Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Qupperneq 74
72*
Manntalið 1950
meðal eftirlauna- og eiguafólks og annars fólks óstarfandi að atvinnu, en það er
sundurleitur hópur og breytilegur frá einu manntali til annais. Árið 1930 eru þó
barnmörgu hjónaböndin enn algengust í öllum starfsstéttum, en eru þó í sumurn
þeirra komin niður fyrir 40% og meðal starfsfólks jafnvel niður fyrir 35%. Árið
1940 eru barnfáu hjónaböndin (1—3) orðin algengust meðal starfsfólk6 og vinnu-
veitenda og forstjóra, en í öðrum starfsstéttum eru barnmörgu lijónaböndin enn
tiltölulega fleiri. Árið 1950 eru loks barnfáu lijónaböndin orðin algengust í öllum
starfsstéttum, nema bændastétt. Þar eru barnmörgu hjónaböndin enn langalgengust,
39%. Langalgengust eru barnfáu lijónaböndin meðal skrifstofufólks og annars starfs-
fólks, 47%. Barnlausu hjónaböndin í yfirlitinu sýna ekki neina ákveðna hreyfingu,
enda er þar um smáar tölur að ræða.
I. Blindir.
Blind persons.
Síðan 1910 hefur verið spurt við manntölin um tölu blindra hér á landi. Hefur
hún reynzt þessi við manntölin síðan:
1910 ...................... 305 eða 3,6 á þús. íbúa
1920 ...................... 387 „ 4,1 „ „
1930 ...................... 371 „ 3,4 „ „
1940 ...................... 379 „ 3,1 „ „ „
1950 ...................... 344 „ 2.4 „ „
Hvar þessir menn voru á landinu við manntalið 1950 sést í töflu XXXIV
(bls. 177), og er þar einnig gerð nákvæm grein fyrir skiptingu þeirra eftir aldri,
kynferði, hjúskaparstétt og atvinnu.
Blindir menn töldust alls 344 við manntalið 1950 eða 2,4 af þúsundi lands-
manna. Er það nokkru lægri tala heldur en við næsta manntal á uudan, og hlut-
fallslega er hún miklu lægri. Annars hefur blindratalan við undanfarandi mann-
töl verið svipuð síðan 1920, en í samanburði við mannfjölda hefur hún farið sí-
lækkandi.
J. Trúarbrögð.
Religion.
Við manntalið 1950 skiptust menn þannig eftir trúfélögum:
Þjóðkirkjan og lúterskir fríkirkjusöfnuðir Established Church Karlar Konur
and other Lutherans ............................. 70 334 69 943
önnur trúfélög olher religious denominations ...... 619 835
Utan trúfélaga no religious denomination........... 1 296 946
72 249 71 724 143 973 1000,0
Árið 1950 voru 3 lúterskir fríkirkjusöfnuðir á landinu og voru þeir þessir:
Fríkirkjusöfnuður Reykjavíkur................... 7 294 manns
Fríkirkjusöfnuður Hafnarfjarðar ................ 1 269 „
Frjálslyndi söfnuðurinn í Reykjavik............... 1 227 „
Samtaln Af J)ÚB.
140 277 974,3
1 454 10,1
2 242 15,6
Samtals 9 790 manns
Þessir söfnuðir eru hér að framan taldir með Þjóðkirkjunni, þar sem þá greinir
ekkert á við hana í trúarefnum, og eru þeir rétt 7% af mannfjölda þeim, sem hér
er taliun lúterskur.