Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Page 71
Manntalið 1950
69*
um hjónaböndum í heild hefur farið heldur fjölgandi tiltölulega síðan 1910, en þó
ekki stórvægilega og alls ekki frá 1940 til 1950. Barnlaus hjónabönd töldust 10,9%
af öllum hjónaböndum 1910, sem athugun þessi nær til, en var kominn upp í 13,1%
við manntalið 1940 og sama lilutfall varð uppi á teningnum 1950. Það sést líka,
að barnlaus hjónabönd eru tíðari í bæjum heldur en í 6veitum og tíðust í Reykjavík,
10,2% í sveitum 1950 en 15,7% í Reykjavík. En eins og áður er getið er tiltölu-
lega meira um ung hjónabönd í Reykjavík og öðrum vaxandi bæjum heldur en í
sveitum, og hlutfallstala barnlausra hjóna er langhæst meðal yngstu lijónaband-
anna, að minnsta kosti fyrstu 5 árin, svo 6em sjá má í eftirfarandi yfirliti, er sýnir
hlutdeild barnlausra hjónabanda í allri tölu hjónabanda í hverjum
aldursflokki þeirra við þau 4 manntöl, sem liafa komið til greina:
Aldur hjónabauds Barnlaus hjónabönd í % af öllum hjónaböndum childless marriagcs in % of all marriages 1910 1930 1940 1950
duration of marriage % % % %
0— 4 ára 26,8 31,9 35,9 28,8
5-9 „ 10,4 10,6 11,3 10,6
10—14 6,6 7,0 9,5 10,8
15—19 6,4 6,5 8,7 9,6
20—24 „ 6,7 7,4 6,8 8,2
25—29 „ 6,8 7,8 6,2 9,3
30 ára og þar yfir ... 6,7 5,8 5,5 5,8
Hjónabönd alls 10,9 12,7 13,1 13,1
Við manntalið 1950 liafa barnlaus hjónabönd verið tiltölulega fleiri heldur en
við undanfarandi manntöl í öllum aldursflokkum hjónabanda, nema þeim, sem
yngri eru en 10 ára eða stofnuð hafa verið á síðasta áratugnum á undan mann-
talinu (1941—50). Af þeim hjónahöndum hefur verið tiltölulega minna um barn-
laus hjónabönd lieldur en í tilsvarandi aldursflokkum við manntölin á undan.
5. Barnafjöldi eftir starii framfæranda.
Number of children by occupation of the breadivinner.
í töflu XXXII (bls. 174—75) hefur hjónaböndum 1950 verið skipt í
8 flokka eftir starfi framfæranda. Er þar alls staðar miðað við starf manns-
ins, nema í síðasta flokknum, sem tekur til þeirra kvenna, sem tilgreint hafa atvinnu-
störf sem aðalatvinnu. Við skiptinguna hefur verið reynt að ná sem mestu samræmi
við tilsvarandi skiptingu við manntölin á undan. Til bænda eru taldir allir, sem
starfa að landbúnaði, og sjómenn eru taldir allir, sem vinna að sjávarútvegi, nema
útgerðarmenn, sem ekki eru einyrkjar, teljast með vinnuveitendum (6. fl.), og
starfsfólk, sem ekki starfar að fiskveiðum, telst í 5. fl. Smáatvinnurekendur eru
þeir, sem í manntalinu 1950 eru taldir einyrkjar, nema í landbúnaði og sjávar-
útvegi, þar sem þeir eru taldir í 1. eða 2. fl. Sjálfstæðir iðnaðarmenn voru fyrir
1940 taldir með verkamönnum, en smákaupmenn munu hafa verið taldir í 5. eða
6. fl. í 7. fl. eru taldir eftirlauna- eða eignamenn og aðrir þeir, sem ekki vinna að
atvinnustörfum, svo sem námsmenn, styrkþegar o. fl. í liverjum þes6ara flokka
hefur hjónaböndunum verið skipt svipað eins og í töflunum á undan, eftir hjóna-
bandsaldri og giftingaraldri konunnar. Þó hefur giftingaraldurinn ekki verið eins mik-
ið sundurliðaður, og skýrslurnar ná aðeins til landsins í heild, en eru ekki aðgreindar
eftir bæjum og sveitum.
Eftirfarandi yfirlit sýnir meðalbarnafj ölda í hverjum þessara flokka
við manntalið 1950 og enn fremur við þau fyrri manntöl, sem slíkar skýrslur hafa
verið gerðar um, en flokkaskiptingin er cigi að öllu leyti eins, 8vo sem áður segir.