Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1958, Page 79
Manntalið 1950
77*
í töflum XL og XLI (bls. 188—89) eru ýmsar nánari upplýsingar um fjarver-
andi fólk, þar á meðal um aldur og hjúskaparstétt í sambandi við orsök fjarverunnar.
M. Menn búsettir erlendis, staddir á íslandi 1. des. 1950.
Persons residing abroad, temporarily present in Iceland on Dec. 1 1950.
Menn búsettir erlendis en staddir á íslandi eru ekki meðtaldir í töflum mann-
talsins, þeim, er fjallað hefur verið um til þessa, þar sem slíkum einstaklingum
var sleppt við aðalúrvinnslu manntalsins. En gerð hefur verið sérstök
tafla um þessa menn (tafla XLII á bls. 190—91), því að þeir voru skráðir við mann-
talið á sama hátt og aðrir. Menn í erlendum skipum, sem stödd voru í höfnum
landsins á manntalsdegi, voru hins vegar ekki skráðir, og sama máli gegnir um
erlenda sendiherra og útsenda sendisveitarstarfsmenn ásamt fjölskyldum þeirra.
Það fólk kemur því hvergi fram í manntalinu, livorki meðal heimihsfastra né
staddra. Hins vegar eru íslenzkir starfsmenn íslenzkra sendisveita erlendis ásamt
fjölskyldum þeirra taldir eins og þeir vœru hér heimihsfastir og heimili þeirra talið
Reykjavík.
Yið manntalið 1950 töldust staddir hér samkvæmt framansögðu
924 menn, sem búsettir voru erlendis. Við næsta manntal á undan, 1940,
voru hér aðeins staddir frá útlöndum 158 manns, enda náði manntalið að sjálf-
sögðu ekki til hernámsliðs Breta, sem hér var þá statt. Við manntalið 1930 töldust
187 manns staddir frá útlöndum og 188 við manntalið 1920. Hin mikla hækkun
1950 stafar eingöngu frá erlendu starfsfólki og verkafólki á Keflavíkurflugvelli
ásamt fjölskyldum þeirra. 737 manns, eða um 4/s af öllum stöddum frá útlöndum,
áttu þannig heimili í Bandaríkjunum, en aðeins 187 í öðrum löndum, þar af 50
í Þýzkalandi, 45 í Danmörku, 22 í Noregi, 20 í Svíþjóð, 20 í Bretlandi og 30 í öðr-
um löndum.
í töflu XLII (bls. 190—91) er sýnd skipting þessa fólks eftir dvalarstað hér
á landi, svo og eftir kyni, aldri, lijúskaparstétt og atvinnu. Flestalhr Bandaríkja-
mennirnir eru á Keflavíkurflugvelh, en annarra þjóða menn flestir í Reykjavík.
Rúmlega þriðjungur þessa fólks er konur, alls 331, en 168, eða 18%, eru fæddir
á íslandi. Eru það bæði börn og íslenzkar konur, er öll fylgja búsetu heimilisföður.
Um 2/3 af þessu fólki er atvinnustarfsfólk, en þriðjungurinn, sem eftir er, eru
konur og börn og annað óstarfandi fólk.