Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Blaðsíða 64
62*
Manntalið 1950
H. Barnafjöldi lijónabanda.
Fertility of marriages.
1. Skýrsluefnið.
The material.
Á manutalseyðublaðinu 1950 voru spurningar um aldur hjónabanda,
sem í gildi voru manntalsdaginn, og um barnafjölda þeirra. Svipaðra upplýs-
inga hefur verið leitað við nokkur undanfarin manntöl, fyrst 1910, að fyrirmynd
danska manntalsins 1901, en 1930 og síðan að fyrirmynd norska manntalsins 1920.
Töflurnar XXIX—XXXIII (bls. 164-—-176) sýna niðurstöður þær, sem fengizt hafa
um þessi efni úr manntalinu 1950. Hins vegar hafa tilsvarandi töflur, sem unnar
liafa verið úr fyrri manntölum, hvergi verið birtar, en þær eru geymdar í Hagstof-
unni, og hafa þær verið notaðar við yfirlit þetta.
Tilætlunin með skýrslum þessum var aðeins sú, að fá vitneskju um hjóna-
bönd þau, sem í gildi voru manntalsdaginn, og voru því hvorki ekkjur
né skildar konur spurðar um giftingarár né barnafjölda, og giftar konur voru aðeins
spurðar uin síðasta hjónaband, ef þær liöfðu gifzt oftar en einu sinni. Spurningarnar
á eyðuhlaðinu voru annars vegar uin giftingarár konunnar og hins vegar um, hve
mörg börn — að andvana fæddum meðtöldum — liefðu fæðzt í hjónabandinu.
Þar áttu því ekki að teljast með börn hjónanna, sem fædd voru fyrir giftinguna,
og ef sýnilegt var, að svo hafði verið gert, var það lagfært við úrvinnsluna. Ekki
er samt ólíklegt, að vegna þessa hafi barnatalan orðið eittlivað hærri en vera ber.
Þar með er þó ekki of mikið gert úr frjósemi kvennanna lieldur aðeins hjónabands-
frjóseminni, þar sem fleiri börn en vera ber eru talin fædd á hjónabandstímabilinu.
Skýrslur þær, sem hér birtast, ná þó ekki til allra hjónabanda, sem í gildi voru,
er manntal fór fram, því að svör sumra kvenna við þessum spurningum liafa verið
ófullnægjandi eða jafnvel sýnilega alls ekki getað staðizt, og liafa þau hjónabönd
þá fallið í hurtu úr skýrslum þessum, en auk þess hafa þau hjónabönd ekki verið
tekin með, þar sem konan liafði gifzt 45 ára eða eldri. Féllu þannig alls úr 3,9%
af tölu giftra kvenna árið 1950, en við undanfarandi manntöl var tilsvarandi tala
2,9% árið 1940, 3,0% árið 1930 og 9,1% árið 1910. Að úrfellingarhlutfallið var
svo hátt 1910 mun að nokkru stafa af því, að þá var reiknað með viðstöddum
mamifjölda, en ekki heimilisföstum, og varð þá að sleppa tiltölulega mörgum konum
vegna þess, að ófullnægjandi upplýsingar um hjónahand þeirra voru á skýrslunum,
þar sein þær töldust staddar.
2. Meðalbarnafjöldi hjónabanda.
Average number of children per marriage.
Eftirfarandi yfirlit sýnir tölu þeirra lijónabanda, sem eftir urðu að lokinui
þeirri hreinsun, sem nefnd hefur verið, við þessi 4 manntöl, svo og tölu fæddra
barna í þeim, bæði í lieild og að meðaltali á hvert hjónahand:
Börn children
Iijónabönd Alls Mcðaltal
marriages total average
1910 ...................... 10 783 44 408 4,12
1930 ...................... 15 615 58 205 3,73
1940 ...................... 18 185 60 270 3,31
1950 ...................... 23 532 69 678 2,96
Á þessum 40 árum hefur hjónaböndum þeim, sem hér hafa komið til athug-
unar, fjölgað um 118%, en barnatalan hefur liins vegar ekki hækkað nema um