Bændablaðið - 24.09.2015, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015
Fréttir
Þróun kjötmarkaðarins á Íslandi og horfur í ljósi nýrra samninga við ESB:
Búast má við að hlutdeild innflutts
kjöts á markaðnum stóraukist
Heildarstærð kjötmarkaðarins á
Íslandi er 28.200 tonn. Er þá allt
talið til, innlend framleiðsla sem
seld er hér á landi, innflutt kjöt
og innfluttar unnar kjötvörur.
Árið 2014 var sala á innlendu
kjöti 24.230 tonn eða um 86%
af heildarmarkaðnum.
Innflutt kjöt er um 14% mark-
aðarins. Sú hlutdeild hefur vaxið
hratt síðustu ár, að því er segir í
samantekt Ernu Bjarnadóttur, hag-
fræðings Bændasamtaka Íslands.
Þar kemur einnig fram að nú
sé svo komið að yfir fjórðungur
nautakjötsneyslunnar er innflutt
kjöt, 13% alifuglakjötsneyslunnar
og ríflega 13% neyslu á svínakjöti
er innflutt kjöt.
Meðfylgjandi tafla sýnir hvernig
hlutdeild innflutts kjöts hefur þróast
í heildarmarkaðnum síðustu 5 ár.
Þar er einungis horft til óunninna
afurða en að auki voru flutt inn 137
tonn af söltuðu og reyktu kjöti og
248 tonn af unnum kjötvörum á
síðasta ári. Ótalið er þá niðursoðið
kjöt og kjöt í tilbúnum réttum eins
og pitsum, pasta og þess háttar.
Núgildandi tollfrjálsir kvótar við
ESB á hreinu kjöti nema alls 500
tonnum, 200 fyrir kjúklinga- og
svínakjöt og 100 tonn í nautakjöti.
WTO tollkvótar eru 95 tonn í nauta-
kjöti, 64 tonn í svínakjöti og 59
tonn í alifuglakjöti. Stærstur hluti
innflutnings er því að koma utan
þessara tollkvóta, ýmist á svoköll-
uðum opnum tollkvótum þar sem
tollar eru 1/3 af leyfilegum verðtolli
eða á fullum tollum. Gott yfirlit yfir
þetta fyrir árin 2010–2013 er að
finna í Skýrslu starfshóps um tolla-
mál á sviði landbúnaðar til sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra frá
desember 2014, töflur 18–20.
Útboð á tollkvótum
Tollkvótarnir eru boðnir út eftir
fyrirfram ákveðnum leikreglum.
Eftirspurn eftir kvótum frá ESB
sem eru tollfrjálsir, hefur verið
umtalsvert meiri en framboðið.
Þannig buðu innflytjendur í 615
tonn af svínakjötskvóta, um 820
tonn af alifuglakjötskvóta og 334
tonn af nautakjötskvóta á árinu
2014. Lætur nærri að þessi eftir-
spurn í alifugla- og svínakjöti svari
til heildarinnflutnings á árinu.
Verð á tollkvótum mun lækka
Umtalsvert meira var hins vegar
flutt inn af nautakjöti og þá á
fyrrnefndum opnum tollkvótum.
Það gefur því augaleið að með
þeim samningum sem nú hafa verið
gerðir um aukningu á tollfrjálsum
kvótum, mun verð á tollkvótun-
um lækka og samkeppnisstaða
innlendra framleiðenda því strax
breytast umtalsvert. Þessu til við-
bótar koma 550 tonn af pylsum og
unnum kjötvörum auk niðurfell-
ingar magntolla af ýmsum unnum
matvælum sem innihalda kjöt.
Uppistaða hráefnis í unnum kjöt-
vörum er svína- og alifuglakjöt og
mun þetta því enn höggva skörð í
innlenda framleiðslu svo hundruð-
um tonna skiptir.
Mikil eftirspurn eftir tollkvóta
fyrir unnar kjötvörur
Eftirspurn eftir tollkvóta fyrir pyls-
ur, sem nú er 50 tonn, var ríflega
66 tonn í fyrra. Eftirspurn eftir toll-
kvóta fyrir unnar kjötvörur í fyrra
var um 200 tonn, eða fjórfaldur toll-
kvótinn en á nú á þremur árum að
aukast um 350 tonn. Það gefur því
augaleið að hlutdeild innflutts kjöts
í heildarmarkaðnum mun aukast
hratt á næstu árum.
Aðgangur ESB að íslenskum markaði samkvæmt nýjum samningi - Tollfrjálsir kvótar
Núverandi Viðbótarkvóti Við gildistöku Á öðru ári frá Á þriðja ári frá Á fjórða ári frá Heildarkvóti
Vöruflokkar kvóti samnings gildistöku samn. gildistöku samn. gildistöku samn.
Tonn Tonn Tonn Tonn Tonn Tonn Tonn
Nautakjöt 100 596 696
Svínakjöt 200 500 700
Kjúklingakjöt 200 656 856
Kjúklingakjöt - lífrænt/lausagöngu* - 200 200
Saltað, þurrkað og reykt kjöt 50 50 100
Sérostur (PDO or PGI) (**) 20 210 230
Ostur 80 300 380
Pylsur 50 200 250
Unnar kjötvörur 50 350 400
Aðgangur Íslands að ESB markaði samkvæmt nýjum samningi - Tollfrjálsir kvótar
Núverandi Viðbótarkvóti Við gildistöku Á öðru ári frá Á þriðja ári frá Á fjórða ári frá Heildarkvóti
Vöruflokkar kvóti samnings gildistöku samn. gildistöku samn. gildistöku samn.
Tonn Tonn Tonn Tonn Tonn Tonn Tonn
Kindakjöt 1.850 1.200 3.050
Unnið kindakjöt - 300 300
Svínakjöt - 500 500
Alifuglakjöt - 300 300
Skyr 380 3.620 4.000
Smjör 350 150 500
Ostur - 50 50
Pylsur 100 - 100
Ekki tekið tillit til umfangs markaða
− segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands
Sumt er jákvætt en annað neikvætt
að mati Sindra Sigurgeirssonar,
formanns Bændasamtaka Íslands.
Samkeppnisstaða bænda mun
í sumum tilvikum versna og
breytingarnar koma hvað harð-
ast niður á svína- og kjúklinga-
bændum.
„Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir
þær greinar og ég tel að stjórnvöld
hafi vanrækt að meta áhrif samnings-
ins til fulls. Sama gildir að mörgu
leyti um nautakjötsframleiðsluna.
Ég taldi að það væri vilji stjórn-
valda að efla þá grein en ekki flytja
hana að enn stærri hluta til útlanda,“
segir Sindri. Hann vekur athygli á
því að stjórnvöld tilkynni um nýjan
samning um tollamál sem stóð til
að ræða um í viðræðum um nýja
búvörusamninga.
„Bændur hljóta að taka þessa
nýju stöðu upp í yfirstandandi við-
ræðum um búvörusamninga, svo
sem hvaða þýðingu samningurinn
hafi fyrir landbúnaðinn í heild og
einstakar greinar hans. Stjórnvöld
þurfa að svara því hvernig samn-
ingurinn rímar við markmið þeirra
um eflingu íslensks landbúnaðar og
matvælaframleiðslu,“ segir Sindri.
Hann telur að áhrif samningsins
verði víðtæk.
„Það má vænta þess að breytingar
verði á vöruframboði verslana í
kjölfarið. Erlendar matvörur verða
fyrirferðarmeiri og verðsamkeppni
mun harðna. Íslenskir bændur og
afurðasölufyrirtæki þurfa að mæta
þessari nýju stöðu. Breytingarnar
kunna að hafa áhrif á framleiðslu-
magn búvara hér á landi,“ segir
Sindri.
Gerum kröfur um heilnæmi og
hollustu
„Þegar aukið magn erlendrar búvöru
mun flæða inn í landið þurfum við
að gera ríkar kröfur til heilnæmis og
hollustu. Framleiðsluhættir eru að
ýmsu leyti ólíkir á milli Íslands og
margra landa í Evrópu. Hér er t.d.
bannað að blanda dýralyfjum í fóður
sem er leyfilegt víða annars staðar.
Sýklalyfjanotkun er ein sú minnsta
í Evrópu hér á landi sem er verðmæt
staða. Við leggjum áherslu á að tekið
sé tillit til þessa og gerðar sömu kröf-
ur til framleiðenda innfluttra matvara
og innlendra.“
Aukinn markaðsaðgangur
Það jákvæða sem segja má um
samningana að mati formanns BÍ
er að ríkisvaldið skuli gera tvíhliða
samning um breytingar á tollaum-
hverfinu. Um leið og magn erlendra
búvara hér á markaðnum eykst fá
íslenskir bændur aukinn aðgang að
Evrópumarkaði. „Afurðafyrirtæki
bænda fóru fram á aukinn mark-
aðsaðgang fyrir íslenskar búvör-
ur á ESB-markað fyrir nokkrum
árum. Nú liggur niðurstaðan fyrir.
Útflutningstækifærin í samningnum
eru vissulega jákvæð. Ákvæði um
vernd vöruheita eru það líka. Það
gæti t.d. haft í för með sér tækifæri
til að lögvernda vöruheitið „Skyr“ á
erlendum mörkuðum,“ segir Sindri.
Ekki tekið tillit til umfangs
markaða
Að sögn Sindra hefðu samtökin
viljað að meira tillit yrði tekið til
stærðarmismunar markaðanna en
ekki samið um „tonn á móti tonni“
eins og nú var raunin í sumum tilvik-
um. Í Evrópu búi rúmlega 500 millj-
ón manns en á Íslandi séu um 330
þúsund neytendur. Samningurinn
veiti því ESB aðgang að margfalt
stærri skerf af íslenskum markaði
en Ísland fær á móti.
„Framleiðsluaðstæður, veðurfar
og stærðarmunur búrekstrar á Íslandi
og á meginlandinu gera það til að
mynda að verkum að samkeppnis-
staðan sé erfið. Á vef Landssambands
kúabænda er dæmi tekið af mjólkur-
afurðum og þar kemur fram að mjólk-
urframleiðsla á Íslandi sé tæplega
1/1000 af framleiðslu ESB. Með
samningunum er ESB veittur toll-
kvóti á osti, sem nemur tæplega tíu
prósentum af ostamarkaði hér á landi.
Markaðsaðgangur Íslands er um það
bil 13 milljónir lítra af mjólk, eða
sem nemur tæplega 0,009 prósentum
af mjólkurframleiðslu aðildarríkja
ESB. Líkleg áhrif á mjólkurmarkað
ESB af 0,009 prósenta tollfrjálsum
markaðsaðgangi Íslands eru sama
og engin, en áhrifin af tíu prósenta
markaðsaðgangi ESB til Íslands geta
verið umtalsverð.“
Verðbreytingar þurfa að skila sér
til neytenda
Sindri segir að það sé mikilvægt að
tollabreytingar gagnist neytendum
beint en verði ekki eftir hjá smá-
sölunni. Hann bendir á að öflugt
verðlagseftirlit sé nauðsyn til þess
að áhrif tollabreytinga skili sér að
fullu til neytenda. Reynslan sýni að
breytingar á tollum eða vörugjöldum
skila sér ekki alltaf í lægra vöruverði.
/smh
Fyrir viku kynnti atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytið
nýja samninga milli Íslands og
Evrópusambandsins, sem fela
í sér gagnkvæmar stækkanir á
tollkvótum til tollfrjáls innflutn-
ings á búvörum, niðurfellingar
eða lækkanir tolla á fjölda vara
og gagnkvæma viðurkenningu á
afurðarheitum.
Innleiðing á tollkvótum mun
eiga sér stað í áföngum. Fyrsta
hluta við gildistöku samningsins
en síðan í þremur skrefum á fjórum
árum. Ætla má að samningurinn
geti tekið gildi í árslok 2016 eða
ársbyrjun 2017 sem þýðir að hann
verður að fullu kominn í gildi 2021.
Kvóti Íslands þrefaldast
en kvóti ESB fimmfaldast
Heildartollkvóti Íslands fyrir toll-
frjálsan útflutning búvöru inn á
Evrópusambandssvæðið hefur
verið 2.680 tonn, þar af 1.850 tonn
af kindakjöti. Hann hækkar upp í
8.800 tonn.
Heildarkvóti ESB inn á íslenska
markaðinn er nú 750 tonn en hækk-
ar í 3.812 tonn við fulla gildistöku
samningsins. Sjá nánar um skipt-
ingu á kvóta eftir búvörutegundum
í meðfylgjandi töflu. Tollkvótarnir
verða auglýstir og boðnir út eins og
áður. Greitt verður fyrir þá ef eftir-
spurn er umfram framboð. Tollar
á vörum sem fluttar eru inn utan
kvótanna breytast ekki. Jafnframt
gilda heilbrigðisreglur áfram.
Gagnkvæm niðurfelling
á 340 tollalínum
Í samningnum eru ákvæði um
gagnkvæma niðurfellingu tolla á
340 tollalínum og lækkun á 20 til
viðbótar. Tollnúmerin sem samn-
ingurinn snertir í heild eru rúm-
lega 1600. Þar er að mest um að
ræða unnar matvörur eins og pits-
ur, pasta, súkkulaði, ávaxtasafa og
fleira. Í sumum tilvikum er verið
að samningsbinda lækkanir sem
þegar hafa tíðkast. Ekki er þó um
að ræða vörur sem falla undir toll-
kvóta. Hvað varðar þær 20 tolla-
línur sem samið var um lækkun á
gildir það sama.
− frh. bls. 8
Nýir samningar við Evrópusambandið
um viðskipti með landbúnaðarvörur
Sindri Sigurgeirsson.