Bændablaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015 Myndbönd frá Landsmóti hesta- manna 2014 eru nú aðgengi- leg áskrifendum WorldFengs. Samstarfssamningur milli tölvu- deildar Bændasamtaka Íslands og Landsmóts ehf. var undirritaður á dögunum. Samningurinn felur í sér að WorldFengur tekur að sér að varðveita og vinna myndbönd frá Landsmótum hestamanna og gera aðgengileg á Worldfeng. Nú geta áskrifendur uppruna- ættbókarinnar WorldFeng skoð- að myndbönd af hrossum frá Landsmóti hestamanna 2014 með því að kaupa sérstakan aukaaðgang. Með tíð og tíma munu þau mynd- bönd sem eru í eigu Landsmóts ehf. og Landssambands hestamannafé- laga fara inn á gagnagrunninn. Mun það veita hestamönnum og áhuga- mönnum um ræktun á íslenska hestinum skýrari upplýsingar um sögu og þróun íslenskrar hrossa- ræktar. Þeir Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH, og Jón Baldur Lorange , ve rke fnas t jó r i WorldFengs, undirrituðu samstarfs- samning vegna verkefnisins þann 17. september síðastliðinn. Mestur kostnaður felst í að vinna efnið inn á vefinn en tekjur af áskriftargjöld- um verða notaðar til að greiða þann kostnað. Notendur munu sækja um áskrift af efninu og munu tekjur skiptast á milli Landsmóts og WorldFengs í ákveðnum hlutföllum sem samningsaðilar hafa komið sér saman um. Fagmennska, tækni og metnaður „Við sem störfum innan hesta- mennskunnar höfum meðal annars þær skyldur að varðveita allt það efni sem verður til og gefur mynd af þróun hestamennskunnar í víðu samhengi. Allt það myndefni sem orðið hefur til á Landsmótum er dýr- mætur hluti sögunnar og gefur mynd af ræktunargripum og gæðingum og þróun þeirra. Það var orðið ljóst að útgáfa CD mynddiska heyrir sögunni til og því fórum við hjá LH að skoða hvaða möguleikar væru í stöðunni þannig að efnið nýttist greininni, yrði varðveitt og skapaði tekjur,“ segir Lárus Ástmar. „Ýmislegt var skoðað en fljót- lega fóru spjótin að beinast að þeim gagnagrunni sem er okkur hesta- mönnum svo mikilvægur og í raun mjög merkilegur í stóru samhengi sem er WorldFengur. Þar er til stað- ar fagmennska, tækni og metnaður sem hentaði okkar markmiði vel. Fljótlega náðust samningar milli aðila. Ég er sannfærður um að þessi samningur á eftir að nýtast okkur hestamönnum faglega vel, tryggja varðveislu efnis hjá fagfólki á öruggum stað og skapa WorldFeng og Landsmóti tekjur.“ Óumdeildur ávinningur Markmið WorldFengs er að gagna- grunnurinn innihaldi upplýsingar, á hvaða formi sem tiltæk eru hverju sinni, til að tryggja ræktunarmark- mið, hreinræktun íslenska hestsins og aðrar þær ættbókarupplýsingar sem tryggja stöðu WorldFengs sem upp- runaættbókar íslenska hestsins, sam- kvæmt Jóni Baldri. Þannig varðveitir WorldFengur gögn um stofnskrán- ingu hrossa, ætt, auðkenni, eigendur, ræktendur, upprunastað, afkvæmi, kynbótadóma, kynbótamat, erfða- mörk (DNA) til ætternissönnunar, flutningssögu milli landa og fleira. „Það eru mörg ár síðan farið var að vista myndir af hrossum og nú er stórt skref stigið með því að geyma myndbönd af hrossum frá Landsmótum hestamanna. Það er reyndar um áratugur síðan ég nefndi þetta við fyrirtækið sem þá sá um upptölur frá Landsmótum en það skilað ekki árangri þá. Við byrjum sem sagt á myndböndum frá Landsmótinu 2014 og er þegar búið að vinna á þriðja hundrað myndbönd. Í samningi okkar við Landsmót ehf. þá er markmiðið að vinna einnig myndbönd frá Landsmótunum áranna 2011 og 2012. Nokkur vinna er við að klippa hvert myndband, þar sem hvert hross fær sitt myndband frá viðkomandi Landsmóti skráð í upprunaættbókina. Þar verð- ur það varðveitt um ókomna tíð og aðgengilegt fyrir áskrifendur WorldFengs sem keypt hafa LM myndbönd viðbótina. Vinna við klippingu felst jafnframt í því að laga hljóð og vinna myndbönd af mismunandi upplausn og gæðum, og svo þarf að sjálfsögðu að skrá hvert myndband í gagnagrunn WorldFengs, og vista á öflugum miðlara,“ segir Jón Baldur. Aðspurður um hvort ætlunin væri að bæta við fleiri Landsmótum en þeim sem þegar hafa verið nefnd, segir Jón Baldur að það hljóti að taka mið af viðtökum sem og möguleikum samningsað- ila að nálgast myndbönd frá eldri Landsmótum. „Ávinningurinn fyrir íslenska hrossarækt og unnendur íslenska hestsins væri aftur á móti óumdeildur ef myndefni frá eldri Landsmótum yrði hluti af uppruna- ættbókinni í framtíðinni.“ HROSS&HESTAMENNSKA Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrun.hulda.palsdottir@gmail.com Varðveisla myndefnis frá Landsmótum tryggð Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra, Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH og formaður Landsmóts ehf., ásamt Jóni Baldri Lorange, verkefnisstjóra WorldFeng, á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Danmörku í sumar þegar ráðherra opnaði formlega LM myndbönd í WF. Bækur Byggðasöfn á Íslandi: Uppruni, saga og þróun Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands sendi nýlega frá sér bók þar sem fjallað er um uppruna og sögu fjórtán byggðasafna í landinu. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands, sem er ritstjóri bókarinnar, segir að í henni sé að finna fjórtán ritgerðir um jafnmörg byggðasöfn á landinu ásamt inngangi. „Í innganginum fjalla ég um sögu byggðasafnanna á landinu, mótunar- ár þeirra, hvatann fyrir stofnun þeirra og hverjir lögðu þar hönd á plóg. Í ritgerðunum er svo fjallað um það hvernig starf safnanna hefur mótast og þróast á hverjum stað fyrir sig.“ Búnaðarsamtökin dyggir stuðningsaðilar Elsta safnið sem fjallað er um í bókinni er byggðasafnið á Ísafirði sem er stofnað 1941. Sigurjón segir að í flestum til- fellum sé töluverður aðdrag- andi að stofnun byggðasafna en að þau eigi mörg það sam- eiginlegt að Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands, kom þar að málum. „Ragnar var á sínum tíma ráð- inn af Búnaðarsamtökunum til að sinna málefnum byggðasafn- anna og kom við sögu við stofnun fjölmargra þeirra. Þegar saga byggðasafnanna er skoðuð kemur greinilega í ljós að Búnaðarsamtökin voru dyggir stuðningsaðilar þess að byggðasöfnunum var komið á fót. Þau samþykktu ályktanir þess efnis að hið opinbera ætti að hvetja til stofnunar byggðasafna og leggja til fjármagn svo að slíkt væri mögulegt. Ungmennafélögin í landinu voru einnig hvetjandi þáttur í stofnun margra þeirra en að mínu mati voru Búnaðarsamtökin afgerandi hvað það varðar.“ Sigurjón segir að byggðasöfnin byggi oft mikið á söfnum áhuga- samra einstaklinga sem hafi viðað að sér alls kyns munum og flytja þá síðan á sameiginlegt byggðasafn. „Í raun eru byggðasöfn samsett að munum sem þúsundir einstaklinga um allt land hafa fært þeim að gjöf.“ Fyrsta bók af tveimur Höfundar ritgerðanna í bókinni eru blanda af safnafólki, safnstjórum og fyrrverandi nemendum í safnafræði og sérfræðingum í safnafræðum. Að sögn Sigurjóns eru byggðasöfn á landinu milli 30 og 40 og söfnin sem fjallað er um í þessari séu þau rótgrónustu. „Hugmyndin er að gefa út aðra svipaða bók á næstu árum þar sem fjallað verður um fleiri byggðasöfn og að lokum öll í landinu. Það vantar til dæmis tilfinnanlega umfjöllun um byggðasöfn á Austfjörðum í bókina, Minjasafnið á Akureyri, Stykkishólmi og Pakkhúsið á Ólafsfirði svo dæmi séu tekin.“ Aðspurður segir Sigurjón að skilgreiningin á byggðasafni sé stofnun sem sinnir söfnum og varðveislu muna og menningararfs í nærsamfélaginu og heimahéraði. /VH Sigurjón Baldur Hafsteinsson. Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Frystikistur á tilboðsverði 20% afsláttur Tilboð gildir meðan birgðir endast. FR205 190L B74xD70xH95 1 karfa, læsing á loki hjól undir kistu FR305 278L B98xD70xH95 2 körfur, læsing á loki hjól undir kistu FR405 385L B128xD70xH95 2 körfur, læsing á loki hjól undir kistu FR505 463L B150xD70xH95 3 körfur, læsing á loki hjól undir kistu FR605 567L B180xD70xH95 3 körfur, læsing á loki hjól undir kistu Verð áður kr. 94.359 Verð nú kr. 75.488 m. vsk. Verð áður kr. 108.534 Verð nú kr. 86.827 m. vsk. Verð áður kr. 117.173 Verð nú kr. 93.738 m. vsk. Verð áður kr. 131.820 Verð nú kr. 105.456 m. vsk. Verð áður kr. 161.518 Verð nú kr. 129.214 m. vsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.