Bændablaðið - 24.09.2015, Page 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2015
Landnýtingarkröfur enn þá án lagastoðar
Í grein sem birt var í Bændablaðinu
þann 6.11. 2014., undir fyrir-
sögninni Landnýtingarkröfur
án lagastoðar fjallaði ég um
landnýtingarþátt reglugerðar nr.
1160/2013 um gæðastýrða sauð-
fjárframleiðslu. Þar var bent á að
það orkaði tvímælis að gera kröf-
ur um gerð landbótaáætlana án
þess að taka nokkurt tillit til þess
hver er fjárfjöldi á viðkomandi
beitarsvæði.
Tilefni greinarinnar var vinna
mín fyrir bændur á Jökuldal. Þar
standa bændur frammi fyrir því að
gera landbótaáætlanir á víðlendum
svæðum með óverulega fjárbeit.
Fjárbeitin er óveruleg því beitarálag
miðað við vel gróið land er lítið og
í sumum tilfellum hverfandi (Meira
en 30 ha af landi í gróðurflokkum
1 og 2 á hverja vetrarfóðraða ær!).
Þrátt fyrir að rúmt sé í högum flokk-
ast ríflega helmingur landflæmisins
í gróðurflokka 3, 4 og 5, og þar af
leiðandi ber að gera landbótaá-
ætlanir og vinna að uppgræðslu,
sbr. töflur í viðauka I í reglugerð
nr. 1160/2013, sem kveða á það ef
hlutfallið fer yfir 33%.
Frá því að greinin var skrif-
uð hefur reglugerð nr. 1160/2013
verið endurskoðuð, sbr. reglu-
gerðarbreytingu nr. 536/2015.
Breytingarnar eru einhverjar til bóta,
en meginkröfur um gerð landbótaá-
ætlana eru ennþá óbreyttar. Viðauki
I er óbreyttur þannig að fjárfjöldi á
beitarsvæði skiptir engu málu um
það hvort gera þurfi landbótaáætlun
eða ekki! Viðmiðin eru áfram þau að
ef 33% lands flokkast í gróðurflokka
3, 4 og 5, skuli gera landbótaáætlun-
um. Landbótaáætlanir eiga að stefna
að því að hlutfallinu verði náð, þ.e.
að uppgræðsla fari fram.
Í tilfelli 12 bænda á Jökuldal sem
verið hafa aðilar að landbótaætlun-
um, fela reglurnar í sér að græða
eigi upp tugi þúsunda ha. Um er að
ræða land sem hefur verið lítt gróið
í árhundruð, en er nú almennt í hæg-
fara bata vegna góðra ytri skilyrða,
þ.m.t. óverulegrar beitar. Nýtingin
er því í almennt sjálfbær.
Kröfur um gerð landbótáætlana
samkvæmt gæðastýringarreglu-
gerð eru ekki lengur í tengslum við
sjálfbæra beitarnýtingu, heldur er
gæðastýringin orðin að sjálfsstæðu
landgræðsluverkefni þar sem bænd-
ur eru útgefendur óútfyllts tékka.
Hverjum hefði dottið í hug að
kröfur um gerð landbótáætlana yrðu
settar fram án tillits til beitarálags?
Það er ekki aðeins fádæma vitlaust,
heldur er það í ósamræmi við lög.
Skortur á lagastoð.
Ógildi ákvarðana
Lagaákvæði um gæðastýringu er að
rekja til breytingarlaga við búvöru-
lög, nr. 58/2007. Meginreglur gæða-
stýringar koma fram í 2. mgr. 41. gr.
búvörulagai:
Með gæðastýrðri sauðfjárfram-
leiðslu er átt við framleiðslu á
dilkakjöti samkvæmt kröfum um
velferð búfjár, sjálfbæra landnýt-
ingu og hollustu afurða. Gæðastýrð
sauðfjárframleiðsla skal m.a. ná til
landnota, aðbúnaðar og umhverfis,
sauðfjárskýrsluhalds, jarðræktar,
fóðrunar, heilsufars og lyfjanotk-
unar. Framleiðsluaðferðir og fram-
leiðsluaðstæður skulu skjalfestar.
Í 4. mgr. greinarinnar er ákvæði
um heimild til útgáfu reglugerðar.
Þar kemur fram að í reglugerð skuli
m.a. kveðið á um landnýtingarskil-
yrði, gæðakerfi, tilkynningar og
fresti, kæruheimildir, eftirlits- og
úttektaraðila og tilhögun álags-
greiðslna.
Það hvílir svo á eðlilegri lög-
skýringu að landnýtingarskilyrði
reglugerðar eiga að lúta að sjálf-
bærni, en ekki öðrum forsendum.
Uppgræðsluskilyrði án tengsla við
beitarálag standast ekki. Í 13. gr.
reglugerðar nr. 1160/2013, sbr.
breytingarreglugerð nr. 536/2015,
eru kröfur um landnýtingu settar
fram:
Landnýting framleiðanda skal
vera sjálfbær á öllu því landi sem
hann tilgreinir í umsókn sinni og
skal það land jafnframt standast
viðmið um ástand samkvæmt þeim
kröfum sem settar eru í viðauka I.
Framleiðandi skal eingöngu nýta
land sem tilgreint er í umsókn.
Landbótaáætlun skv. 15. og 16. gr.
skal gera fyrir beitiland sem uppfyll-
ir ekki kröfur samkvæmt viðauka I.
Með því að hafa orðið ,,og“
í greininni felur greinin í raun í
sér tvö skilyrði. Annað skilyrðið
er sjálfbærni. Hins vegar gild-
ir óháð því hvort nýting teljist
sjálfbær, að land skuli jafnframt
standast gróðurflokkakröfur.
Gróðurflokkakröfurnar koma svo
fram í töflum 2 og 3 í Viðauka I við
reglugerðina. Eins og nefnt hefur
verið skal gera landbótaáætlun ef
meira en 33% lands telst vera í gróð-
urflokkum 3, 4 og 5, jafnvel þótt
óveruleg beit sé á viðkomandi svæði
og allur gróður í bata.
Krafa um sjálfbærni hefur grund-
vallarþýðingu samkvæmt löggjöf
um gæðastýringu. Verulegur vafi um
að landnýtingarskilyrði gæðastýr-
ingarreglugerðar sem varða gróður-
flokka án tengsla og óháð sjálfbærni
nýtingar hafi nægjanlega lagastoð.
Matvælastofnun getur þá ekki byggt
á slíkum ákvæðum. Áhrif þess geta
orðið þau að ákvarðanir um að vísa
sauðfjárbændum úr gæðastýringu
vegna brota á landnýtingarþætti
verða ógildar.
Brot á jafnræði. Mikil fjölgun
landnýtingaráætlana fram
undan?
Núverandi reglugerð vekur einnig
upp aðra spurningu. Að því er virð-
ist var landnýtingarákvæðum gæða-
stýringarreglugerðarinnar frá 2013,
einugis framfylgt gagnvart þeim
bændum sem höfðu haft landnýt-
ingaráætlanir áður. Það er auðvitað
brot á jafnræðisreglum. Ný viðmið
gróðurflokkunar benda hins vegar
til þess að mun fleiri beitarsvæði
eigi undir áætlunina.
Líklegt gróðurlendi í
Gróðurflokki 3, sbr. viðauka I, er
Rýrir móar, brattlendi, mólendi og
melar. Þetta gróðurfar mætti næst-
um kalla, ,,íslenskst gróðurlendi“,
a.m.k. er það einkennandi fyrir stór
landsvæði á Íslandi.
Kröfur gæðastýringarreglugerðar
eru að gera skuli landnýtingaráætlun
ef 33% lands eða meira er í þessum
flokki og flokkum 4 og 5. Það er
ekki nokkur vafi á því að muni fleiri
jarðir og beitarsvæði falla undir
þetta viðmið en ákvæði eldri gæða-
stýringarreglugerðar nr. 10/2008.
Ef litið er til gagna um gróður-
flokkun á Íslandi er líklegt að með
réttu eigi nokkur hundruð sauðfjár-
bændur eftir að fá bréf frá MAST
eða Landgræðslunni um að þeir
skuli gera landbótaáætlanir, enda
muni stofnanirnar beita gildandi
reglugerðarákvæðum af jafnræði.
(Beitarþungi á viðkomandi svæðum
skiptir þar engu máli, vel að merkja.)
Það kann hins vegar að vera
að MAST og Landgræðslan muni
áfram halda sig við það að fram-
fylgja nýju reglugerðinni einungis
gagnvart hluta sauðfjárbænda. Því
má velta upp hvort ekki megi virða
kröfur stofnananna að vettugi á
meðan svo er.
Svar við fyrirspurnum?
Það er því ekki úr vegi að ráðuneytið
sem setur reglugerð nr. 1160/2013
og 536/2015 svari eftirfarandi:
Á hvaða forsendum eru sett
gróðurflokkaskilyrði um sauðfjár-
beitilönd í reglugerð, sem ekki eru
í tengslum við og óháð beitarálagi
og sjálfbærri nýtingu viðkomandi
landssvæðis?
Ef ráðuneytið telur heimildir fyrir
slíkum skilyrðum er því velt upp
af hverju viðmið um gróðurflokka
miðist við 33% í flokkum 3, 4 og 5,
en ekki t.d. 10%? (Það væri metnað-
arfyllra og jafn samhengislaust við
það hvort núverandi beitarnýting
telst sjálfbær.)
Jón Jónsson hrl.
Jón Jónsson
Lesendabás
Með því að nota límtré í burðargrindur landbúnaðarbygginga eins
og fjósa, hesthúsa, reiðhalla, fjárhúsa og fleiri gerða, og klæða
grindurnar með Yleiningum fást mjög hlýleg og falleg hús sem
eru fljótuppsett, endingargóð og brunaþolin. Ekki skemmir fyrir
að þessi hús eru hagkvæm í viðhaldi og rekstri.
Ráðgjöf til viðskiptavina
Starfsmenn okkar búa yfir áratuga reynslu við hönnun og
framleiðslu húsanna.
limtrevirnet.is
Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes
Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur
Netfang - sala@limtrevirnet.is
Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350
Við framleiðum
landbúnaðarbyggingar
Fjós Vélaskemma Hesthús