Bændablaðið - 24.09.2015, Side 10

Bændablaðið - 24.09.2015, Side 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015 Fréttir Þann 16. september síðastliðinn sendi Mjólkursamsalan (MS) frá sér tilkynningu þar sem sú áherslu- breyting var kynnt að smærri framleiðendur mjólkurafurða verði styrktir með því að lækka verð á hrámjólk til þeirra um rúm 11 prósent. Frá og með 1. október næstkomandi munu því þeir sem framleiða úr mjólk bjóð- ast allt að 300 þúsund lítrar á sama verði og MS greiðir bændum, en það eru tæpar 85 krónur fyrir hvern lítra sem bændur framleiða. Í tilkynningunni kemur fram að ákvörðun um þetta sé tekin til að koma til móts við sjónarmið um að nauðsynlegt sé að fleiri aðilar komi að framleiðslu í mjólkuriðnaði og með því verði hagur neytenda bættur og ýtt sé undir fjölbreytta framleiðslu og nýsköpun. Gert er ráð fyrir að þetta fyrirkomulag nái til næstu þriggja ára og framhaldið ráðist af því hvernig hefur tekist til. Samfélagsleg skylda Mjólkursamsölunnar Vonar MS að þetta muni leiða til þess að framleiðsla á mjólkurvörum verði enn fjölbreyttari og gróskumeiri en áður og í kjölfarið muni fleiri spennandi vörur líta dagsins ljós. „Jafnframt má segja að þessi jöfn- un á aðstöðu stórs og lítilla aðila sé mikilvægt sanngirnismál og að MS sé að mæta samfélagslegri skyldu með hliðsjón af markaðsstöðu sinni og stærðarhagkvæmni. Einnig er þessi ákvörðun tekin með hagsmuni eigenda Mjólkursamsölunnar í huga en það eru 650 kúabændur um allt land. Þeir munu áfram selja jafnmikla mjólk og áður en vonandi til fleiri framleiðenda sem vilja spreyta sig á því að þróa nýjar og áhugaverðar vörur sem unnar eru úr mjólk. Það gæti haft jákvæð áhrif á mjólkursölu frá bændum. Jafnframt þessu hefur MS áhuga á að vinna með aðilum sem myndu vilja kaupa vörur á mismun- andi framleiðslustigi, til að vinna áfram undir eigin vörumerki. Það gæti verið áhugavert fyrir frum- kvöðla, t.d. aðila í ferðaþjónustu eða veitingastarfsemi,“ segir í til- kynningunni. Styrkir rekstrargrundvöllinn hjá BioBúi „Þessi verðlækkun kemur sér mjög vel fyrir okkur,“ segir Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri BioBús, sem framleiðir lífrænt vott- aðar mjólkurvörur. „Við borgum um 45 prósent meira fyrir þá mjólk sem við vinnum úr, en Mjólkursamsalan sér um að sækja hana á þá tvo bæi sem framleiða fyrir okkur; Búland í Austur-Landeyjum og Neðri-Háls í Kjós. Þetta gerir okkur kleift að byggja betur undir reksturinn. Möguleikar okkar til að breikka vörulínuna takmarkast samt aðal- lega við framleiðslumagnið sem er í boði á lífrænt vottaðri mjólk. Það eru svo fáir slíkir kúabændur og ég sé ekki fram á að það breyt- ist mikið í nálægri framtíð. Við höfum verið að kaupa rúmlega þrjú hundruð þúsund lítra á ári af Mjólkursamsölunni, þannig að við erum að fá þarna lækkun á verði á hrámjólk um 11 prósent á ársgrund- velli og erum þakklátir fyrir það. Það gefur okkur vissulega einhverja aukna möguleika í vöruþróun því það er dýrt ferli. Við höfum ekki gefið út neina verðhækkun á vörun- um á síðustu mánuðum þrátt fyrir nýja kjarasamninga og verðhækk- anir frá Mjólkursamsölunni. Þessi lækkun verður líklega til þess að við getum sleppt því í bili.“ Ánægður með tóninn í tilkynningu MS Hálfdán Óskarsson er fram- kvæmdastjóri hjá Örnu á Bolungarvík, sem sérhæfir sig í vinnslu á laktósafríum mjólkur- afurðum. „Ég er mjög ánægður með þetta útspil hjá Mjólkursamsölunni. Við reiknum með að vinna úr um milljón lítrum á þessu ári, svo við fáum þarna verðlækkun á um þriðjungi af þeirri hrámjólk – og það munar um þessar nokkrar milljónir sem þar sparast. Við erum alltaf á fullu í vöruþróun þannig að þetta hefur ekki bein áhrif þannig. Við höfum verið með sama verð á vörunum okkar frá því að við byrjuðum fyrir tveimur árum, þannig að þetta kemur sér vel að því leyti að við þurfum þá ekki að hækka í bráð. Sex manns starfa hjá Örnu og að sögn Hálfdánar er stöðugt verið að þróa nýjungar. „Reksturinn var nokkuð erfiður til að byrja með en það er alveg hægt að segja að þetta ár líti vel út. Vörunúmer eru um 18 og við erum alltaf með eitthvað á prjónunum. Við ætlum að halda áfram að sérhæfa okkur í laktósafrí- um vörum og munum koma með nýjungar strax í þessari viku þegar við kynnum nýjan fetaost. Í saltlög- inn sem osturinn verður í er notað sjávarsalt héðan úr Ísafjarðardjúpi, sem unnið er í Saltverki hér á Reykjanesi. Svo koma fleiri áhuga- verðar nýjungar í október. Ég er mjög ánægður með tóninn í fréttatikynningunni frá Mjólkursamsölunni – þarna er greinilega alveg nýr hugsunarháttur. Bændur eiga auðvitað fyrirtækið og það er þeirra hagur að selja sem mesta mjólk. Það skiptir máli í þessu,“ segir Hálfdán. Mjólkurbúið Kú sendi frá sér til- kynningu fljótlega eftir að greint hafði verið frá áherslubreytingu MS. Þar er þessum tíðindum fagn- að og lækkunin sögð hafa mikla þýðingu, ekki síst að geta loks keypt hráefni til framleiðslu á jafnréttis- grunni. Um leið er áréttað að fyrir- tækið hafi þurft að leita réttar síns hjá samkeppnisyfirvöldum þar sem málið sé enn til meðferðar. „Við hjá Mjólkurbúinu Kú tökum í útrétta sáttahönd nýráðins forstjóra MS. Við horfum björt fram á veg og erum staðráðin í að nýta þetta skref til aukins jafnræðis til að efla starfsemi okkar íslenskum neytendum til hagsbóta,“ segir í til- kynningu Mjólkurbúsins Kú. /smh Mjólkursamsalan býður smærri afurðastöðvum lægra verð fyrir hrámjólkina Samstarfsnefnd Samtaka afurða- stöðva (SAM) í mjólkuriðnaði og Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa lagt til, við framkvæmdanefnd búvörusamninga, að greiðslumark mjólkur fyrir verðlagsárið 2016 verði 137 milljónir lítra. Á þessu ári er greiðslumarkið 140 millj- ónir lítra. Þetta var ákveðið í kjölfar fund- ar samstarfsnefndar SAM og BÍ 18. september síðastliðinn þar sem fjallað var um framleiðslu, sölu og birgðir mjólkurafurða síðustu tólf mánuði og farið yfir áætlanir fyrir komandi verðlagsár 2016. Í sölusamantekt SAM fyrir tímabilið frá september 2014 til ágúst 2015 kemur fram að sala mjólkurafurða umreiknuð á prótein- grunn, var um 121,7 milljónir lítra, en umreiknað á fitugrunn var hún um 131,9 milljónir lítra. Söluáætlun til loka ársins 2015 gerir ráð fyrir að sala á fitugrunni verði um 133 milljónir lítra. Söluáætlun SAM fyrir árið 2016 byggir á söluþróun mjólkurafurða síðustu tuttugu og fjóra mánuði og samkvæmt henni er búist við að sala mjólkurvara árið 2016, umreiknuð á fitugrunn, verði um 137 milljónir lítra. Í tillögu samstarfsnefndar SAM og BÍ fyrir greiðslumark verðlags- ársins 2015 var gert ráð fyrir fjórum milljónum lítra til birgðaaukningar, en samkvæmt söluáætlun til loka árs verður birgðaaukning nokkuð meiri. Ekki er aukningin það mikil að sam- starfsnefndin telji ástæðu til að gera tillögu um skerðingu greiðslumarks til lækkunar birgða vegna verðlags- ársins 2016. Forsendulaus verðhækkun á greiðslumarki „Þetta auðveldar þeim sem hafa átt erfitt með að ná upp í sitt greiðslu- mark hin síðustu ár, í þeim mikla vexti sem hefur verið. Þetta þýðir að greiðslurnar dreifast á heldur færri lítra. Að öðru leyti held ég nú að þetta komi lítið við kúabændur,“ segir Sigurður Loftsson, formað- ur Landssambands kúabænda, um áhrifin af þessari lækkun. „Það hefur verið gefið út að það verði áfram greitt fullt verð fyrir alla mjólk, út næsta ár, þannig að áhrifin ættu ekki að verða mikil. Það sem er mikilvæg- ast í þessu öllu saman er að það er áfram vöxtur í sölunni – þótt hann sé ekki eins mikill og hann var – og birgðastaðan er orðin góð.“ Eftir tilboðsmarkað með greiðslu- mark mjólkur þann 1. september síðastliðinn kom í ljós að verð á greiðslumarki hafði hækkað um 50 krónur á lítrann. Sigurður segir að kannski spili inn í að það var farið að tala um að það væri að hægjast á sölunni. „Að öðru leyti verð ég að segja að mér finnst þetta forsendu- laus hækkun. Mér finnst gengið dálítið langt í það að bjóða í greiðslu- markið, það er að mínu mati ekki tilefni til þessarar hækkunar. Það er til dæmis ekki nema eitt ár eftir af mjólkursamningnum – það hefur verið rætt um breytingar og það er langt síðan farið var að tala um þær. Svo bætist það líka við að ekki hefur mátt fyrna greiðslumark frá 2010, til hagræðingar skattalega.“ /smh Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýt- ingu hefur skilað tillögum sínum til umhverfisráðherra. Í skýrslunni er niðurstöðum hópsins skipt í þrjá meginflokka. Í fyrsta lagi er fjallað um forsend- ur skipulags og ákvarðanatöku um landnotkun. Telur starfshópurinn meðal annars brýnt að samræma verklag hjá opinberum stofnunum við öflun, skráningu, viðhald og miðl un landupplýsinga á Íslandi. Þá er lagt til að ríkið móti sér eigendastefnu um nýtingu og aðra ráðstöfun landareigna í þess eigu. Þannig hljóðar upphaf fréttar á heimasíðu umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins. Í öðru lagi er fjallað um mikil- vægi stefnumörkunar og lögleiðingar áætlana fyrir ólíka málaflokka, svo sem landbúnað, landgræðslu, skóg- rækt og ferðaþjónustu. Slíkar áætl- anir fælu í sér stefnumótun til langs tíma og framkvæmdaáætlanir til skemmri tíma. Leggur starfshópur- inn til að mótuð verði stefna um stuðning ríkisins í þágu sjálfbærrar landnýtingar og náttúruverndar. Loks er fjallað um stefnumörkun sem snýr meðal annars að sveitar- félögum. Leggur starfshópurinn til að hvert sveitarfélag móti sér stefnu um uppskiptingu bújarða, með hlið- sjón af flokkun landbúnaðarlands, jarðalögum og eigin atvinnustefnu. Enn fremur þurfi að fjalla um lofts- lagsbreytingar, möguleg áhrif þeirra, aðlögun og mótvægisaðgerðir í áætl- unum á vegum ríkis og sveitarfélaga, þar með talið í skipulagsáætlunum og áætlunum fyrir ólíka málaflokka. Starfshópinn skipuðu þau Björn Helgi Barkarson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Einar Jónsson, Níels Árni Lund og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir. /VH Landnotkun í dreifbýli og sjálfbær landnýting: Samræma þarf verklag hjá opinberum stofnunum Greiðslumark mjólkur fyrir næsta ár verði 137 milljónir lítra: Það var ekki tilefni til verðhækkunar á greiðslumarki eins og nú gerðist – segir formaður kúabænda og bendir á að óvissa sé fram undan með greiðslumarkskerfið Sigurður Loftsson, formaður Lands- sambands kúabænda. Myndir / smh Hálfdán Óskarsson, framkvæmda- stjóri Örnu. Mynd / HKr. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Mjólkurbúinu Kú. Mynd / HKr. Lagt er til að ríkið móti sér eigendastefnu um nýtingu og aðra ráðstöfun landareigna í þess eigu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.