjónustustörf 67 311 65 1 255 3 666 20 5 384 6 425
Ótilgreind atvinna - 22 9 - 31 13
Saratals total 441 776 105 3 607 9 544 3 604 18 077 14 731
1) For tranalation of namea of diviaions aee table nr. 13 on p. 37*