Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Side 77
Manntalið 1950
75*
Tafla XXXVII (bls. 182—83) sýnir, hvar á landinu erlendu ríkisborgararnir
eiga heima. Eftir þéttbýlisstigi skiptust þeir þannig:
Reykjavík ..................... 900 eða 55,2%
Kaupstaðir ....................... 283 „ 17,3 „
Kauptún .......................... 156 „ 9,6 „
Sveitir .......................... 292 „ 17,9 „
Samtals 1 631 eða 100,0%
Meir en helmingur á heima í Reykjavík. Af erlendu ríkisborgurunum voru
1 157 fæddir erlendis, flestir í landinu, þar sem þeir áttu borgararétt, en 474 eða
tæpl. 30% voru fæddir á íslandi, þar af 335 konur, en ekki nema 139 karlar. Eru
það börn erlendra manna og íslenzkar konur þeirra, er hafa hlotið ríkisfang
manns síns við giftinguna. En með lögum frá 1926 var svo ákveðið, að sá, sem
öðlazt hefur ríkisfang við fæðingu, skuli halda því, þótt hann verði ríkisborgari í
öðru landi, þar til liann flyzt búferlum af landi héðan. Þær íslenzkar konur, sem
öðlazt hafa erlendan ríkisborgararétt vegna giftingar síðan lög þessi gengu í gildi,
hafa því tvöfaldan borgararétt meðan þær eru kyrrar hér á landi, bæði íslenzkan
og borgararétt manns síns. Við manntalið 1950 töldust þannig 106 konur með tvö-
faldan borgararétt, íslenzkan og erlendan.
1 121 eða rúml. 2/3 erlendu ríkisborgaranna voru á vinnualdri (20—64), 476
voru innan tvítugs, en aðeins 34 voru 65 ára eða eldri. 948 voru ógiftir, 604 voru
giftir eða í óvígðri sambúð, en 76 voru áður giftir (ekkjufólk eða skilið).
894 erlendu ríkisborgaranna stunduðu einhverja atvinnu, 287 unnu að heim-
ilisstörfum en 450 voru óstarfandi. Langflestir þeirra, er atvinnu stunda, eða 653,
eru verkafólk, enda falla flestir undir atvinnuvegina þjónustustörf, iðnað og land-
búnað, konur aðallega undir þjónustustörf (einkum vinnukonur).
Nánari upplýsingar um atvinnu, aldur og hjúskaparstétt, svo og fæðingarland
og trúarbrögð erlendra ríkisborgara eru í töflu XXXVIII (bls. 184—85). Þar eru
einnig upplýsingar um innflutningsár flestra þeirra, sem ekki eru fæddir hér á landi,
og aldur þeirra, er þeir fluttust hingað.
Þess skal getið, að manntalið náði ekki til sendisveita erlendra ríkja hér á
landi. Eru því hvorki erlendir sendisveitarmenn né fjölskyldur þeirra taldar hér.
Erlent starfslið Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli og venzlalið þess er
ekki heldur meðtalið. Að vísu var það skráð við manntalið, en þar sem það er talið
búsett erlendis, er því sleppt í öllum manntalstöflunum, nema töflu XLII, sbr.
kafla M um menn búsetta erlendis síðast í þessum inngangi.
L. Fjarverandi fólk
Persons temporarily absent from their homes.
Við manntalið 1950 töldust 12 059 manns, eða 8,4% af landsbúum, fjarver-
andi frá heimili sínu á manntalsdaginn. Eru það tiltölulega heldur fleiri en við
næsta manntal á undan, er tilsvarandi hlutfall var 6%%. Miklu fleiri karlar voru
fjarverandi heldur en konur. Af hverju hundraði fjarverandi fólks voru 60 karlar en
40 konur. Eftir heimilisfangi sínu skiptist fjarverandi fólk þannig:
Reykjavík ..................... 3 138 eða 5,6% af íbúatölu
Kaupstaðir ....................... 2 426 „ 7,6 „ „ „
Kauptúu ........................ 1 295 „ 7,9 „ „ „
Sveitir .......................... 5 200 „ 13,3 „ „ „
Samtals 12 059 eða 8,4% af íbúatölu