Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Page 72
70*
Manntalið 1950
Meðalbarnafjöldi á hjónaband
average number of children per marriage.
1910 1930 1940 1950
1. Bændur farmcrs 4,51 4,35 4,33 4,03
2. Sjómenn fishermen 3,41 3,20 2,89 2,83
3. Verkamenn labourers (excl. 1—2) | 3,62 3,41 /2,89 2,73
4. Smáatvinnurekcndur workers on own account (excl. 1—2) .... \2,90 2,52
5. Skrifstofumenn og aðrir starfsmenn clerical and other salaried worhers 3,32 2,82 2,45 2,38
6. Vinnuveitendur og forstjórar employers (excl. 1) and managcrs 3,82 3,50 3,02 2,89
7. Eftirlauna- eða eignamenn o. fl. pensionaries, rentiers etc 5,01 4,18 4,07 4,22
8. Giftar konur með cigin atvinnu wivcs with own occupalion ... - - 1,35
Alls 4,06 3,70 3,26 2,96
Meðaltölin fyrir allar stéttir samanlagt við fyrri manntölin eru heldur lægri
en þau, sem tilfærð hafa verið á bls. 62, og stafar það af því, að í þessum skýrslum
eru meðtalin lijónabönd, þar sem giftingaraldur konunnar hefur verið 45 ár eða
hærri, og veldur það auðvitað nokkurri lækkun á meðalbarnafjöldanum.
Ef litið er á 6 fyrstu flokkana — ílokkar 7 og 8 eru ekki vel sambærilegir við
hina —, þá sést, að bændur eru, við öll manntölin, með hæstan meðal-
barnafjölda, vinnuveitendur og forstjórar næstliæstir og starfsmenn lægstir. í
öllum þessum flokkum hefur meðalbarnatalan lækkað við hvert manntal, en lækk-
unin frá manntalinu 1910 til manntalsins 1950 hefur orðið tiltölulega langmest í
lægsta flokknum, en minnst í þeim hæsta, svo að munurinn á barnatölunni í hæsta
og lægsta flokki cr miklu meiri 1950 heldur en 1910.
Þær tölur, sem hér hafa verið tilgreindar, eiga við öll þau hjónabönd, sem
komið liafa til athugunar, hver sem aldur þeirra hefur verið. Mörg þeirra hafa því
verið svo ung, þegar manntal fór fram, að þau hafa verið annað hvort barnlaus
eða aðeins með brot af þeirri barnatölu, er þau eignuðust að lokum. Þessi hjóna-
bönd lækka því meðaltöluna í sínum flokki niður úr því, sem gerist um fulla barna-
tölu þar. Til þess að fá meðaltal fullrar barnatölu, verður því að sleppa öllum
hjónaböndum, sem eru svo uug, að viðbúið er, að barnatala þeirra
eigi eftir að aukast. í töflu XXXIII (bls. 176) eru aðeins tekin hjónabönd,
sem eru 18 ára og eldri, þar sem gera má ráð fyrir, að þau liafi yfirleitt náð fullri
barnatölu. Nær liún yfir allar þær 6tarfsstéttir, sem taldar eru í yfirlitinu hér á
undan, nema síðasta liðinn, þar sem konan hefur eigin atvinnu, sem talin er aðal-
atvinna hennar. Meðalbarnatala þessara 18 ára hjónabanda og eldri
hefur verið svo sem hér segir í hverri starfsstétt við sömu manntöl sem áður:
Hjónabönd 18 ára og eldri
marriages of duralion 18 years and over
1910 1930 1940 1950
1. Bændur 5,60 5,77 5,62 5,14
2. Sjómenn 5,38 5,30 5,14 4,48
3. Verkamcnn 1 14,66 4,18
4. Smáatvinnurekendur ) \4,40 3,60
5. Skrifstofumenn og aðrir starfsmenn .. 5,11 4,80 4,43 3,60
6. Vinnuveitendur og forstjórar 5,58 5,38 4,38 3,72
7. Eftirlauna- og eignamenn o. fl 5,62 4,77 4,83 4,92
Alls 5,75 5,34 5,00 4,35
Barnatalan er hér alls staðar töluvert hærri en í næsta yfirliti á undan, en
hækkunin er mishá, svo að röð flokkanna breytist nokkuð. Þó eru bændur enn