Morgunblaðið - 04.08.2015, Side 6
Morgunblaðið/Golli
Minjar Hafnargarðurinn verður endurbættur en ætlunin er að fella hann að hluta inn í nýbyggingu á reitnum.
Bjarni Steinar Ottósson
Kjartan Kjartansson
Gamli steinhlaðni hafnargarðurinn í
Reykjavíkurhöfn komst aftur í
dagsljósið nýlega, en verið er að
grafa fyrir nýbyggingu á Austur-
bakka þar sem garðurinn stóð.
Garðurinn var byggður á árunum
1913-1917, á tíma fyrri heimsstyrj-
aldar, en lagðist undir landfyllingu í
upphafi seinna stríðs, árið 1939.
Fyrirtækið Landstólpar stendur
að nýbyggingu á reitnum sem ætluð
er undir íbúðar- og verslunarhús-
næði. Bílakjallari verður undir hús-
inu sem tengist sameiginlegu bíla-
stæðahúsi á svæðinu sem nær undir
Hörpuna.
Garðurinn er meira en aldar
gamall en í ljósi aldurs hans gerir
Minjastofnun kröfu um að garður-
inn verði varðveittur í núverandi
mynd, a.m.k. að hluta, og verði
áfram sýnilegur í borgarmyndinni.
Garðurinn teljist heilt mannvirki en
ekki rústir og því beri að varðveita
hann.
Merkar söguminjar
Pétur H. Ármannsson, sviðstjóri
hjá Minjastofnun, lýsir garðinum
sem stærstu og merkustu fram-
kvæmd sem hafði verið ráðist í á
þeim tíma. Þetta sé fyrsta og eina
framkvæmd á Íslandi sem járn-
brautarlest hafi verið nýtt við, en
hún flutti efni frá Skólavörðuholti
og Öskjuhlíð niður á höfn. Pétur
segir um merkilegan fund að ræða.
„Menn vissu svo sem af þessum
garði og bent var á áður en skipu-
lagið á reitnum var gert að hafnar-
garðurinn væri sennilega þarna
undir. Menn gerðu sér kannski ekki
grein fyrir því að hann væri svona
heillegur og fallegur.“
Felldur inn í byggingaráform
Garðurinn tengdist steinbryggju
við enda Pósthússtrætis og myndaði
að sögn Péturs eins konar hlið inn í
landið sem allir aðkomumenn í höf-
uðstaðnum fóru um.
Stjórnarformaður Landstólpa,
Gísli Steinar Gíslason, segir standa
til að garðurinn fái að vera áfram,
a.m.k. að hluta, og samstarf sé við
Minjastofnun um það.
Hann vonast vil þess að garð-
urinn verði sýnilegur áfram og hluti
af bílakjallaranum.
„Við erum svolítið að vinna með
söguna á svæðinu þannig að þetta
getur komið skemmtilega inn í
hönnun hjá okkur þarna. Markmið-
ið er að reyna að hafa hann alveg
óhreyfðan þar sem hann heldur
sér,“ segir Gísli.
Hann sér fyrir sér að hluti garðs-
ins muni þurfa að víkja en hluti
hans verði eftir og sýnilegur úr bíla-
kjallara og úr göngugötu á svæðinu.
Verklok eru áætluð 2018 en Pétur
segir garðinn óhjákvæmilega munu
raska byggingaráformum eitthvað.
Hugsanlega verði að gefa eftir varð-
andi stærð bílakjallarans.
Hafnargarður á sínum stað
Grafinn 1939 og gengur nú í endurnýjun lífdaga Kemur betur undan landfyllingu en búist var við
Hluti garðsins fær að standa og verður sýnilegur á ný úr bílakjallara og göngugötu
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fæðingarþungi barna á Íslandi er
að meðaltali með því hæsta sem
þekkist í heiminum. Hér fæddust
t.d. hlutfallslega mun fleiri þung-
burar (þyngri en 4.500 grömm) ár-
ið 2001 en í Bandaríkjunum. Það
ár töldust 7% nýbura á Íslandi
vera þungburar en 1,4% í Banda-
ríkjunum. Tíðni þungbura var
einnig hærri hér en annars staðar
í Evrópu. Hlutfall mjög þungra
barna (þyngri en 5.000 grömm)
var 0,8% hér miðað við 0,1% í
Bandaríkjunum.
Þetta kemur m.a. fram í fræði-
grein Hörpu Viðarsdóttur, læknis
og doktorsnema, um áhættu sem
fylgir meðgöngu og fæðingu mjög
þungra barna fyrir börnin sjálf og
mæður þeirra. Greinin birtist í
American Journal of Obstetrics &
Gynecology árið 2011.
Ástæður fyrir þungburum
Þar kemur einnig fram að hlut-
fall mjög þungra barna í Samein-
uðu arabísku furstadæmunum var
0,24% og í Svíþjóð 0,45%. Ekki er
að fullu vitað hvers vegna íslensk
börn eru svona þung en þó er vitað
um þætti sem stuðla að aukinni
þyngd nýbura.
Þannig eru vísbendingar um að
mæður þungbura hafi tilhneigingu
til að vera þyngri og þyngjast
meira á meðgöngu en þær sem
fæða börn í algengustu þyngd-
arflokkunum. Eins er vitað að
meðgöngusykursýki mæðra hefur
áhrif á þyngd barnanna.
Fjallað var um tengsl mikillar
fæðingarþyngdar barna við þyngd
mæðra í Morgunblaðinu 28. júlí sl.
Á læknaþingi um frjósemi á
Norðurlöndum, sem haldið er í
Hörpu 3.-5. ágúst, er m.a. fjallað
um þung börn og þungar mæður.
„Meðalþyngd íslenskra barna er
meiri en annars staðar á Norður-
löndunum. Árið 2012 voru 4,6% ís-
lenskra barna yfir 4.500 grömm
(þungburar) en aðeins 2,5%
danskra barna, 2,5% finnskra
barna, 2,9% norskra barna og 3,5%
sænskra barna,“
sagði Ragnheið-
ur I. Bjarnadótt-
ir, yfirlæknir
mæðraverndar
Heilsugæslu
höfuðborgar-
svæðisins. Hún
ber einnig
ábyrgð á
fæðinga-
skráningunni.
Ragnheiður
sagði almennt ekki slæmt að börn
væru stór og kröftug við fæðingu.
Meðalþyngd íslenskra barna er í
kringum 3.700 grömm og hérlendis
eru tiltölulega lág tíðni fyrirbura
og vaxtarskertra barna.
„En það geta fylgt vandamál
bæði fyrir móður og barn þegar
barnið er komið yfir 4.500 grömm,“
sagði Ragnheiður. Hún sagði að
hlutfall þungbura (yfir 4.500
grömm) hefði verið enn hærra hér
fyrr á árum. Hlutfall þungbura
hérlendis var 7,2% á árunum 1998
og 1999 en lækkaði síðan niður í
4,6% á þrettán árum. Á sama tíma-
bili þyngdust Íslendingar almennt
og verðandi mæður þar á meðal.
Leita að meðgöngusykursýki
Ragnheiður sagði að ástæða
lækkandi tíðni þungbura væri
sennilega sú að á undanförnum ár-
um hefði verið farið að leita betur
að meðgöngusykursýki hjá verð-
andi mæðrum.
„Ef mæðurnar eru með ómeð-
höndlaða meðgöngusykursýki eru
þær með of háan blóðsykur sem
fer yfir fylgjuna til barnsins.
Barnið, sem ekki er sjálft með
sykursýki, framleiðir því aukið in-
súlín og hleður upp fituvef og
stækkar því meira en það myndi
gera annars.
Ein af ástæðum þess að við
skimum fyrir meðgöngusykursýki
hjá konum í áhættuhópi, meðal
annars konum sem eru of þungar,
er að við erum að reyna að koma í
veg fyrir að börnin verði of þung
og stór,“ sagði Ragnheiður.
Mæðrunum er ráðlagt að passa
upp á blóðsykurinn. Þær fara á
sérstakt mataræði og nota jafnvel
insúlín, ef mataræðið dugar ekki,
til að halda blóðsykurmagninu í
skefjum og koma þannig í veg fyr-
ir að barnið verði mjög stórt. Það
getur valdið ýmsum vanda í fæð-
ingu ef barnið er of svert. Börn
sykursjúkra mæðra eru yfirleitt
hlutfallslega þung miðað við lengd,
og stærri en þau ættu að verða
erfðanna vegna. Þessi börn geta
t.d. frekar lent í svonefndri axlar-
klemmu en jafnþungir nýburar
með eðlilegt holdafar, þ.e. börn
sem eru stór vegna erfða sem eru
oftast líka löng og höfuðstór.
Þannig má skipta þungburum í tvo
hópa: þau sem eru stór vegna
erfða og þau sem eru stór vegna
ómeðhöndlaðrar meðgöngusyk-
ursýki, en mun minna er um
vandamál hjá fyrri hópnum.
Það hve tíðni þungbura lækkaði
eftir að farið var að skima fyrir
meðgöngusykursýki bendir til
þess að stór hluti þungburanna
sem fæddust hér hafi ekki bara
verið stór vegna erfðaeiginleika
heldur hafi meðgöngusykursýki
mæðranna stuðlað að óeðlilega
miklum vexti margra þessara
barna, að mati Ragnheiðar.
Fæðingum þungbura fækkaði
Eftirlit með meðgöngusykursýki hjá verðandi mæðrum leiddi til þess að færri þungburar fæddust
Hlutfallslega fæðast fleiri þungburar hér en annars staðar á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum
Morgunblaðið/Golli
Nýr Íslendingur Íslensk börn eru að meðaltali þyngri en börn á meðal annarra þjóða. Bæði er hlutfall þungbura
(yfir 4.500 grömm) hærra hér en víða annars staðar og eins hlutfall mjög þungra nýbura (yfir 5.000 grömm).
Ragnheiður
Bjarnadóttir
„Það hafa fæðst nokkur börn yfir sex kílóum (24 merkur)
á Íslandi,“ sagði Reynir Tómas Geirsson, fæðingalæknir á
Landspítalanum og prófessor. Hann er leiðbeinandi
Hörpu Viðarsdóttur doktorsnema. Reyni minnti að
þyngsta barn sem fæðst hafði hér á landi og sögur fóru
af hefði verið 6,7 kíló (tæplega 27 merkur). Sjálfur tók
hann einu sinni á móti barni sem var tæplega 6,3 kíló (25
merkur) við fæðingu. Barnið var tekið með keisaraskurði
til að koma í veg fyrir að það skaddaðist í fæðingu.
„Ég sagði við móðurina að hún gæti bara sent barnið
strax í skóla,“ sagði Reynir.
Þyngsta barnið var 6,7 kg
NOKKRIR NÝBURAR YFIR SEX KÍLÓUM AÐ ÞYNGD
Reynir Tómas
Geirsson
Hafnarmál Reykjavíkur voru
lengst af bágborin þó að fullt
tilefni væri til þess að ráðast í
framkvæmdir. Úr því varð loks
árið 1913 að gufuskipið Edvard
kom í höfn með stórvirk vinnu-
tæki og verkfræðinginn N.P.
Kirk sem hafði yfirumsjón með
framkvæmdinni. Járnbraut var
lögð og gat lestin ferjað bygg-
ingarefni 25 ferðir daglega.
Milli 100 og 140 manns
stóðu að framkvæmdinni milli
1913 og 1917 sem var mikil inn-
spýting í efnahag borgarinnar.
Umbylting
LANGÞRÁÐ FRAMKVÆMD