Bændablaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015 Núna eru viðræður komnar í fullan gang og svo verður heilmikil vinna fram undan í haust að koma þessu öllu heim og saman; hvað eigi að vera í rammasamningnum og hvað á að vera í undirsamning- um. Mér heyrist það vera vilji for- manns Bændasamtakanna að allar greinar verði þar undir; skógræktin til að mynda og allar aðrar búgreinar. Auðvitað er það skynsamleg nálg- un að ýmsu leyti þar sem greinarnar skarast í svo mörgu – til að mynda varðandi nýliðunar- og umhverfis- mál.“ Upprunamerkingarnar enn í ólagi Á dögunum bárust fréttir um að sam- kvæmt könnun Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna væri enn talsverður misbrestur á því að innflutt grænmeti væri merkt með uppruna eins og reglur hafa gert ráð fyrir nú um nokkurt skeið. „Já, þetta er eiginlega með ólíkindum hjá versl- uninni að geta ekki komið þessu í lag – og stundum er jafnvel gengið svo langt að bakkar frá Sölufélagi garðyrkjubænda eru notaðir undir innflutta grænmetið,“ segir Gunnar. „Við höfum lagt mikla áherslu á að þetta sé að minnsta kosti í lagi okkar megin – að við merkjum okkar vörur með fánaröndinni okkar. Við erum um þessar mundir að innleiða gæðahandbók garðyrkjunnar og hún mun ná til allra þeirra sem stunda garðyrkju; hvort sem er í úti- rækt, blómum eða ylrækt. Grundvöllur þess að þú fáir að nota fánaröndina er þá að þú farir eftir gæðahandbók garðyrkjunnar. Við höfum verið að skoða útfærslur af slíkum handbókum á Norðurlöndunum og viljum vanda til verka í þessu. Á Norðurlöndunum eru þeir með þriðja aðila í eftirliti með notkun á gæðahandbókum og eftir- fylgni. Við viljum ekki að það fari fyrir fánaröndinni eins og til dæmis merkinu um vistvæna vottun, sem með tímanum varð auðvitað mark- laust eins og komið hefur í ljós.“ Þurfa að kaupa upprunavottorð fyrir hina hreinu íslensku orku Eins og upplýst hefur verið í Bændablaðinu fyrir skemmstu má sjá á orkureikningum landsmanna að upprunavottorð hinnar hreinu íslensku raforku hefur í einhverjum tilvikum verið selt. Uppruni orkunnar er þar sagður vera frá kjarnorku, olíu, kolum og gasi. Ástæða þessa mun vera sala íslenskra orkufyrirtækja á upprunavott- orðum ís lenskrar raf orku, sem verða þá í staðinn að taka á sig „mengandi framleiðslu“. Íslensk matvælafram- leiðslufyrirtæki, sem hafa getað státað af hreinni framleiðslu, hafa sum hver þar með misst þessi sjálfgefnu fríðindi – og þar með ímynd – þótt þau geti keypt upprunavottorðið til baka. „Mér finnst dálítið sérkennilegt í þessu máli að í raun er verið að selja kolefniskvóta til Evrópu – ég sé þetta ekki öðruvísi,“ segir Gunnar. „Í staðinn sitjum við uppi með það að uppruni íslenskrar raforku er skráð þannig að hluti hennar er framleiddur úr kjarn- orku og hluti úr jarðefnaeldsneyti, þótt við vitum að 98 prósent af íslenskri raforku er endurnýjanleg – sem er mjög undarlegt. Við höfum því óskað eftir því við ráðuneytið að það verði upplýst um það hverjir hagsmunirnir eru í þessu sambandi og hvort hugsanlega sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Ég treysti því að það varpi þá ljósi á það hvað við séum að fá út úr þessu. Það hefur í það minnsta ekki endurspeglast í lægra raforkuverði hér á Íslandi. Mér skilst að stjórnvöld heimili þetta á grundvelli samkomulags við Evrópusambandið og það er því þeirra að svara fyrir þetta, en ég átta mig ekki á því hvers vegna þessi leið er farin. Þetta gerir þetta enn furðulegra að garð- yrkjan þurfti svo að kaupa sig frá þessu til þess að hafa hreinleikavottorð á raf- magnið. Við reiknuðum það út að fyrir garðyrkjuna þá eru þetta kannski fjórar til fimm milljónir á ári, sem við þyrft- um að greiða fyrir hreinleikavottorð á íslensku rafmagni. Þegar þetta rann upp fyrir mönnum þá féllust mönnum bara hendur, ég held að enginn hafi enn farið út í það að kaupa sig frá þessu. Fyrir flesta garðyrkjumenn er kannski enginn hvati til þess eins og er – á meðan til dæmis ekki er um útflutning að ræða – en ég spyr nú bara að því hvernig þetta virkar til dæmis með lífræna vottun. Svo er þetta bara í grundvallaratriðum galið; það er alltaf verið að selja íslenskan hreinleika og svo birtist þetta á raf- magnsreikningunum okkar. Ég held reyndar að þetta snúi að fleiri greinum en garðyrkjunni – ég spyr til dæmis um áhrifin á fiskútflutninginn. Sú hlið hefur ekki komist upp á yfirborðið í umræðunni. Önnum kafinn félagsmálamaður Gunnar er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps – og má kalla önnum kafinn félagsmálamann. Hann reyn- ir þó að líta inn á garðyrkjustöðina í lok dags og um helgar og sinnir nú aðallega viðhaldsmálum þar. „Sumir dagar hjá mér fara alveg í félagsmál- in og stundum alveg fram á rauða nótt,“ segir Gunnar sem er formað- ur Samtaka sunnleskra sveitarfélaga, formaður Samtaka orkusveitarfélaga, formaður skipulagsnefndar, formað- ur skólanefndar menntaskólans á Laugarvatni, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Árnessýslu – auk formennskunnar í Sambandi garðyrkjubænda. „Konan, Sigurdís Edda Jóhannesdóttir, stýrir garð- yrkjustöðinni og ræktuninni alfar- ið og er reyndar sest á skólabekk í Garðyrkjuskólanum. Það er gott að geta rætt ýmis mál yfir kvöldmatnum sem snúa að starf- seminni; hvort auka eigi þetta eða hitt eða hvort byrja eigi að sá fyrir þessu eða hinu. Hagnýtir hlutir sem gott er að við getum talað saman um af ein- hverju viti.“ /smh Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.