Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Qupperneq 62
60*
Manntalið 1950
nægilegt að telja sitt síðasta próf. Þeir menn ættu því að réttu lagi að teljast í
efstu línunni, en þar sem engin próf liafa verið tilgreind, mun í flestum tilfellum
mega gera ráð fyrir, að ekki liafi verið um nein próf að ræða, sem hér koma til
greina. Ef svo er, hefur rúmlega [iriðjungur þeirra, sem komnir voru yfir 15 ára
aldur, tekið burtfararpróf úr öðrum skólum en barnaskóla. Töluvert algengara
hefur það verið meðal karla eu kvenna. 40% af körlum, en aðeins 28% af konum,
liöfðu tekið slík próf.
í 21. yfirliti sést, að enn fremur hefur verið töluverður munur að þessu
leyti bæði eftir þéttbýli og aldri manna. í Ileykjavík hefur verið tiltölu-
lega mest um slíka skólamenntun. Yið manntalið 1950 hafði rúml. helmingur karla
og þriðjungur kvenna leyst af hendi einliver þau próf, sem hér er um að ræða,
en hlutfallstalan lækkar með minnkandi þéttbýli og var í sveitunum ekki nema
x/4 karla og % kvenna.
Þá er líka mikill munur að þessu leyti eftir aldri mauna. í yngsta
aldursflokknum, 15—19 ára, í 21. yfirliti liefur aðcins þriðjungur kvenna og tæplega
þriðjungur karla Iokið þeim prófum, sem hér um ræðir, en rnargir eiga þá eftir að
ljúka þeim. í næsta aldursflokki, 20—24 ára, hefur helmingur kvenna lokið ein-
liverjum slíkum prófum, enda það lilutfall langtum hærra en í öðrum aldursflokk-
um. í þessum aldursflokki er prófhlutfall karla lægra heldur en kvenna, cða 48%,
og bendir það til þess, að enn eigi nokkur hluti karla í þessuin flokki eftir að taka sér-
fræðipróf, er ekki krefjast almenns prófs til undirbúnings, enda nær prófhlutfall
karla fyrst hámarki, 51%, í næsta aldursflokki, 25—34 ára. Eftir þetta lækkar
prófhlutfallið sífellt með hverjum aldursflokki, unz það í elzta aldursflokknum, 65
ára og þar yfir, er kornið niður í 23% rneðal karla og 8% meðal kvenua. Það er
athugavert, að eftir því 6em aldurinn hækkar vex mismunurinn milli lilutfalla karla
og kvenna, svo að í elzta aldursflokknum er prófhlutfall karla næstum þrefalt á
móts við prófhlutl'all kvenna, en lækkar svo sífellt, unz það er orðið heldur lægra
en prófhlutfall kvenna í tveim yngstu aldursflokkunum. Þetta siðasta þarf þó ekki
beinlínis að tákna það, að á síðari árum sé framhaldsnám kvenna eftir barnaskóla-
nám orðið tíðara en karla, því að, eins og áður er að vikið, virðast karlar eldri,
er þeir taka próf.
í töflu XXV (bls. 161) eru beinar tölur um allt það, sem í 21. yfirliti er 6ýnt
með hlutfallstölum. Þar er einnig hinum almennu prófum skipt í fernt eftir því,
hvort hinni almennu skólagöngu hefur lokið með unglingaskólaprófi, héraðsskóla-
prófi, gagnfræðaprófi eða stúdentsprófi. Með héraðsskólaprófum hafa verið tekin
lýðskólapróf úr ýmsum skólum, er störfuðu hér áður en liéraðsskólarnir komust í
fast form, og líka liafa sjálfsagt unglingaskólapróf verið talsvert mismunandi á
ýmsum tímum. Við manntalið 1950 taldist þessi fjöldi manna hafa lokið
almennri skólagöngu með cftirgreindum prófum:
Hlutfallstölur
Ka. Ko.
Karlar Konur % %
Unglingaskólapróf 3 405 3 818 29,5 42,3
Héraðsskóla- og lýðskólapróf .... 2 348 1 479 20,3 16,4
Gagnfræðapróf 3 596 3 225 31,1 35,8
Stúdentspróf 2 214 495 19,1 5,5
Samtals 11 563 9 017 100,0 100,0
í töflu XXV sést, hvernig það fólk, sem hér um ræðir, skiptist bæði eftir aldri
og þéttbýli.