Bændablaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015 Eyjafjörður og S-Þingeyjarsýsla: Bróðurpartur af kornuppskeru sumarsins er ónýtur − tjón hleypur á tugum milljóna króna, segir Guðmundur H. Gunnarsson hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar Fagráð í nautgriparækt hefur ákveðið að frá og með 1. október nk. verður takmörkunum á dreifingu sæðis úr Bamba 08049 og Flekki 08029 aflétt og þeir til frjálsra afnota svo lengi sem sæði úr þeim er til. Hugsunin með þessari stýringu var að kalla eftir skipulegu vali bænda á kúm sem haldið væri undir þessi naut og tóm gæfist til þess óháð burðartíma. Það er ljóst að það hefur tekist og notkun, sérstaklega Bamba, hefur dreifst á lengri tíma og val hans á kýr orðið markvissari og betri en ella. Auk þessa hefur stýringin tvímælalaust orðið til þess að allir hafa haft tryggan aðgang að sæði úr þessum nautum sem annars hefði reynst örðugra að tryggja. Fagráð í nautgriparækt vill þakka kúabænd- um og frjótæknum samstarfið við þessa stýringu og þann skilning sem þessi ákvörðun hefur mætt. Bróðurpartur af allri korn- uppskeru í Eyjafirði og Suður- Þingeyjarsýslu fór forgörðum á einni frostnótt í lok ágúst. Um er að ræða gríðarlegt tjón fyrir bændur og hleypur það á tugum milljóna króna. Guðmundur H. Gunnarsson, s t a r f s m a ð - ur Búnaðar- s a m b a n d s Eyjafjarðar og ráðgjafi í jarð- rækt hjá RML, segir að aðfara- nótt 30. ágúst s í ð a s t l i ð i n n hafi svellköld frostnótt lagt stóran hluta af korni á ökrum bæði í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu að velli. Frost mældist þessa nótt -3,9 gráður á Möðruvöllum í Hörgárdal og á annarri veðurathugunarstöð í Eyjafirði, Torfum í Eyjafjarðarsveit, mældist það -4,5 gráður. Frost var í allmarga klukkutíma, frá því fyrir miðnætti og allt fram til morguns. Seinna sáð en í meðalári Guðmundur segir að vorið hafi verið bændum erfitt, kalt var í veðri og snjókoma í lok apríl bleytti akra sem þá voru að verða tilbúnir til jarð- vinnslu. Það varð til þess að sáning fór víðast hvar ekki fram fyrr en um eða upp úr miðjum maí, en á síðustu árum hefur oft verið hægt að byrja að sá korni hér norðan heiða seinni partinn í apríl. „Þetta var um hálfum mánuði og allt upp í þremur vikum seinna en vant er. Við tók svo óvenju kalt sumar, júní og júlí voru sérlega kald- ir og seinkaði það verulega skriði kornsins þótt akrarnir litu að öðru leyti vel út þrátt fyrir kalt vor og sumar, því víðast hvar var vandað til verka en margir kornbændur á svæð- inu sóttu námskeið í kornrækt síð- astliðinn vetur,“ segir Guðmundur. Meðalhiti í Eyjafirði var tölu- vert undir meðallagi þessa sumar- mánuði, í júní og júlí. Sem dæmi má nefna að meðalhiti var 8,4 gráður á Möðruvöllum í Hörgárdal í júlí og 8,7 gráður á Torfum í Eyjafjarðarsveit. „Það er nálægt því að vera um 2–3 gráðum undir meðaltali síðustu ára og hafði vissulega áhrif á þroska kornsins, sem varð hægari fyrir vikið,“ segir hann. Kornið var því víða skammt á veg komið í þroska þegar frostnóttin umrædda helltist yfir í lok ágúst. Gremjulegt því útlit var fyrir þokkalega uppskeru „Upp úr miðjum ágúst fór veðrið að skána verulega norðan heiða og útlitið var alls ekki slæmt. Margir akranna voru fallegir þrátt fyrir kalt sumar og uppskera hefði orðið þokkaleg því haustið hefur verið ágætt, fínasta veður í september. Vöxturinn hefði því tekið vel við sér og uppskera held ég að hefði síst orðið mikið minni nú í ár en var í fyrra,“ segir Guðmundur. Hann telur að þar sem seint var sáð og kalt var fyrri hluta sumars hafi kornið ekki staðið af sér áfallið í kjölfar frostnæturinnar. Korn þoli að jafnaði eina og eina frostnótt, en þá þurfi vöxtur að vera lengra kominn en raunin var. „Kornið þolir ekki frostið þegar það er þetta skammt á veg komið í þroska. Það fór því sem fór og er verulega gremjulegt. Eftir sitja bænd- ur með sárt ennið og gríðarlegt tjón,“ segir Guðmundur. Meðaluppskera í fyrra um 4–5 tonn á ha Í fyrrasumar var korn ræktað á um 460 ha lands í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu en Guðmundur telur að heldur minna land hafi verið nýtt undir kornrækt nú á liðnu sumri vegna þess hve seint voraði. Uppskera í fyrra var að meðaltali um 4–5 tonn á ha. Um 40 krónur fengust fyrir kílóið í fyrrahaust. „Jarðabótaúttekt fer fram þessa dagana, því verki er ekki lokið, en það er alveg ljóst að um heil- mikið tjón er að ræða, það nemur einhverjum tugum milljóna,“ segir Guðmundur. Einnig má geta þess að nokkr- ir akrar á svæðinu skemmdust af völdum sveppasmits sem upp kom á ökrunum. Slíkt smit nær meiri útbreiðslu á köldu og blautu sumri. /MÞÞ Takmörkunum aflétt: Dreifing sæðis úr Bamba og Flekki Fréttir Hólmgeir Karlsson, fram- kvæmdastjóri Bústólpa, segir að félagið bjóði bændum nú í haust 37 krónur á kílólið af byggi, tæpar 46 krónur með virðisaukaskatti. „Við keyptum 233 tonn af bænd- um í fyrra og tókum við 41 tonni til viðbótar til vinnslu fyrir þá, samtals um 274 tonn,“ segir hann, en mikið af því korni sem bændur rækta er súrsað heima á bæ og kemur því ekki til vinnslu hjá Bústólpa. Virði þess korns sem kom til vinnslu hjá félaginu í fyrrahaust var nær 12,6 milljónir króna með virðis- aukaskatti. Mun minna var ræktað af korni á liðnu sumri miðað við sumar- ið þar á undan, svo Hólmgeir segist ekki vita hvað raunhæft sé að tala um hversu mikið hefur glatast. „Við erum enn ekki farin að fá neitt korn. Ef sú staða kemur upp að við fáum lítið eða ekkert bygg innanlands flytjum við meira inn, en þetta hefur reyndar frekar lítil áhrif þar sem lítill hluti af því korni sem við notum kemur af innanlands- markaði,“ segir Hólmgeir. /MÞÞ Framkvæmdastjóri Bústólpa: Ekki farin að fá neitt korn Stjórn Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu stendur fyrir héraðssýningu á lambhrútum á Ströndum laugardaginn 10. október. Verður hún haldin í tvennu lagi vegna sauðfjárveikivarna. Annars vegar í Bæ hjá Gunnari og Þorgerði klukkan 11.00 og hins vegar á Heydalsá hjá Ragnari og Sigríði klukkan 15.00. Allir áhugamenn um sauðfé velkomnir. Strandasýsla: Héraðssýning á lambhrútum Smalað var í Miðfjarðarrétt þann 5. september síðastliðinn. Þangað mætti fjöldi fólks auk bænda af svæðinu og var mikill handagangur í öskjunni eins og Mynd / Jóhann Ágúst Jóhannsson Hríshóll/Möðruvellir Eyjafjarðarsveit, dæmi um velheppnaða jarðvinnslu og sáningu, mynd tekin 23. júní 2015. Grund I, Eyjafjarðarsveit. Fallegur kornakur ónýtur eftir frostnótt 30. ágúst, mynd tekin 4. september 2015. Mynd / GHG Guðmundur H. Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.