Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Side 78
76*
Manntalið 1950
Þetta sýnir, að tiltölulega er miklu meira um fjarvistir frá lieimili í sveit-
uiium heldur en í bæjunum. Tafla XXXIX (bls. 186—87) sýnir, bvernig fjarvist-
irnar skiptast á einstaka kaupstaði og sýslur og enn fremur, hvar fólkið var niður
komið, en það var
í Reykjavík 3 195 ótilgreint innanlands .. 785
„ kaupstöðum 1 726 í útlöndum 1 340
„ kauptúnum „ sveitum 943 4 070 Samtals 12 059
11% af þessu fólki befur verið utanlands, en 6%% eru með óupplýstan veru-
stað innanlands. Mun það aðallega vera menn á fiski- og flutningaskipum á sjó
úti, enda mest allt karlmenn. Það eru því ekki nema tæpl. 2/3 af þeim fjarverandi,
er lenda sem staddir í bæjum og sveitum. í Reykjavík er nokkru fleira fólk statt
heldur en fjarverandi, en í öðrum bæjum og sveitum er miklu minna um statt
fólk heldur en fjarverandi.
Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve langt í burtu frá heimili sínu fjarverandi
fólk liefur verið:
í sama hreppi eða kaupstað....................... 2 235 eða 18,5%
í sðmu sýslu1) .................................. 2 645 „ 21,9 „
í nágrannasýslu1)................................ 1 523 „ 12,7 „
í fjarlægari hcruðum ............................ 4 220 „ 35,0 „
Ótilgreint innanlands ........................ 96 „ 0,8 „
í útlöndum.................................... 1 340 „ 11,1 „
Samtals 12 059 eða 100,0%
Þetta sýnir, að meir en belmingurinn (53%) af fjarverandi fólki var ekki
lengra í burt en í nágraunasýslu og 40% jafnvel í sömu sýslu. Af þeim, sem dvelja
erlendis, er næstum helmingur á Norðurlöndum.
Leitazt var við að finna orsakir til fjarveru fólks frá heimili sínu og varð
niðurstaðan af því svo sem liér segir:
Beiuur tölur Hlutfallstölur
Karlar Konur Samtals Karlar Konur Samtals
Ferðalðg................. 1 852 1 627 3 479 25,7 33,5 28,9
Veikindi.............. 433 579 1 012 6,0 11,9 8,4
Nám ..................... 1 656 1 265 2 921 23,0 26,1 24,2
Atvinna ................. 2 554 706 3 260 35,5 14,5 27,0
Annað eða ótilgreint .. 706 681 1 387 9,8 14,0 11,5
Samtals 7 201 4 858 12 059 100,0 100,0 100,0
Atvinna, nám og veikindi eru talin orsök um 60% fjarvistanna, 64,5% meðal
karla, en 52,5% meðal kvenna. Atvinna er langalgengasta fjarveruorsök karla, um
35,5%, en aðeins um 14,5% meðal kvenna. (1 730 karlar eða rúmlega 2/3 allra
karla, sem eru fjarverandi vegna atvinnu, eru sjómenn (fiskimenn eða farmenn)).
Hins vegar eru veikindi tiltölulega miklu tíðari fjarveruorsök meðal kvenna beldur
en karla (12% á móts við 6%). Rúml. 2 900 manns, eða nærri x/4 alls fjarverandi
fólks, eru taldir fjarverandi vegna náms, þar af 1 335 vegna háskólanáms eða
annars sérfræðináms, 1 093 vegna miðskólanáms (mennta-, gagnfræða- og unglinga-
náms), en 493 vegna barnaskólanáms. 29% af fjarvistunum hafa fallið undir liðinn
ferðalög. Segir hann ekki mikið um orsök fjarverunnar, en bendir þó helzt til, að
hún sé skammvinn.
1) Kaupbtaðirnir reiknaðir með þeim sýblum, bcm liggja að þeim.