Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Síða 69
Manntalið 1950
67*
Yfirlitið sýnir, að á tímabilunum milli allra þessara manntala hefur hlutdeild
barnfárra hjónabanda, eða hjónabanda með 1—3 börn, farið vaxandi, en barn-
margra minnkandi, og það jafnvel svo, að hjónabönd með 6 börn og þar yfir, sem
voru 29% árið 1910, höfðu hrapað niður í 13% árið 1950.
Sömu hreyfingar frá barnmörgum til barnfárra hjónabanda verður
vart bæði í dreifbýli og þéttbýli, svo sem sést í eftirfarandi yfirhti um hlut-
falls lega skiptingu hjónabanda eftir barnatölu í Reykjavík, kauptúnum og sveitum
árin 1910 og 1950, en hún er skemmra á leið komin í dreifbýlinu heldur en í þétt-
býlinu:
Hjónabönd oftir barnafjölda
marriages by_ number of children
Kaupstaðir og kaup-
Barnatala number of children 1910 0 1—3 4—5 6—9 10 o. fl Reykjavík the capilal % 13,8 46,4 20,7 16,0 3,1 tún towns and urban villages % 11.5 43.1 22.5 18.2 4,7 Sveitir rural areas % 10,4 35,9 20,7 24,3 8,7
1950 Alls 100,0 100,0 100,0
o 15,7 12,3 10,2
1—3 61,8 54,5 44,7
4—5 15,0 19,2 22,8
6—9 6,5 11,2 17,3
10 o. fl 1,0 2,8 5,0
Alls 100,0 100,0 100,0
Tölur þær, sem hér hafa verið tilgreindar, eiga við öll hjónabönd, sem tekin
hafa verið til athugunar við hvert manntal, án þess að gerður sé greinarmunur á,
hve gömul þau eru. En í sveitum er tiltölulega meira um gömul hjónabönd heldur
en í vaxandi bæjum, og veldur það hækkun barnatölunnar í heild hjá sveitahjóna-
böndum, en lækkun hjá bæjarhjónaböndum. Ekki er heldur loku fyrir það skotið,
að aldurshlutföll hjónabanda breytist frá einu manntali til annars, og getur það
út af fyrir sig valdið því, að við samanburð á manntölunum komi fram breyting
á skiptingu hjónabanda eftir barnafjölda, án þess að breyting liafi orðið á barna-
fjölda jafngamalla hjónabanda.
í eftirfarandi yfirliti hefur hjónaböndum við hvert manntal verið skipt í 4
aldursflokka og sýnt, hvernig hver aldursflokkur skiptist milli barnfárra og barn-
margra hjónabanda:
Aldur hjónabands duration of marriage
Barnatala 0—9 ór 10—19 ár 20—29 ár 30 ár og þ.y. %
1910 % % %
o . 18,5 6,4 6,8 6,7
1—3 . 62,2 30,3 24,1 16,7
4—5 . 14,9 27,7 23,5 19,5
6 o. a 4,4 35,6 45,6 57,1
Alls 100,0 100,0 100,0 100,0
1930
o . 6,7 7,6 5,8
1—3 . 35,8 28,6 22,9
4—5 . 28,3 23,7 22,6
6 o. a 2,0 29,2 40,1 48,7
Alls 100,0 100,0 100,0 100,0