Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Page 54
52*
Manntalið 1950
3/b kvenna. Á fyrri liluta þrítugsaldurs vex hluttaka karla í atvinnustörfum mikið,
upp í 92%, og enn meir á síðari liluta þrítugsaldurs, eða upp í 97%, og helzt liún
svipuð fram á sextugsaldur, þá lækkar hún lítils háttar, en ekki verulega fyrr en
á sjötugsaldri, og af öllum körlum yfir 65 ára eru þó taldir starfandi að atvinnu
töluvert yfir helmingur eða 56%.
Eftir tvítugt fækkar kvenfólki, sem fæst við atvinnustörf. Þó er það enn um
helmingur kvenfólks á fyrri liluta þrítugsaldurs. En eftir það fækkar því mikið
tiltölulega, langt niður úr þriðjungi kvenna á þeim aldri, en kemst aftur upp í
þriðjung á fimmtugs- og sextugsaldri. Eftir 65 ára aldur kveður lítið að atvinnu-
störfum kvenna.
í 19. yfirliti sést, livernig atvinnufólk í hverjum aldursflokki
skiptist hlutfallslega niður á einstaka atvinnuvegi, karlar og konur
hvor fyrir sig. Langmestur hluti (yfir 4/6) hæði karla og kvenna, sem fást við atvinnu-
störf innan 15 ára aldurs, eru starfandi í landbúnaði, enda er þar nær eingöngu um
að ræða börn, sem hjálpa kauplaust til við atvinnu heimilisföður. Hinn tiltölu-
lega mikli fjöldi kvenna við landbúnaðarstörf í öllum eldri aldursflokkunum (frá
4/3 til 2/s af öllum atvinnustarfandi konum í þeim aldursflokkum) stafar líka að
miklu leyti frá bændakonum, sem vinna að landbúnaðarstörfum, auk innanhús-
starfa. Næstmest er þátttaka kvenfólks á öllum aldri í þjónustustörfum (í kringum
4/3 af konum við atvinnustörf). í verzlunarstörfum er þátttaka kvenfólks lang-
mest í kringum tvítugsaldur, en minnkar mikið eftir það. Við fiskveiðar fer þátttaka
karla minnkandi með aldrinum eftir miðjan þrítugsaldur. En annars breytist þátt-
taka bæði karla og kvenna í flestum atvinnuvegum lítið frá þrítugs- til sextugs-
aldurs.
20. yfirlit sýnir, livernig atvinnufólk í hverjum aldursflokki
skiptist eftir atvinnustétt, karlar og konur hvort í sínu lagi. Kemur þar í
ljós mjög ákveðinn munur á aldurshlutföllum vinnustéttanna. Ef litið er á karl-
mennina, sést, að meðal barna innan 15 ára er fjölskyldumeðhjálpin mest áberandi
(72%). Á unglingsaldrinum (15—19 ára) eru verkamenn yfirgnæfandi, 93%, en
hlutdeild þeirra fer síðan silækkandi og er á aldrinum 35-—44 ára aðeins rúml.
helmingur. Á aldrinum 25—34 ára hefur starfsmannastéttin náð liámarki, um 20%,
en síðan fer hlutdeild hennar líka smáminnkandi. Forstöðumenn ná þó ekki há-
marki (4 %%) fyrr cn nokkru seinna (35—44 ára), og halda svipuðu hlutfalli fram
á sjötugsaldur. Á atvinnurekendum fer ekki að bera neitt verulega fyrr en eftir
miðjan þrítugsaldur, er þeir komast upp í 4/6 lduta, en eftir það fer hlutdeild þeirra
sívaxandi með aldrinum, upp í nál. 40% í elzta aldursflokknum, yfir 65 ára. Þetta
gildir þó aðallega um vinnuveitendur, því að hlutdeild einyrkja nær hámarki á
aldrinum 35—44 ára og helzt svipuð eftir það.
Meðal kvenna verða svipaðar breytingar á hlutdeild vinnustéttanna með aldr-
inum. Þó nær fjölskyldumeðhjálp þar eigi aðeins til barna og unglinga, heldur
einnig til húsmæðra, og gætir hennar töluvert í aldursflokkum yfir 25 ára, og há-
marki nær lilutdeild hennar með nál. 1/3 af aldursflokknum 35—44 ára. Starfsmanna-
stéttin nær líka hámarki sínu meðal kvenna þegar á aldrinum 20—24 ára með meir
en J/3 þess aldursflokks, en lækkar eftir það miklu örar en meðal karla.
1 töflu XXI (bls. 148—155) sést ekki aðeins aldursskipting karla og kvenna
í hverjum atvinnuvegi, er þau starfa að, heldur einnig í mörgum atvinnuflokkum,
sem þeir sldptast í.