Morgunblaðið - 04.08.2015, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 4. Á G Ú S T 2 0 1 5
Stofnað 1913 180. tölublað 103. árgangur
KONA MEÐ
DÝRAN SMEKK
FYRIR BÍLUM
MYNDAR ANDLIT
REYKJANES-
BÆJAR
ÆVINTÝRAÓPERAN
BALDURSBRÁ SETT
Á SVIÐ Í HÖRPU
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON 10 GUNNSTEINN TÓNSMIÐUR 30BÍLAR
Meira fannst af
sterkari efnum í
fíkniefnaeftirliti
lögreglunnar í
Vestmannaeyjum
um helgina en
fyrri ár, en í til-
kynningu lögregl-
unnar kemur fram
að eftirlitið hafi
verið hert til muna
í ár. Að sögn Heið-
ars Hinrikssonar, lögregluþjóns í
Vestmannaeyjum, sem hélt utan um
eftirlitið, kom magn kókaíns og am-
fetamíns verulega á óvart. Magn þess-
ara efna var nú meira en kannabis-
efna, sem er óvenjulegt. „Við áttum
ekki von á því að finna svona mikið af
þessu. Yfirleitt hefur verið mest af
grasi og núna snerist þetta við,“ segir
hann, en athygli vekur að heildar-
magn kannabisefna minnkaði á móti.
Skammtastærðirnar komu lög-
reglu einnig á óvart að sögn Heiðars.
„Við fundum meira magn á fleiri ein-
staklingum. Einhverjir þeirra eru
mögulegir söluskammtar,“ segir
hann.
Heiðar segir að líkleg ástæða fyrir
magni efnanna sé einfaldlega að mikið
magn þeirra sé í umferð á landinu um
þessar mundir.
Að sögn Heiðars verða fíkniefna-
mál sem komu upp á hátíðinni nú tek-
in saman og áætlað hverju er við að
búast að ári liðnu.
Ósamræmi miðað við þróun
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á
Vogi, segir tíðindin ekki samræmast
þróuninni. „Aukin kókaínneysla kem-
ur á óvart; neyslan hefur staðið í stað
og dvínaði mikið eftir hrun. Þetta sá
maður ekki fyrir, en ef sannarlega var
meira af þessum efnum en áður má
draga þá ályktun að meira verði um
þessi efni á landinu þegar nær dregur
haustinu,“ segir hann.
jbe@mbl.is
Mikið um
hörð efni
í Dalnum
Óvænt magn kóka-
íns og amfetamíns
Lögreglan Fíkni-
efnaeftirlitið hert.
Fríða Hermannsdóttir upplifði
úrræðaleysi í þjónustu við eldri
borgara í námi sínu í hjúkrunar-
fræði og einsetti sér að gera á því
bragarbót. Hún rekur nú ásamt
móður sinni fyrirtækið Farsæld,
sem sinnir heima- og hjúkrunar-
þjónustu.
Hluti af þjónustu þess felst í svo-
kallaðri lífssöguþjónustu. Í henni
felst að tekið er saman æviágrip
einstaklings á myndrænan hátt og
sett fram á veggspjaldi hjá honum.
Lífssöguþjónustan hefur sýnt já-
kvæð áhrif á umönnun einstaklinga
með heilabilun. Margir af þeim sem
þjást af heilabilun verða erfiðir í
samskiptum eða loka sig algjörlega
af. Markmið þjónustunnar er að að-
stoða umönnunaraðila við að kynn-
ast skjólstæðingum sínum og
sporna þannig gegn stofnana-
væðingu umönnunar. »14
Lífssöguþjónusta vinnur gegn stofnana-
væðingu í þjónustu hjúkrunarheimila
Ljósmynd/Farsæld
Farsæld Fríða Hermannsdóttir og Hall-
fríður Eysteinsdóttir hjúkrunarfræðingar.
Hráolíuverð hefur lækkað um nærri helming á undanförnum
12 mánuðum og svo virðist sem ekkert lát sé á þeirri þróun.
Lækkaði Brent Norðursjávarolía um 2,1% í gær og olía á
markaði í Bandaríkjunum lækkaði um nærri 3%.
Ekki er ljóst hvaða áhrif þetta hefur á þróun eldsneytis-
verðs hér á landi, en ekki náðist tal af fulltrúum olíufélag-
anna í gær.
„Það ber svolítið að sama ósi og áður, þau virðast vera
sneggri til að hækka verðið en þegar kemur að því að lækka það,“ segir
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann segir teikn á lofti um
frekari lækkun olíuverðs og bendir á nýtt samkomulag við fjórða stærsta
olíuframleiðanda heims, Íran. »17
Verð á olíu lækkar áfram
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Íslenskir korthafar eru almennt
varari um sig þegar kemur að öryggi
kortaupplýsinga í netviðskiptum, að
sögn Bergsveins Sampsted, fram-
kvæmdastjóra kortalausna hjá Val-
itor, en framin kortasvik hér á landi
eru einungis þriðjungur af sambæri-
legum tilvikum erlendis.
„Við erum býsna vel upplýst þegar
kemur að upplýsingaöryggi og per-
sónuvernd. Aðgengi Íslendinga að
heimabönkum er líka gott og fólk sér
strax ef inn koma skrýtnar færslur.
Við erum fljót að bregðast við og get-
um skoðað hlutina í víðara samhengi,
hvort málið varði fleiri korthafa,“
segir Bergsveinn.
Hann segir netviðskipti ekki orðin
jafn örugg og viðskipti með posum,
en örgjörvar og pin-númer hafa leyst
öryggisvandamál í posaviðskiptum.
„Netviðskipti eru ekki sambæri-
leg viðskiptum yfir borðið. Það sem
við sjáum fyrir okkur er að auðkenn-
ingarkröfur muni aukast í netvið-
skiptum,“ segir Bergsveinn, en að
hans mati eru líkur á að í framtíðinni
aukist auðkenningarkrafa til kort-
hafa sem eigi í viðskiptum yfir netið.
Að mati Bergsveins búa Íslend-
ingar vel landfræðilega þegar kemur
að vörnum við kortasvikum á netinu,
en einnig spilar inn í fæð fólks hér á
landi. Þannig er auðvelt að halda ut-
an um undarlegar kortafærslur og
starfsfólk kortafyrirtækjanna getur
brugðist skjótt við. »4
Íslendingar vel
upplýstir um
kortaöryggi
Fáir íslenskir korthafar láta blekkjast
af fölskum póstsendingum tölvuþrjóta
Kortaöryggi
» Fjölgað hefur tölvupóst-
sendingum tölvuþrjóta sem
dulbúnar eru sem tölvupóstar
frá fyrirtækjum.
» Íslendingar eru illseldir þeg-
ar kemur að gylliboðum um að
láta af hendi viðkvæmar korta-
upplýsingar sínar.
» Aukin auðkenningarkrafa til
korthafa kann að sporna við
hættunni af netviðskiptum.
Þeir virtust þreyttir, ferðalangarnir sem biðu eftir strætó í Mjóddinni í gær
um leið og þeir yljuðu sér við sólargeislana. Kannski voru þeir meðal
þeirra þúsunda sem komu af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir
þunga umferð gekk hún hvarvetna vel ef undan eru skilin lítilsháttar
óhöpp vestan við Strákagöng og á Suðurstrandarvegi. »9
Morgunblaðið/Eggert
Yljuðu sér og biðu eftir
strætó í Mjóddinni
Umferð gekk stóráfallalaust fyrir sig
Tíðni svonefndra þungbura hér á
landi hefur lækkað eftir að farið
var að skima fyrir meðgöngu-
sykursýki. Bendir það til þess að
stór hluti þungburanna sem fædd-
ust hér hafi ekki bara verið stór
vegna erfðaeiginleika heldur hafi
meðgöngusykursýki mæðranna
stuðlað að óeðlilega miklum vexti
margra þessara barna.
Fæðingarþungi barna á Íslandi
er að meðaltali með því hæsta sem
þekkist í heiminum og árið 2001
töldust 7% nýbura á Íslandi vera
þungburar (þyngri en 4.500
grömm) Hlutfall þungbura hér-
lendis var 7,2% á árunum 1998 og
1999 en lækkaði síðan niður í 4,6% á
þrettán árum. Á sama tímabili
þyngdust Íslendingar almennt.
Ragnheiður I. Bjarnadóttir, yfir-
læknir mæðraverndar Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins, segir að
ástæða lækkandi tíðni þungbura sé
sennilega sú að á undanförnum ár-
um hafi verið farið að leita betur að
meðgöngusykursýki hjá verðandi
mæðrum.
„Ef mæðurnar eru með ómeð-
höndlaða meðgöngusykursýki eru
þær með of háan blóðsykur sem fer
yfir fylgjuna til barnsins. Barnið,
sem ekki er sjálft með sykursýki,
framleiðir því aukið insúlín og hleð-
ur upp fituvef og stækkar því meira
en það myndi gera annars.“ »6
Tíðni þungbura hefur lækkað eftir að farið
var að skima fyrir meðgöngusykursýki
Samningur milli Ormsson og
danska raftækjaframleiðandans
Bang & Olufsen var undirritaður í
mars og verður sérstök Bang &
Olufsen-verslun opnuð í Lágmúla 8
í Reykjavík næstkomandi laugar-
dag.
Að sögn Vals Kristóferssonar,
sölustjóra Bang & Olufsen á Ís-
landi, brást fyrirtækið við efna-
hagshruninu með því m.a. að leggja
áherslu á svonefnda Beo Play-línu,
sem er stíluð á yngri kaupenda-
hópinn með tækjum á borð við
heyrnartól og bluetooth-hátalara.
»16
Bang & Olufsen-
verslun opnuð í
Reykjavík