Morgunblaðið - 04.08.2015, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015
SMÁRALIND • 2 HÆÐ
Verð 26.995
Verð 19.995
LYTDS®
VANDAÐIR ÍTALSKIR GÖNGU-
OG ÚTIVISTARSKÓR FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
Útrásar var ýtt úr vör
arðs með vilja ríkan
en enga gerði frægðarför
fjórmenningaklíkan.
Lentu bak við lás og slá
landsins stærstu bossar
þó að sumum sætu á
stórriddarakrossar.
Formaður orðunefndar lofaði því
strax í mars sl. að á næsta fundi yrði
skorið úr um hæfi þeirra einstak-
linga til áframhaldandi orðuburðar
sem hlotið höfðu þungan refsidóm.
Síðan hefur bæst árs fangelsis-
dómur á herðar viðkomandi og enn
er ekkert lífsmark með orðunefnd.
Um leið og ég hvet GÁ til skjótra og
skýrra svara um hvað valdi þessu
seinlæti minni ég hann á vísuna
gömlu og góðu:
Orður og krossar ónýt þing
eins og dæmin sanna
þjóna oft sem uppfylling
í eyður verðleikanna.
Indriði Aðalsteinsson,
Skjaldfönn.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Fyrirspurn til Guðna
Ágústssonar fm. orðunefndar
Fálkaorðan Orðan var stofnuð af
Kristjáni X. þann 3. júlí 1921.
Fornleifafræðin er
merkileg fyrir
margra hluta sakir,
og eins og svo marg-
ar fræðigreinar hefur
hún þróast nokkuð
langt frá uppruna
sínum. Á nítjándu öld
þyrptust fræðimenn
til Austurlanda og
hófu leit að minjum
sem staðfesta áttu
orð Biblíunnar um
hermenn og hetjur fornaldar.
Aldrei náðist það markmið, þannig
að fræðin misstu hluta tengsla
sinna við almennan áhuga.
Það var því opin leið fyrir
áróðursmeistara þriðja ríkisins,
þegar kenningar þeirra um hinna
arísku ofurþjóð hleypti nýju blóði
inn í fornleifafræðina. Útsendarar
nasista hófu rannsóknir í Himalaja
og á Indlandi, í leit sinni að upp-
runa kennisetninga sinna, og al-
menningur um allan heim fylgdist
með í ofvæni, því sífellt birtust
nýjar „uppgötvanir“ um tilvist
hins hreina kynþáttar. Styrjöldin
batt síðan enda á þennan leikþátt
fáránleikans, en einhverra hluta
vegna eru kenningarnar enn furðu
lífseigar.
Í lok síðustu aldar fundust ein-
hverjar elstu byggingaleifar
heimsins, í suðurhluta Tyrklands
(Göbekli Tebe). Fjórtán þúsund
ára gamlar rústir í landi þar sem
ræktun hveitis hófst í heiminum
og lagði grunninn að því sem við
köllum borgarsamfélag. Þarna
þróaðist samfélag, sem gat brauð-
fætt fleira fólk en áður þekktist,
og fólksfjölgunin var meiri þarna
en annars staðar. Líkur má að því
færa, að þegar jarðvegurinn á
svæðinu gaf eftir í þeim efnum
sem til hveitiræktar þarf, hafi
fólkið flutt burt. Allt hveiti í heim-
inum á uppruna sinn að rekja til
Litlu-Asíu.
Hveitirækt breiddist út um
heiminn, og miklar líkur benda til
þess, að hið indóevrópska mál hafi
breiðst út með henni. Áður var
talið, að mál þetta hafi til orðið á
sléttunum norður af Svartahafi, og
jafnvel átt upphaf sitt á Indlandi.
Þegar hins vegar er leitað að orð-
um í tungumálum, sem eiga sam-
eiginlegan uppruna í hinu indóevr-
ópska máli, þá kemur
í ljós, að til eru ótal
orð um fjöll og dali,
sem eiga sameig-
inlegan uppruna, en
hins vegar að sama
skapi fá um víðáttur
og sléttur, sem auðvit-
að segir margt til um
upprunann.
Ótrúlegar margar
þjóðir eiga sér fornar
sagnir um uppruna
sinn í fjalladölum
Litlu-Asíu, og þær
eiga sér sameiginlegan málstofn.
Þar vill þó sem svo víða verður, að
fræg staðarheiti og mannanöfn
blandast seinna inn í sagnirnar.
Þannig röktu Rómverjar ættir sín-
ar til Eneasar frá Tróju, en það
gerðu Englendingar og Írar einn-
ig. Þjóðverjar, Danir og Svíar
geymdu sagnir um þjóð þessa,
sem flutti með sér gróanda og
betra líf.
Gyðingar rekja uppruna sinn til
þessara fjallahéraða, og það gerir
Snorri Sturluson í bókum sínum. Í
áratugi hafa áhugamenn íslenskir
tínt til orð og athafnir, sem líkt er
með gyðingum og Íslendingum, án
þess að geta þess, að báðar þjóð-
irnar eru indóevrópskar. Til dæm-
is nefna þeir kveðjuna „sæll“ sem
hljómar eins og shalom, og einnig
má nefna þann sið beggja þjóð-
anna, að kasta steinum á leiði lát-
inna, sem ekki hvíla í kristinni
vígðri mold. Þarna segir upprun-
inn til sín.
Þessi fáu orð skrifa ég vegna
þess, að hér á landi er enginn
vettvangur til umræðu um land og
þjóð, sögu þess, uppruna, þróun
og menningu, einnig til þess, að
kanna áhuga á því að skapa um-
ræðuvettvang með haustinu, til
dæmis í formi umræðuhóps.
Íslendingar,
uppruni og erfðir
Eftir Kristján Hall
Kristján Hall
» Að þeir sem áhuga
hafa, gætu safnast
saman og rætt þessi
áhugamál sín í litlum
eða stórum hóp
Höfundur er áhugamaður um sögu
lands og þjóðar,
vega@vortex.is
Rík ástæða er til að
senda Öldungaráði
Reykjavíkur velfarn-
aðar- og hamingju-
óskir, með von um að
störf þess öll megi
skapa, styrkja og
styðja heillavænt um-
hverfi fyrir eldri borg-
ara í höfuðborginni.
Aldraðir vona auðvitað
að borgarfulltrúar nýti
ráðið til ráðgjafar í sínu þýðing-
armikla starfi. En áður en við miss-
um tár af gleði við meðlæti borg-
arinnar verðum við að huga að
mótlæti og harmi fortíðar. Því þegar
við skyggnumst bak við tjöldin þá
sjáum við að sjálfsprotin félög eru
fyrst og fremst gerendur velferðar-
mála aldraðra og öryrkja. Við sáum
þetta staðfest með ótrúlegu og end-
urteknu sjálfboðastarfi og fjármögn-
un Oddfellow-hreyfingarinnar við
stækkun líknardeildar í Kópavogi.
Við, sem nú erum í þeim sporum að
vera þolendur og notendur þjónustu
vegna öldrunar og örorku, hljótum að
segja við Oddfellowa og aðra þá sem
brautirnar ryðja og eiga að ryðja,
takk fyrir gagnleg verk. Við erum
hreykin af ykkur. Já, Íslendingar all-
ir mega vera hreyknir af ykkur.
Sú leið sem Svíar hafa farið í vel-
ferðarvakt sinni er mjög athyglisverð
og sýnir að gagnkvæm virðing þarf
að ríkja milli aðila í velferðarumræðu
öldrunarmála. Það er meginnið-
urstaða rannsókna Davids Feltenius.
Þar kemur fram að áhrifamáttur
aldraðra hafi aukist svo um munar
við nýskipan velferðarmála aldraðra í
Svíþjóð.
En rannsóknin sýnir að góður ár-
angur í velferðarmálum eldri borgara
í Svíþjóð er tilkominn vegna aukins
pólitísks samræðustyrks þeirra
tveggja eftirlaunafélaga sem starfa
að þeim málum þar í landi og stjórn-
valda. Það er einkum tvennt sem
skapar jákvæðni sænskra stjórn-
valda, þar er fyrst að nefna störf öld-
ungaráðs sérfræðinga í félagsmála-
ráðuneytinu og akademískra
sérfræðinga í nefndum félaganna
tveggja og að sænskir
stjórnmálaflokkar eru í
viðbragðsstöðu vegna
fjölgunar aldraðra.
Aldraðir eru orðnir
„magtfaktorar“ í
sænskri pólitík og þar
með fengið bros og
aukna hlutdeild í tann-
lækna- og augnlækna-
kostnaði. Og húsnæðis-
styrkir hafa verið
auknir og fleira gott í
poka. Sem sagt, stjórn-
málamenn nenna að
ræða við aldraða, ef aldraðir nýta sér
þeirra „tungumál“ og sýna jafnframt
sinn pólitíska umræðustyrk. Ljóst er
öllum þeim sem huga að velferðar-
vernd aldraðra í íslensku umhverfi
væri mikill hvati ef samtök vinnandi
fólks í landinu væru bakhjarl félaga-
samtaka aldraðra, og ekki síst að líf-
eyrissjóðirnir væru það líka. Hins-
vegar er í raun svo, að samtök
vinnandi fólks hafa ekki haft vilja til
að styðja hina öldruðu á neinn hátt,
aldraða sem voru þó brautryðjendur
og stofnendur samtaka vinnandi
fólks í landinu og lífeyrissjóðanna.
Aldraðir verða flestir máldofa þegar
þeir upplifa þessa staðreynd. Flestir
þeirra (Rafiðnaðarsambandið er und-
antekningin) eru frekar sviptir eign-
arrétti, t.d. í orlofshúsum sem við
aldraðir vorum brautryðjendur að að
byggja og borga fyrir með auka-
framlagi og orlofssjóði okkar og líka
því sem alvöruþenkjandi stofnendum
hefur væntanlega þótt mikilvægast,
að fá bakstuðning við vinnulok, t.d.
við að standa vörð um sömu þróun í
framfærslugetu sem félagsmenn
vinnandi stétta berjast fyrir og fá á
hverjum tíma.
Það má með sanni segja að alþýðu-
sambönd landsmanna og lífeyr-
issjóðir hafi vísað á dyr öllum vænt-
ingu hinna vinnandi stétta eftir
vinnulok og gera enn. Stjórn Sam-
taka aldraðra sendi því ályktun til
Landsambands eldri borgara haustið
2009 að fengnum upplýsingum frá
Svíum. Engin svör eða viðbrögð hafa
borist. Það er sárt og verulega ámæl-
isvert að sá aðili sem stjórnvöld leita
til um umsagnir um stjórnvalds-
aðgerðir sem bitna á gamlingjunum,
skjólstæðingum LEB, megi ekki
vera að því að íhuga heima fyrir
vinnulag Svía í samræðu við stjórn-
völd og ábendingum um hvernig sé
staðið að öflugri og jákvæðri velferð-
arvakt eldri borgara í Svíþjóð. Menn
verða að hætta að þykjast, en krefja
sjálfa sig og aðra að hafa í frammi
vinnubrögð nútímasamskipta. Öldr-
unarmál eru pólitísk mál að sjálf-
sögðu og halda áfram að vera til
eilífðarnóns.
Kjaftstoppssvör ráðandi afla eru
oftast þau að nýir vendir sópi ekki vel
og menn skilji ekki að meira en einn
sannleikur er til í pólitík. Það er ekki
bara svart og hvítt, heldur líka ekki
neitt. Tvenndarkenningin fær þar
ekki staðist.
Sennilega má vera að sannleikur
virðulegu sjálfstæðisfrúarinnar frá
Eskifirði hafi verið „góður“ sann-
leikur. En hún var ásamt mér og Sig-
urði Blöndal skógræktarmanni í við-
talsþætti í ríkisútvarpinu frá Egils-
stöðum fyrir margt löngu, þar sem
ein spurning stjórnanda var „hvað
væri hægt að gera fyrir gamla fólkið
til bóta á ævikvöldi?“ Svöruðum við
Sigurður báðir að „ungmennafélags-
hætti“ og sögðum að skrefin til að
bæta væru einföld en ekki nægilega
mörg, af þó nokkrum sannfæring-
arkrafti, en frúin sagði og sleit þar
með frekari umræðu um málið: „Við
skulum láta gamla fólkið í friði.“
Skiljanlegt svar nú, því reyndu
fólki er ljóst að langar þrætubækur
valda aðeins brestum í sálarkytru
okkar nytsamra sakleysingja og enda
oftast í mjög alvarlegu þunglyndi.
Aldraðir verða
að eignast vildarvini
Eftir Erling Garðar
Jónasson
» Það má með sanni
segja að Alþýðu-
sambönd landsmanna
og lífeyrissjóðir hafi vís-
að á dyr öllum vænt-
ingum hinna vinnandi
stétta eftir vinnulok og
gera enn.
Erling Garðar Jónasson
Höfundur er fv. formaður
Samtaka aldraðra.