Bændablaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 1
18. tölublað 2015 ▯ Fimmtudagur 24. september ▯ Blað nr. 451 ▯ 21. árg. ▯ Upplag 32.000 Megn óánægja meðal bænda með samning stjórnvalda um niðurfellingu tolla af landbúnaðarvörum við ESB: Reiðarslag og nær öruggt talið að margir þurfi að bregða búi − nýr samningur veitir líka tollfrelsi á viðskiptum með lifandi apa, asna og sjávarspendýr sem og á frosnu hvalkjöti og selkjöti „Hugmyndin um aukna niður- fellingu á tollum af innfluttu kjúklingakjöti er hreint reiðarslag fyrir framleiðendur kjúklinga- kjöts á Íslandi,“ segir Jón Magnús Jónsson, alifuglabóndi að Reykjum og varaformaður Félags kjúklingabænda. „Tollar á magn umfram þessi þúsund tonn er föst krónutala og ég hef ekki heyrt neitt um að hún eigi að breytast umfram það sem hún er í dag. Gangi þetta eftir er ég hræddur um að framleiðendur verði alvarlega að hugsa sinn gang og jafnvel pakka saman og hætta starfsemi,“ segir Jón. Samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins um tollaniður- fellingar á landbúnaðarvörum kom íslenskum bændum og flestum öðrum mjög á óvart. Á sama tíma hafa forsvarsmenn innflutnings- verslunarinnar fagnað tíðindunum, en fjölmargt í þessum samningum vekur samt furðu. Alvarleg tíðindi „Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir þær greinar og ég tel að stjórnvöld hafi vanrækt að meta áhrif samningsins til fulls. Sama gildir að mörgu leyti um nautakjötsframleiðsluna. Ég taldi að það væri vilji stjórnvalda að efla þá grein en ekki flytja hana að enn stærri hluta til útlanda,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ. Hann vekur athygli á því að stjórn- völd tilkynni um nýjan samning um tollamál sem stóð til að ræða um í viðræðum um nýja búvörusamninga. Hljóta að vera með áætlun „Svínabændur geta í raun gert lítið til að bæta sinn hag án aðstoð- ar ríkisvaldsins verði tillagan um aukinn innflutning á svínakjöti samþykkt. Ég tel því víst að þau hafi hugsað málið til enda og séu með einhvers konar áætlun í huga, eða ég vona það að minnsta kosti,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands. Tollfrjáls viðskipti með hvalkjöt, selkjöt, apa og asna Þegar litið ef yfir listann yfir afnám tolla á einstökum flokk- um kemur margt undarlegt í ljós. Ríki Evrópusambandsins hafa á liðnum árum gagnrýnt Íslendinga harðlega fyrir hvalveiðar og einnig selveiðar. Þrátt fyrir það er að finna í samningnum að tollfrelsi verð- ur á frosnu og söltuðu hvalkjöti og öðrum frosnum hvalaafurðum. Einnig á frosnu selkjöti, sæljónakjöti og rostungakjöti. Þá verða viðskipti með lifandi sæljón, rostunga og apa tollfrjáls. Sem og viðskipti með asna sem mikil þörf virðist vera talin á í samningnum. /HKr. /smh /VH − Sjá einnig bls. 4 og 8 22–23 Þurfum að fara í öflugt kynningarátak Smalamennska og réttir standa nú sem hæst, en þessi mynd var tekin í Skaftárrétt á dögunum. Hér eru Þóranna Harðardóttir og Eyþór Valdimarsson, bændur í Ásgarði við Kirkjubæjarklaustur, og sonurinn, Hörður Eyþórsson. Þau voru hæstánægð með vænleika lambanna sem nú komu af fjalli. Mynd / Hjörtur Leonard Jónsson. Eina sérverslunin í heiminum með afurðir af forystufé 26–27 28–29 Sveitastelpa frá Gunnbjarnarholti lærir flutningafræði í Ástralíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.