Morgunblaðið - 04.08.2015, Side 17
„Ef Íran fer úr jafn-
vægi er mun betra
að Íranar eigi ekki
kjarnavopn en að
þeir eigi þau.“
John Kerry
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Bandalagsþjóðir Bandaríkjanna við
Persaflóa hafa lýst yfir stuðningi við
kjarnorkusamning landsins við Íran,
eftir að bandarísk yfirvöld lofuðu
þeim aukinni upplýsingaöflun og
hraðari vopnaviðskiptum.
Utanríkisráðherra Katar, Khalid
al-Attiya, sagði í ræðu í gær að í
samningnum fælist besti möguleik-
inn á stöðugleika fyrir heimshlutann.
Kom ræðan í kjölfar fundahalda með
John Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sem hefur undanfar-
ið reynt að afla stuðnings við samn-
inginn meðal ríkjanna við flóann.
Hafa þau sakað stjórnvöld Írans
um að kynda undir óróa í Sýrlandi,
Írak og Jemen. Enn fremur óttast
þau að samningurinn muni aðeins
hvetja Írana til að efla stuðning við
hópa sem berjast gegn herliðum
súnní-múslíma á svæðinu, en í Íran
fara sjía-múslímar með völdin.
Samningurinn hefur þurft að sæta
mikilli andstöðu vestanhafs á meðal
repúblikana, sem margir hafa komið
fram og sagt viðræður við Íran vera
glapræði. Og það er ekki bara í
Washington sem stjórnvöld hafa
verið gagnrýnd, þrátt fyrir að þau
haldi því fram að samningurinn muni
gera heimshlutann öruggari.
Ríkisstjórnin í Teheran hefur ein-
faldlega frjálsari hendur þegar kem-
ur að því að takast á við háværa
stjórnarandstöðu. Í gær bannaði hún
útgáfu vikublaðs í eigu manns sem
ítrekað hefur gagnrýnt samninginn.
Þá gaf hún út formlega viðvörun til
helsta dagblaðs íhaldsmanna fyrir
meint brot á leiðbeiningarreglum um
blaðamennsku í landinu.
Kerry flaug á sunnudag til Katar
frá Egyptalandi, þar sem hann hafði
reynt að fullvissa yfirvöld í Kaíró um
ágæti samningsins. Sagði Kerry við
það tilefni: „Ef Íran fer úr jafnvægi
er mun betra að Íranar eigi ekki
kjarnavopn en að þeir eigi þau“.
Styðja samning við Íran
Stjórnvöld í Teheran banna útgáfu vikublaðs í eigu gagnrýnanda samningsins
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015
TVEIR Á
TILBOÐI
Aðeins kr. 4.500
Póstsendum hvert á land sem er | Laugavegi 178 | Opið mán-fös 10-18 | S. 551-2070/551-3366 | www.misty.is
Áður kr. 14.785
NÚ kr. 7.392
Áður kr. 15.900
NÚ kr. 7.950
Áður kr. 15.900
NÚ kr. 7.950
Áður kr. 15.900
NÚ kr. 7.950
Frábærir dömuskór úr leðri
Stærðir 36–41
50%
afsláttur
MAYA
Áður kr. 8.680
NÚ kr. 4.500
JASMINA
Áður kr. 8.680
NÚ kr. 4.500
Starfsmenn ferjufyrirtækis í verkfalli hindruðu
aðgang að höfninni í borginni Calais í Norður-
Frakklandi um helgina, eftir að viðræður við
frönsku ríkisstjórnina reyndust árangurslausar.
Gríðarlegur fjöldi farandfólks er einnig kominn
saman í borginni. Undanfarnar nætur hafa fleiri
hundruð úr þeirra röðum reynt að finna sér leið
inn í Ermarsundsgöngin í von um að komast til
Bretlands, sem er álitið vera fyrirheitna landið.
AFP
Öngþveiti og óeirðir í Ermarsundsborginni Calais
Farandfólk flykkist til Norður-Frakklands í von um að komast til Bretlands
Breska lög-
reglan hefur
hafið formlega
rannsókn á því
hvers vegna lög-
reglan í Wilt-
shire rannsakaði
ekki ásakanir
um barnaníð á
hendur Edward
Heath, fyrrver-
andi forsætisráðherra Bretlands og
formanni Íhaldsflokksins. Ásakan-
irnar komu fram á tíunda áratug
síðustu aldar.
Rannsóknin fer fram á vegum
sjálfstæðrar stofnunar innan lög-
reglunnar, að því er fram kemur í
umfjöllun bresku dagblaðanna
Guardian og Telegraph.
Fleiri rannsóknir standa yfir
varðandi kynferðisbrot breskra
þingmanna og ráðherra, sem eiga
að hafa átt sér stað á síðustu öld.
Talið er að brotin hafi beinst gegn
þúsundum barna.
Heath lést árið 2005, 89 ára að
aldri, en hann var forsætisráðherra
frá 1970 til 1974.
Meint kynferðisbrot
forsætisráðherra
Edward Heath
Myndir af tals-
manni Pútíns
Rússlands-
forseta, þar sem
hann skartar for-
láta úri, hafa
valdið miklum
ágreiningi í land-
inu sem þjakað
er af efnahags-
kreppu.
Dmitry Peskov sást með úrið um-
rædda í brúðkaupi sínu sem fram
fór á laugardag. Verðmæti úrsins
er talið nema um 83 milljónum ís-
lenskra króna, en yfirlýst árslaun
Peskovs eru í kringum 19 milljónir
króna.
Einn helsti stjórnarandstæðingur
Rússlands, lögmaðurinn Alexei
Navalny, fjallar um málið á vefsíðu
sinni þar sem hann bendir á að úrið
sé dýrara en íbúðir flestra Rússa.
Dýrt úr veldur deil-
um í miðri kreppu
Úrið umdeilda. Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna
náðu á sunnudag samkomulagi um
ný sjálfbær þróunarmarkmið til
ársins 2030. Bindur samkomulagið
enda á tveggja vikna lotu lokavið-
ræðna. Eftir þær stendur að mark-
miðin, sem eru 17 að tölu, munu
koma í stað hinna átta þúsaldar-
markmiða sem samþykkt voru árið
2000 og áttu að nást fyrir árið 2015.
„Þetta eru markmið í þágu fólks-
ins og aðgerðaáætlun sem miðar að
því að uppræta fátækt í öllum sín-
um birtingarmyndum,“ sagði Ban
Ki-moon, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna. „Þau eru óaftur-
kallanleg, eiga við alls staðar og
munu engan skilja eftir.“
Samþykki markmiðanna uppskar
standandi lófaklapp og fagnaðar-
læti viðstaddra. Susana Malcorra,
skrifstofustjóri Ban Ki-moons,
sagði samkomulagið vera sögulegt
en varaði á sama tíma við því að
gríðarmikil vinna væri fram undan.
602 billjónir króna á hverju ári
Í nýju markmiðunum er enda
stefnt að því að draga úr ójöfn-
uðiinnan og á milli ríkja, útrýma
hungri og fátækt, stuðla að heil-
brigðu líferni fyrir alla og tryggja
jafnrétti kynjanna. Auk þess verð-
ur ráðist til aukinna aðgerða til að
berjast gegn loftslagsbreytingum.
Til að markmiðunum verði náð
er reiknað með að eyða þurfi ár-
lega í málstaðinn allt að 4,5 billj-
ónum Bandaríkjadala, eða sem
nemur 602 billjónum íslenskra
króna, að sögn fréttastofu Reuters.
Til samanburðar má nefna að fjár-
lög Bandaríkjanna fyrir næsta ár
nema rúmlega 500 billjónum ís-
lenskra króna.
Leiðtogar heimsins munu koma
saman í septemberlok í New York
til að samþykkja markmiðin
sautján formlega.
Vilja útrýma fátækt fyrir 2030
Sautján ný markmið koma í stað átta þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Bandaríska sambandssvæðinu Pú-
ertó Ríkó tókst í gær ekki að greiða
58 milljóna dala afborgun af
skuldabréfi.
„Þetta er fyrsta tilvikið af því
sem við teljum að verði mikið
greiðslufall skulda Púertó Ríkó,“
sagði Emily Raimes, aðstoðar-
framkvæmdastjóri matsfyrir-
tækisins Moody’s,
Um 3,5 milljónir manna búa á
þessari eyju í Karíbahafi og hafa
þurft að horfa upp á versnandi
efnahag undanfarin sjö ár, en opin-
berar skuldir nema um 72 millj-
örðum dala. Landstjóri eyjunnar,
Alejandro Garcia Padilla, sagði í
júní að yfirvöld myndu reyna að
endurskipuleggja opinberar skuld-
ir ásamt lánardrottnum.
Greiðslufall blasir
við Púertó Ríkó