Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Page 52
50*
Manutalið 1950
en þar til teljast hjúkrunarkonur og ljósmœður. Talið er, að konur séu rúml. þriðj-
ungur þeirra, er starfa við landbúnað. Mikill mciri hluti þeirra eru konur og
dætur bænda, sem hjálpa kauplaust til við landbiinaðarstörfin. Ef þeim væri sleppt,
mundi þátttaka kvenna í landbúnaðarstörfum falla niður í 15%. Þá eru konur
einnig rúml. þriðjungur þeirra, sem starfa við verzlun, og töluvert meir en %
þeirra, sem starfa við iðnað. En mjög er þátttaka þeirra misjöfn í ýmsum greinum
iðnaðarins. Langmest er bún í fatnaðariðnaði, þar sem nál. 3/4 allra, sem þann
iðnað stunda, eru konur. I vefjariðnaði eru þær tæpl. belmingur, í matvælaiðnaði
um þriðjungur og í prenlun, pappírs- og bókaiðnaði rúml. í öðrum iðnaðar-
greinum kveður lítið að þátttöku þeirra. Af þeim, sem starfa við samgöngur, eru
10% konur, aðallega starfsstúlkur við póst og síma, því að konur eru rúml. 40%
af starfsliði þeirra stofnana. Við önnur atvinnustörf cr þátttaka kvenna mjög lítil.
e. Hjú skaparstétt.
Marital status.
Aðeins tæpl. J/5 hluti þeirra kvenna, sem taldar eru við atvinnustörf, eru
giftar konur eða konur í óvígðri sambúð og mestur bluti jteirra eru bændakonur,
sem hjálpa kauplaust til við landbúnaðarstörfin, en gegna auk þess húsmóður-
störfum á heimilinu. Aðeins 493 liúsmæður, eða 1,8% af öllum konum giftum eða
í óvígðri sambúð, eru taldar bafa einhverja atvinnu sem aðalstarf, en liúsmóður-
starfið þá sem aukastarf. í töflu XX (bls. 145—147) er sýnt, livernig atvinnustörf
þessara kvenna skiptast á atvinnuvegi og vinnustéttir. Töluvert fleiri eru þær hús-
mæður, er telja húsmóðurstarfið aðalstarf, en auk þess einhverja atvinnu sem auka-
starf. Eru þær 1 081 eða 4,1% af öllum konum í hjónabandi og í óvígðri sambúð,
en þær eru ekki teknar með í atvinnutöflunum, nema töflunni um aukaatvinnu,
og auk þess er gerð sérstaklega grein fyrir aukastörfum þeirra í töflu XX. Um
helmingur þeirra er við iðnað og rúml. þriðjungur við þjónustustörf.
Af þeim körlum, sem atvinnu stunda, er hins vegar meir en helmingur
kvæntur eða í óvígðri sambúð. Af 45 518 körlum alls við atvinnustörf, voru við
manntalið 1950 25 020 eða 55% kvæntir eða í óvígðri sambúð. Eftirfarandi yfirlit
sýnir, hve margir karlar, kvæntir eða í óvígðri sambúð, voru í hverri vinnustétt,
og hve margir miðað við huudrað karla í þeirri stétt:
Vinnuveitendur 4 782 % 82,9
Einyrkjar 3 092 72,8
Forstöðumcnn 1 092 86,7
Starfsmenn 3 989 67,5
Verkamenn 12 065 43,6
Fjölskyldumeðhjálp -
Samtals 25 020 55,0
Langmest er um kvænta menn eða í óvígðri samhúð meðal vinnuveitenda og
forstöðumanna, töluvert minna meðal einyrkja og starfsmanna, en minnst meðal
verkamanna, þar sem þeir eru ekki nærri helmingur, og karlmenn, sem teljast til
fjölskyldumeðlijálpar, eru engir kvæntir eða í óvígðri sarnbúð. Auðvitað stendur
þetta í sambandi við aldursskiptinguna, þvi að vinnuveitendur og forstöðumenn
eru yfirleitt eldri en starfsmenn og verkamenn.