Bændablaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015
Supply Chain Management.
Þetta er fjögurra ára BA-nám, þar
sem ég klára fyrstu 2 árin og vinn svo
í flutningum eða einhverju tengdu
náminu í eitt ár og kem svo aftur í
skólann og klára síðasta árið. Þar er
okkar kenndur grunnur í viðskipta-
fræði fyrsta árið, með stærðfræði,
bókhaldi, markaðsfræði, hagfræði,
lögfræði í þessum almennu tímum,
en á öðru ári förum við að sér-
hæfa okkur meira. Þar lærum við
birgðastjórnun, innkaup, þjónustu-
flutninga, birgðastjórnunargreiningu
og lærum hvaða tækni er í boði fyrir
allt þetta. Það er mikið af hugtök-
um og mun meiri hugsun á bak
við þetta allt en maður heldur. Þeir
kenna okkur og reyna að undirbúa
okkur undir alvöruna með krefjandi
verkefnum, oft í hópum og byggt á
raunverulegum vandamálum.
Verkefnin eru mjög oft þannig
að maður velur fyrirtæki sjálfur
og greinir vandamálin og reynir að
koma með hentugar lausnir í þeim
hlutum sem við erum að læra.
Eitt skiptið áttu allir í bekkn-
um að koma með dæmi um skort
á einhverju og það fyrsta sem mér
datt í hug var smjörskorturinn á
Íslandi fyrir ein jólin. Kennarinn
var í svo miklu sjokki yfir þessu að
öll kennslustundin fór í að tala um
mjólkurframleiðslu á Íslandi.“
Vildi tengja námið þekkingunni
úr sveitinni
„Þar sem ég var með mikla bak-
grunnsþekkingu úr sveitinni og
hef ekki unnið við margt annað
en sveitastörf, vildi ég blanda því
við mína vinnureynslu. Skólinn er
hins vegar í miðborg Melbourne
sem er lítið tengd sveitinni. Þegar
ég ákvað að taka vinnuárið með í
gráðuna mína fór ég og talaði við
kennarann sem sá um þetta. Ég sagði
honum að ég vildi vinna við flutn-
ing á nautgripum, því ég hafði jú
séð ótölulegan fjölda risatrukka sem
voru endalaust að flytja nautgripi. Ég
vildi læra hvernig það væri að vinna
með trukka sérstaklega í Ástralíu,
landi sem stólar á góða trukkaflutn-
inga vegna stærðar.“
Eitthvað sem enginn
hafði áður gert
„Kennarinn vildi hjálpa mér en gerði
mér grein fyrir því að svona vinnu-
reynslu hefði enginn annar farið í og
spurði hvort ég væri viss um þetta.
Hvort ég vildi ekki sækja um vinnu
hjá þessum venjulegu stóru „fínu“
fyrirtækjum í Melbourne, eins og
General Motors, Nissan, Mercedes
Benz, L'oreal og þess háttar. Ég sagð-
ist myndi skoða þetta en innst inni
vildi ég blanda sveitareynslunni inn
í námið, því það er ekkert grín að
flytjast úr sveit í stórborg eins og
Melbourne. Ég þurfti því oft að fara í
helgarferðir í gömlu sveitina mína til
að ná hreinlega að draga andann, og
hafa ekki endalaust af fólki, háhýsum
og bílum í kringum mig. Svo var ég
svo heppin að kynnast frábæru fólki
frá Íslandi í Melbourne sem hafði
sambönd í því sem mig langaði að
gera. Það kom mér í samband við
mann sem hjálpaði mér svo að finna
vinnuna sem ég endaði í.“
Hóf störf hjá trukkafyrirtæki sem
flytur búfé
„Ég byrjaði hjá Martins Stock
Haulage núna í janúar en það er
trukkafyrirtæki sem flytur nautgripi
og kindur, og hefur það verið þvílík
reynsla.
Við erum með 3 skrifstofur, aðal-
skrifstofan er í Scone, NSW, önnur
í Dubbo, NSW og svo þessi sem ég
er á í Oakey, QLD. Frá okkar skrif-
stofu erum við með í kringum 42–45
trukka sem flytja nautgripi, en hin
útibúin flytja líka kindur.“
Flytjum þúsund nautgripi á dag
„Í Queensland er ekki eins stór
markaður og í New South Wales
með kindur, allavega ekki á okkar
svæði, svo öll okkar vinna er í kring-
um nautgripi. Við erum að flytja þús-
undir daglega. Við erum aðallega
að flytja nautgripi af „stöðvum“ í
„feedlot“ og svo þaðan í sláturhús
eða af mörkuðum og þaðan annað-
hvort á stöðvar, feedlot eða sláturhús.
Hér er endalaus fjöldi af naut-
gripamörkuðum þar sem viðskipti
með nautgripi fara fram oft á dag.
Við erum með 4 menn í fullu
starfi bara í Queensland sem fara á
nautgripasölur og tala við viðskipta-
vinina og skipuleggja trukka eftir því
hvað þeir kaupa mikið á hverjum
markaði. Á stærstu mörkuðunum
fara í gegn í kringum 7.000 til 8.000
gripir í hverri einustu viku nánast allt
árið um kring. Stundum getur það þó
verið aðeins minna og fer það eftir
veðri, þurrkum og þess háttar.“
Mest flutt á B-Double trukkum
„Stærðirnar hérna á öllu eru svaka-
legar. Við erum að flytja yfir 300
gripi daglega fyrir suma í sláturhús.
Flestir trukkarnir eru svokallað-
ir B-Double en það er algengasta
trukkasamsetningin í Ástralíu fyrir
lengri flutninga. Aftan í hvern trukk
er hengdur 20 feta vagn að framan
og 40 feta vagn að aftan. Slík æki eru
leyfð á langflestum vegum. Þegar
bílarnir eru ekki að fara í borgir
eða á staði með stærðartakmörkum,
sem sagt lengra vestur eða norður
þaðan sem við erum, þá eru þeir
oft B-Triple. Sú samsetning er 20
feta vagn, 20 eða 30 feta vagn og
aftast 40 feta vagn. Þegar þeir fara
svo enn lengra vestur verða þeir oft
„roadtrain“ en þá eru þeir með tvo til
þrjá 40 feta vagna og þegar þeir eru
fullhlaðnir eru þeir oft að brenna 1
lítra af dísilolíu á hverja 850 metra.
Ég hef verið heppin með vinnuna
mína, að því leyti að mér hefur verið
sýnt allt, eða svo marga hluti af fyr-
irtækinu. Ég byrjaði þar sem flutn-
ingarnir eru skipulagðir og flutti mig
svo í bókhaldið, þar sem ég aðstoðaði
við reikninga, sá um alla pappírs-
vinnuna frá bílstjórunum og fleira.
Nú er ég komin aftur í skipulagn-
inguna. Þótt ég geti ekki enn gert
það sjálf, fylgist ég með og læri á
alla staðina.
Þetta er allt gert upp úr einni
bók deginum áður en verkefnin
eru bókuð. Þar eru verkefnin skráð
niður og tekið fram hversu marga
trukka þarf. Svo eru ferðir trukkanna
skipulagðar eftir því hvar þeir voru
deginum áður og hvernig planið
þeirra er.
Okkar stærstu dagar eru sunnu-
dagar og sumir bílstjórar fara ekki
heim í mánuð en það er yfirleitt
þeirra val. Oftast er þó miðað við
frí aðra hverja helgi. Takmarkið er
auðvitað að láta þá keyra sem minnst
tóma og passa upp á að þeir fari ekki
yfir hvíldartímana sína í akstri. Þeir
eru oft að fara svakalegar vegalengd-
ir. Sumir gripir eru því að ferðast í
flutningabíl í kringum 2.000 kíló-
metra, bara til að fara í sláturhús.
Um daginn fór einn bílstjóri 4.000
kílómetra með naut en slíkt gerist
víst einu sinni á ári.
Við flytjum ekki gripi sem fara
í útflutning. Það þarf alls konar
leyfi, eins og fyrir gripi til Evrópu,
Rússlands eða Sádí-Arabíu. Þeir fara
þó yfirleitt í sláturhúsið fyrst og kjöt-
ið er svo selt í útflutningi.
Við erum með verkstæði þar sem
eru 14 bifvélavirkjar og suðumenn
eru í fullri vinnu, bara við að skoða
trukkana og vagnana og laga það sem
þarf. Hver trukkur er skoðaður að
meðaltali einu sinni í mánuði en það
fer eftir aldri, það er alltaf verið að
endurnýja og fá nýja inn.“
Allt landsbyggðarfólkið í
kúrekastígvélum, gallabuxum og
með kúrekahatt
Til að fylla inn í helgarnar er mikið
um rodeo og þess háttar, og hér eru
allir bændur og fólk „úti á landi“ í
kúrekastígvélum, gallabuxum, skyrt-
um og með kúrekahatt. Margir af
okkar bílstjórum eru til dæmis með
gömul meiðsli eftir að hafa dottið af
nautum þegar þeir kepptu í rodeo og
hér hlusta nánast allir á kántrítónlist.
Þetta er stundum bara alveg eins
og maður hefur séð í bíómyndum.
Svona er lífið allavega hérna núna.
Þetta ár hefur mikið farið í að elta
uppi rodeo, útihátíðir og kántrítón-
leikahátíðir.
Ég hef ekki enn ákveðið hvað ég
stefni á eftir að ég útskrifast, ætla að
láta það ráðast. Það væri gaman að fá
meiri reynslu og kunnáttu í þessu, en
Ástralía er mjög langt í burtu. Ég sé
því bara til hvort ég færi mig kannski
aðeins nær þegar ég hef fengið meiri
reynslu,“ segir þessi eldhressa, unga
sunnlenska kona. /HKr.
Auður Olga Arnarsdóttir, önnur frá hægri, með samnemendum sínum í RMIT-háskólanum í Melbourne í Ástralíu
og uppáhalds kennaranum.
Frá sveitabænum þar sem Auður starfaði í hartnær eitt og hálft ár, en þar
voru mest um 900 mjólkurkýr.
Auður og „gamli maðurinn í sveitinni“, Kerry.
Skítugur dagur.
Litlu krakkarnir í sveitinni, Mia, Jack og Taylor, að aðstoða Auði við fóðurgjöf.