Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Blaðsíða 51
Manntalið 1950
49
þá um 3 300 lægri. En þar við er atliugandi, að 1950 voru í fyrsta sinn talin til
atvinnufólks konur og börn atvinnurekanda, sem hjálpa kauplaust til við at-
vinnu liúsbóndans, en það er eingöngu við landbúnað, sem nokkuð kveður að slíku.
Þetta fólk er að mestu kvenfólk, og ef það væri allt dregið frá, yrðu konur við
atvinnustörf 1950 beldur færri en við manntalið 1940. Hins vegar virðist svo sem
hin gífurlega fækkun á vinnukonum við heimilisstörf við manntalið 1950
frá næsta manntali á undan, sem nemur um 2 400 (úr 4 231 niður í 1 832), sé ekki
að öllu leyti raunveruleg, heldur stafi hún að nokkru leyti af mismunandi upptöku
úr manntölunum. Nokkrar líkur benda til þess, að allmikill hluti kvenna, sein við
manntahð 1940 voru taldar vinnukonur við heimilisstörf og því reiknaðar með
atvinnufólki, hafi við manntalið 1950 verið taldar dætur eða aðrir ættingjar við
heimilisstörf, og því ekki reiknaðar með atvinnufólki. Gæti þessi millifærsla jafnvel
numið allt að helmingi þeirrar fækkunar, sem varð á vinnukonum.
Af konum við atvinnustörf samkvæmt manntalinu 1950 taldist meir en helm-
ingurinn (53%) til verkafólks, rúml. 1j5 til starfsfólks og J/5 fjölskyldumeðlijálp,
en aðeins 7% voru atvinnurekendur.
Flestar konur, 34%, störfuðu við landbúnað, nokkru færri, 30%, við þjón-
ustustörf, 21% við iðnað, 11% við verzlun, 3% við samgöngustörf og enn færri
við aðra atvinnu.
Þessar tölur um þátttöku kvenna í atvinnulífinu sýna þó ekki tiltölulega þátt-
töku þeirra, þ. e. þátttöku í samanburði við tölu starfenda í hverri atvinnu eða
vinnustétt, en hún sést á eftirfarandi yfirliti, er sýnir, hve margar konur voru
af 100 manns í hverri atvinnu og vinnustétt:
Atvinnu- Starfs- Verka- Við atvinnu-
rekendur o/ fólk fólk störf alls
Landbúnaður 4,8 12,1 31,8 35,2
Fiskveiðar 0,7 6,6 1,4 1,8
Iðnaður 30,6 20,3 28,5 28,3
Byggingar og vegagerð 0,2 16,0 1,1 1,4
Rafveitur, vatnsveitur o. fl . . - 18,1 2,1 6,5
Verzlun 14,8 43,8 14,5 34,5
Samgöngur 0,3 28,2 3,5 9,6
Þjónustustörf 43,4 34,6 84,9 59,7
10,8 34,1 25,6 28,4
Fjölskyldumeðhjálp er liér ekki tekin með, því að hennar gætir alls staðar svo
hverfandi lítið, nema við landbúnað, en þar er langmestur hluti hennar konur eða
85%. Hún er þó tekin með í heildartölunum um atvinnustörf alls, þá er ofan greindar
hlutfallstölur eru reiknaðar.
Þó að meir en helmingur kvenna við atvinnustörf teljist til verkafólks, eru
þær samt ekki nema um fjórði hluti alls verkafólksins. Hins vegar er meir en þriðj-
ungur alls starfsfólks konur, enda þótt aðeins x/5 atvinnukvenna teljist til þeirrar
vinnustéttar. Meðal atvinnurekanda er aðeins tíundi hluti konur.
Tiltölulega langmest er hluttaka kvenna í þeirri atvinnudeild, er nefnist
þj ónustustörf, því að þar starfa töluvert fleiri konur en karlar, 60% af öllum,
sem þar starfa. Innan þessarar deildar gætir þátttöku kvenna langmest (86%) í
þeim atvinnuflokki, er nefnist „persónuleg þjónustustörf“, en þar til teljast heim-
ihshjú, sem öll eru konur, en auk þess veitingastörf, snyrtistörf, þvottur og fata-
hreinsun o. fl., og er kvenfólk þar alls staðar í miklum meiri hluta. Nokkru minni
er þátttaka kvenna í heilbrigðismálastörfum, en þó líka mjög mikil (73%),
e