Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Blaðsíða 56
54*
Manntalið 19S0
öllu starfsfólki við þá atvinnu í þjónustu ríkisins. Þar til teljast allir ríkisembættis-
menn, svo sem prestar, héraðslæknar, sýslumenn, kennarar í æðri skólum, starfs-
menn í skrifstofum ríkisins o. s. frv. Fólk í þjónustu ríkisins við samgöngustörf
starfar langflest að póst- og símastörfum, enda er starfsfólk þar í miklum meiri
hluta. Aftur á móti er það yfirgnæfandi verkafólk, sem starfar hjá ríkinu að bygg-
ingum og vegagerð.
Um x/4 þeirra, sem starfa hjá sveitarfélögum, falla undir þjónustustörf,
og litlu færri starfa við rafveitur eða vatnsveitur eða þ. h., en tæpl. x/5 starfar að
byggingum og vegagerð.
Starfsfólk og verkafólk hins opinbera skiptist þannig á hæi og sveitir:
Starfsfólk Verkafólk
Kíki Sveitarfélög Samt. Riki Svcitarfélög Samt.
Reykjavík ...................... 2 045 485 2 530 1 094 968 2 062
Kaupstaðir .......................... 636 263 899 385 665 1 050
Kauptún ............................. 315 48 363 329 150 479
Sveitir ............................. 553 44 597 537 101 638
Allt landið 3 549 840 4 389 2 345 1 884 4 229
Rúml. 29% af starfsfólki liins opinbera voru konur, en aðeins rúml. 14% af
verkafólkinu. Tölu þeirra má nú sjá á eftirfarandi yfirliti:
Starfsfólk Verkafólk
Ríki .......................... 1 098 189
Sveitarfélög ....................... 405 197
Samtals 1 503 386
h. Aukaatvinna.
Dual activities.
í atvinnutöflunum, sem rætt liefur verið um hér að framan, hefur hver maður
aðeins verið talinn með eina atvinnu, enda þótt hann hafi tilgreint fleiri en eina
á manntalsskýrslunni. Þegar svo stendur á, er aðeins aðalatvinnan tekin upp í
atvinnutöflurnar. En hins vegar hefur ein tafla verið gerð um þá, sem tilgreindu
aukaatviunu, tafla XXIII (hls. 158—159). Þó liefur aðeins verið tilgreind ein
aukaatvinna hjá hverjum manni — ef fleiri hafa verið tilgreindar, hefur þeim
verið sleppt.
í töflu XXIII er talið, að 6 260 manns eða 9,8% af öllum þeirn, sem stundað
hafi atvinnu, hafi liaft einhverja aukaatvinnu jafnframt aðalatvinnu sinni. Af þeim
voru 5 571 karlar og 689 konur. Er það 12,2% af körlum við atvinnustörf, en
aðeins 3,8% af konum við atvinnustörf.
í töflu XXIII er þessu fólki skipt bæði eftir aðalatvinnunni og aukaatvinn-
unni. Um og yfir þriðjungi fleiri töldu fram þjónustustörf, samgöngur og bygg-
ingarstörf sem aukastarf lieldur en sem aðalstarf. Sýnir það, að þessir atvinnu-
vegir eru öðrum fremur valdir til aukastarfa.
í töflu XXIII er ennfremur sýnt samband aðalstarfs og aukastarfs,
eða hvernig aðal- og aukastörf veljast saman. Þar sést, að landbúnaður er efst á
baugi sem aukastarf lijá þeim, sem stunda fiskveiðar, iðnað, byggingar og vega-
gerð og samgöngur sem aðalstarf. Með landbúnaði sem aðalstarfi eru byggingar og
vegagerð (og þá líklega helzt vegagerð) algengust aukastörf, en með þjónustustörf-
um sem aðalstarfi eru önnur þjónustustörf algengust aukastörf.
Eftirfarandi tölur sýna, hve margir höfðu einhverja aukaatvinnu
jafnframt aðalatvinnu sinni í bæjum og sveitum: