Morgunblaðið - 04.08.2015, Side 8

Morgunblaðið - 04.08.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015 2.495KR BRÖNS Í hádeginu laugardaga, sunnudaga og rauða daga frá 11:30 – 15:00 g e y s i r b i s t r o . i s Aðalstræti 2 517 4300 Svíar og Danir hafa algjörlegamisst stjórn á straumi flótta- manna og annarra innflytjenda, að mati margra heimamanna. Kosningaþróunin í löndunum end- urspeglar þann veruleika.    Í gær sagði„RÚV“ í hádeg- isfréttum: „Dönsk stjórnvöld vilja draga mikið úr fjölda hælisleitenda í Danmörku. Efnt verður til aug- lýsingaherferðar í erlendum dag- blöðum sem letja á flóttafólk frá því að koma til Danmerkur!“    Eins og allir vita liggur sérhverflóttamaður á meðan lesbjart er yfir blöðunum. Því má telja öruggt að þessi herferð danskra yfirvalda muni heppnast. En hvað sem því líður á herferðin skilið að fá Bjartsýnisverðlaun Bröste, og það jafnvel þótt þau séu ekki leng- ur til í fyrri mynd og hafi beinst að Íslendingum á meðan þau voru og hétu.    En það er fagnaðarefni aðheyrst hefur að embætt- ismenn íslenska Utanríkisráðu- neytisins hafi lagt til við sinn ráð- herra að strax verði settur saman kvartett úr hópi núverandi og fyrrverandi ráðherra sem fari í söngferð til Vladivostok.    Ferðin mun hafa yfirskriftina„Meiri makríl, krílin mín“ og verður beint að börnum, sem munu svo í framhaldinu vinna í foreldrum sínum gegn innflutn- ingsbanni sem Íslandi er hótað eft- ir snilldartakta ráðuneytisins.    Fagmenn telja víst að sú her-ferð muni ekki skila lakari árangri en danska auglýsinga- herferðin. Christiansborg Slot Ógnvekjandi aðgerðir STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.8., kl. 18.00 Reykjavík 15 skýjað Bolungarvík 13 heiðskírt Akureyri 12 skýjað Nuuk 17 léttskýjað Þórshöfn 12 skúrir Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 32 heiðskírt Brussel 32 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 21 skýjað París 32 heiðskírt Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 31 heiðskírt Berlín 32 heiðskírt Vín 28 léttskýjað Moskva 21 heiðskírt Algarve 22 skýjað Madríd 37 léttskýjað Barcelona 28 léttskýjað Mallorca 32 heiðskírt Róm 32 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 18 léttskýjað Montreal 22 skýjað New York 30 léttskýjað Chicago 26 léttskýjað Orlando 24 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:44 22:24 ÍSAFJÖRÐUR 4:29 22:49 SIGLUFJÖRÐUR 4:11 22:33 DJÚPIVOGUR 4:09 21:59 Franskur ferða- maður sem villt- ist á Horn- ströndum í gær fannst í í gær- kvöldi eftir um- fangsmikla leit. Maðurinn hafði samband við Neyðarlínu og sagðist villtur uppi af Lónafirði á milli Jök- ulfjarða og Hornstranda. Lítið skyggni var á svæðinu og maðurinn gat illa lýst aðstæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg var manninum orðið kalt þegar hann fannst en að öðru leyti var hann vel haldinn og afþakkaði Snickers- súkkulaðistöng þegar honum var boðin hún. Villtist og afþakkaði Snickers  Leitað að ferða- manni á Hornströndum Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Þrír dagar eru síðan flutningaskipið Winter Bay lagði af stað frá Tromsö í Noregi með íslenskt hvalkjöt. Förinni er heitið til Osaka í Japan og er að sögn Kristjáns Loftssonar, eiganda Hvals hf., áætlað að skipið komi þangað í fyrri hluta septembermán- aðar. Farmurinn er 1.700 tonn af frosnu langreyðarkjöti. Siglt verður um Norður-Íshaf í fyrstu þar sem ís er farinn að þiðna sem auðveldar för. Leiðinni er heitið norður fyrir Rússland, svokallaða norðausturleið, en hafís getur tálmað för skipa sem reyna að fara þessa leið. Að sögn Kristjáns er opnað fyrir þessa leið 1. júlí en hún verður ekki al- mennilega fær fyrr en í ágúst. „Það er allt að þiðna mjög hratt þarna,“ segir Kristján. Að sögn hans ætti förin að ganga greiðlega. „Rússarnir sjá um allt eftirlit. Skipið fer ekki neitt nema það sé búið undir þær aðstæður sem eru þarna,“ segir Kristján. Winter Bay lagði af stað frá Hafnarfirði í byrjun júní og hélt til Noregs. Hafði það legið við bryggju í sex vikur áður en það fór frá höfn á föstudaginn. Gangi áform um sigl- ingu norður fyrir Rússland eftir styttir það leiðina sem þarf að sigla um 14.800 kílómetra miðað við að far- ið sé fyrir Góðrarvonarhöfða. Kemur til Osaka í september  Winter Bay á þriðja degi í för sinni til Japan  Allt að þiðna á norðausturleið Winter Bay 1.700 tonn eru um borð. Hettumávar, ekki kríur Mynd sem birtist á baksíðu síðasta sunnudagsblaðs Morgunblaðsins var af hettumávum en ekki kríum eins og sagði í texta með myndinni. Er beðist velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.