Morgunblaðið - 04.08.2015, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Hjálmar Sveinsson, formaður um-
hverfis- og skipulagsráðs Reykja-
víkurborgar og hjólreiðamaður til 25
ára, kveðst taka undir ákveðin atriði í
gagnrýni Gauta Grétarssonar,
sjúkraþjálfara og hjólreiðamanns til
25 ára, í Morgunblaðinu fyrir helgi.
„Ég er sammála því að kappakst-
urshjólreiðar eiga
ekki heima inni á
tiltölulega þröng-
um stígum, þar
sem bæði eru fót-
gangandi vegfar-
endur og hjólandi.
Ég er líka sam-
mála því að það
þarf að bæta um
betur, en það er-
um við einmitt að
gera ár hvert,“
sagði Hjálmar í samtali við Morgun-
blaðið.
Hann segir ótækt að keppnis-
hjólamenn fari á miklum hraða á
stígum þar sem gangandi vegfar-
endur séu einnig, og séu ekki með
bjöllu. Taka verði tillit til gangandi
vegfarenda. „Það þarf ugglaust að
koma á meiri aga á þessum stígum,
svo að ekki skapist hætta,“ sagði
Hjálmar.
Hann kveðst telja að sú hjólabylt-
ing sem orðið hafi sé stórkostleg,
ekki bara hér, heldur alls staðar.
Keppnishjólamennska áberandi
„Segja má að þessi bylting hér hafi
orðið svolítið einsleit, að því leyti að
keppnishjólamennska er áberandi og
gríðarlega öflug, sem er vissulega
fagnaðarefni. En hún á bara alls ekki
heima inni á hinum almennu göngu-
og hjólastígum, og getur þess vegna
skapað þær hættur sem Gauti fjallaði
um í samtali við Morgunblaðið í síð-
ustu viku,“ sagði Hjálmar. Hann
kvaðst hafa fengið umkvartanir frá
fólki sem segði við hann að það horfði
í óefni hvað varðar hraðann á
keppnishjólreiðamönnum á hinum al-
mennu og oft þröngu stígum.
„Einn staður sem oft er nefndur
við mig er Elliðaárdalurinn, vegna
þess að hann er vinsæll útivistar-
staður fyrir göngufólk. Þar stendur
nú reyndar til í haust og næsta sumar
að leggja sér stíga fyrir hjólreiðafólk,
sem ég held að verði til mikilla bóta,
ekki síst fyrir fótgangandi, vegna
þess að þar er mikið af kröppum
beygjum og blindhornum,“ sagði
Hjálmar.
Hjálmar bendir á að Reykjavíkur-
borg hafi gert mikið til þess að bæta
aðstæður göngu- og hjólreiðafólks.
Umtalsvert fjármagn hafi verið sett í
að bæta göngu- og hjólastíga og
leggja nýja. Á þessu ári sé 350 millj-
ónum króna varið í verkefnið.
„Við leggjum æ aukna áherslu á að
leggja sér hjólastíga og gott dæmi
um það er stígarnir meðfram Ægi-
síðu og allur Fossvogsdalur og stíg-
arnir meðfram Sæbrautinni,“ sagði
Hjálmar.
Hann telur ekki þörf á því að stígar
séu tvískiptir alls staðar. „Fótgang-
andi og hjólandi fólk á alveg að geta
deilt sama stíg, sem aðskilinn er með
áberandi línu, ef farið er varlega,“
sagði Hjálmar.
Bjalla nauðsynleg
Ásbjörn Ólafsson, formaður
Landssamtaka hjólreiðamanna
(LHM), segir að gagnrýni Gauta
Grétarssonar á hjólreiðamenn á
keppnishjólum sem þeysist um
göngu- og hjólastíga borgarinnar á
miklum hraða, án þess að vera með
bjöllu, hafi vissulega verið rædd inn-
an LHM. „Við höfum rætt um nauð-
syn þess að vera með bjöllu á hjól-
unum og að hjólreiðamenn haldi sig
hægra megin á stígunum, auk þess
sem við brýnum fyrir hjólreiðamönn-
um að fara eftir lögum og reglum.
Það vill brenna við að keppnis-
hjólreiðamenn séu að hjóla of margir
saman í hópi á stígunum og ganga
þar með á rétt gangandi vegfarenda
og í versta falli stofna þeim í hættu,“
sagði Ásbjörn í samtali við Morgun-
blaðið.
Keppnishjólreiðar eiga ekki við
Formaður skipulagsráðs segir ótækt að keppnishjólreiðamenn fari á miklum hraða á stígum þar
sem gangandi vegfarendur eru Úrbóta von í Elliðaárdal og lagðir verði sérstakir hjólastígar
Hjálmar
Sveinsson
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015
Arnþór Helgason hjólreiðamaður hefur ýmislegt út á
göngu- og hjólastíga borgarinnar að setja og hjól-
reiðamenningu sem þar sést allt of oft að hans mati.
Arnþór og kona hans, Elín Árnadóttir, hafa ánægju
af að hjóla saman á tveggja manna hjólinu sínu,
hvort sem er á hjólastígum borgarinnar eða utan
Reykjavíkur.
„Þegar hjól þeysist fram úr manni á 40 til 50 kíló-
metra hraða á hjólastíg bregður manni óneitanlega í
brún,“ sagði Arnþór í samtali við Morgunblaðið. Áður
en hjólanotkun hafi orðið jafnalmenn og hún er í dag
hafi menn yfirleitt gefið aðvörunarmerki með því að
klingja bjöllu en það sé hending nú orðið ef menn á
keppnishjólum séu með bjöllu á hjólinu.
Arnþór segir marga vegfarendur uggandi út af
þessari hröðu umferð á stígunum. Hann vill að há-
markshraði verði ákveðinn á hjólastígunum og lög-
regla sinni sýnilegu eftirliti með umferðinni þar, og
leiðbeini fólki um aksturslag.
Arnþór segir að hættur og slysagildrur leynist á
ákveðnum stöðum á göngu- og hjólastígum borgar-
innar og nefnir sérstaklega hjólreiðastíginn meðfram
Suðurgötunni, þar sem hjólreiðarmenn fari oft yfir á
göngustíginn og hjóli svo á mikilli ferð, jafnvel þar
sem blindhorn er, og af því skapist oft mikil hætta.
Loks bendir Arnþór á að víða í Reykjavík séu úr-
tökur í gangstéttum mjög lélegar og af því geti einn-
ig skapast mikil hætta.
Ljósmynd/Ragnheiður Jósúadóttir
Á einu hjóli Hjónin Arnþór Helgason og Elín Árnadóttir hafa ánægju af hjólreiðum en hjólastígana mætti bæta.
Eru uggandi vegna hraðans
Vill reglur um hámarkshraða á hjólastígum og löggæslu
Ísak Rúnarsson
isak@mbl.is
Löggiltir fasteignasalar í júlí eru
orðnir 52 en til samanburðar var að-
eins einn sem fékk löggildingu í júlí-
mánuði í fyrra. Það sem af er árinu
hafa því 69 fengið löggildingu á rétt-
indum til fasteignasölu en allt árið í
fyrra voru þeir 38. Þessa miklu fjölg-
un má rekja til breytinga á lögum um
fasteignasala, en í þeim er komið í
veg fyrir að lögmenn geti fengið rétt-
indi sem fasteignasalar í grundvelli
menntunar sinnar. Nú þurfa lög-
menn að setjast á skólabekk til þess
að geta öðlast réttindi. Því nýttu
margir lögfræðingar tímann áður en
breytingin tók gildi til þess að öðlast
löggildingu.
Í lögunum eru einnig gerð strang-
ari skilyrði um aðkomu löggiltra
fasteignsala að fasteignamiðlun, en
áður fyrr höfðu sölumenn sem ekki
höfðu slík réttindi sinnt stórum hluta
miðlunarinnar. Grétar Jónasson,
framkvæmdastjóri Félags fasteigna-
sala, segir að þetta séu breytingarn-
ar sem koma skuli, nú séu löggiltir
fasteignasalar að koma inn í stað
ófaglærðra sölumanna. Talsvert sé
um að ófaglærðir séu að fara út úr
greininni eða hyggi að námi nú í
haust.
Nokkrir sviptir á ári hverju
Í Lögbirtingablaðinu má sjá að á
ári hverju eru nokkrir fasteignasalar
sviptir réttindum sínum, yfirleitt
tímabundið. Aðspurður segir Grétar
að fyrst og fremst sé ástæðan fyrir
því tvíþætt. Annars vegar gerist það
ef fasteignasalar skili ekki inn stað-
festingu á því að þeir hafi lögboðnar
tryggingar að baki sér og hins vegar
ef þeir skili ekki inn upplýsingum um
vörslufjárreikninga. Þegar því sé
komið í lag sé leyfunum úthlutað að
nýju. Grétar segir þó að einstaka til-
vik komi upp þar sem fasteignasalar
hafi brotið það alvarlega gegn neyt-
endum að þeir séu sviptir réttindum
ótímabundið. Þau mál séu þó sem
betur fer sjaldgæf.
52 löggiltir fast-
eignasalar í júlí
Morgunblaðið/Ómar
Hús 52 einstaklingar fengu löggild-
ingu sem fasteignasalar í júlí.