Morgunblaðið - 04.08.2015, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. ÁGÚST 2015
✝ JósafatTryggvi Jós-
afatsson fæddist á
Ytri-Völlum í
Kirkjuhvamms-
hreppi 28. nóv-
ember 1930. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Hvamms-
tanga að kvöldi
26. júlí.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
rún Elísabet Ebenesersdóttir,
f. á Stöpum, Vatnsnesi, 25.
maí 1890, d. 13. nóvember
1955 og Jósafat Hansson, f. á
Litla-Ósi, Kirkjuhvamms-
hreppi, 10. desember 1870, d.
8. september 1930.
Jósafat var yngstur 8 systk-
ina, en þau voru Ingibjörg
Ebba, f. 1919, d. 2008, Frið-
björn, f. 1921, d. 1999, Sesilía,
f. 1923, d. 1984, Grímur, f.
1924, d. 2015, Hannes, f. 1925,
d. 2006, Náttfríður, f. 1927, d.
2015 og Ragnhildur Guðrún, f.
1928, d. 1942.
Jósafat var á Deildarhóli í
Víðidal fyrsta hálfa aldursárið
en þá flutti hann ásamt móður
sinni og þremur systrum, þeim
Ebbu, Sesilíu og Ragnhildi
Önnu I. Hjaltalín. Börn þeirra
eru Davíð, Ragnar og Guðný
Elísabet. Dóttir Stefáns er
Guðrún Arna, unnusti hennar
er Bjarni R. Guðmundsson.
Sonur Önnu er Magnús Ein-
arsson. Börn hans eru Sóley
Sara og Hlynur Freyr. 3) Sig-
ríður sjúkraliði, f. 1. júní 1960.
Börn hennar eru: a) Sigrún
Birna, gift Benedikt Guðna
Benediktssyni. Börn þeirra
eru Rakel Jana Arnfjörð, Arn-
heiður Diljá, Ástvaldur Máni
og Emelía Íris. b) Sverrir,
unnusta hans er Júdit Krista
Jakobsdóttir. 4) Halldór Lín-
dal bóndi, f. 12. mars 1968,
sambýliskona hans er Kat-
arina Borg. Börn þeirra eru
Freyja Ebba og Tryggvi Nils.
Árið 1955 hófu Jósafat og
Ragnhildur saman búskap á
Vatnshóli í Kirkjuhvamms-
hreppi og voru þau ávallt sam-
heldin í búskapnum og fengu
viðurkenningu fyrir snyrtilegt
býli á sínum tíma. Með bú-
skapnum var Jósafat öll haust
í slátursvinnu á Hvamms-
tanga. Eftir um 40 ár við bú-
skap tók Halldór sonur þeirra
við búinu og fluttu þau í húsið
sitt Sjávarborg á Hvamms-
tanga. Jósafat starfaði í nokk-
ur ár eftir búskap hjá SKVH á
Hvammstanga og vann ýmis
fleiri störf.
Jósafat verður jarðsunginn
frá Hvammstangakirkju í dag,
4. ágúst 2015 kl. 14.
Guðrúnu, að
Vatnshóli í Kirkju-
hvammshreppi þar
sem hann ólst upp.
Móðir hans gerðist
ráðskona hjá Hall-
dóri L. Magnús-
syni bónda, f.
1890, d. 1967, sem
bjó þar ásamt
systur sinni Jón-
ínu Magnúsdóttur,
f. 1884, d. 1966.
Jósafat giftist Ragnhildi
Stefánsdóttur 19. febrúar
1956. Hún var f. á Brunngili í
Bitrufirði 18. apríl 1931, d. 6.
desember 2007. Foreldrar
hennar voru Guðný Gísladóttir
og Stefán Ó. Davíðsson.
Jósafat og Ragnhildur eign-
uðust fjögur börn, þau eru: 1)
Guðrún, f. 20. júlí 1956, gift
Magnúsi Benediktssyni. Börn
þeirra eru: a) Benedikt Stein-
ar, kvæntur Hrafnhildi Körlu
Jónsdóttur, börn þeirra eru
Magnús Indriði, Jón Illugi og
Sigrún Melkorka. b) Helga
Dóra, sambýlismaður hennar
er Mikael Símonarson, sonur
þeirra er Magnús Már. 2) Stef-
án Gunnar húsasmíðameistari,
f. 2. febrúar 1959, kvæntur
Hátíð var í þorpinu.
Appelsínugula sigraði,
hverfið þitt.
Eldurinn slökknaður.
Sunnudagskvöld.
Þú kvaddir.
Sjúkrahúsdvölin varði í tæp-
lega ár. Síðustu daga var ljóst
að hverju stefndi. Góðar minn-
ingar streyma fram úr sveitinni
sem var þér svo kær. Þið
mamma samheldin í búskapn-
um. Torfbæir viku fyrir bygg-
ingu nýrra húsa, allt var byggt
upp og málað. Dugnaðurinn og
snyrtimennska í hvívetna.
Besta afmælisgjöfin handa
mér, heimasmíðuð róla með
bleikum handföngum. Þá var
rólað áhyggjulaust.
Sunnudagsbíltúrar á Willys-
jeppanum, seinna Land-Rover-
inn. Veiðiferðir í Reyðarlækinn
og berjaferðir í Núpinn. Lífið
var gott í sveitinni, fyrst við
leik síðan störf. Þegar þið
mamma fluttuð úr sveitinni tók
Halldór bróðir við búinu. Sami
dugnaðurinn heldur áfram á
Vatnshóli. Þið voruð afskaplega
ánægð með það. Fluttuð til
Hvammstanga í húsið ykkar
Sjávarborg. Ég og börnin mín
og barnabörnin eigum góðar
minningar þaðan. Faðmur þinn
var stór, þegar ég þurfti þess
með. Þú varst börnunum mín-
um einstaklega góður afi. Fyrir
það er ég þakklát, þau meta þig
mikils. Í veikindum mömmu
varstu kletturinn hennar allan
tímann. Við fráfall hennar
breyttist margt, djúpstæð sorg
sem þú áttir erfitt með að yf-
irstíga. Samt hélstu þínu striki,
að halda öllu í röð og reglu.
Daglegar gönguferðir meðan
heilsan leyfði, lestur bóka og
hlustaðir á tónlist. Þá leið þér
betur. Heimsóknarvinir þínir fá
mínar bestu þakkir. Takk fyrir
svo margt, pabbi minn.
Hvíl í friði.
Þín dóttir,
Sigríður Jósafatsdóttir.
Margs er að minnast, margt
er að þakka. Í dag 4. ágúst
kveð ég elsku afa minn, sem nú
hefur fengið hvíldina. Afi var
mér ákaflega kær, við þurftum
ekki alltaf að segja svo margt,
við skildum hvort annað. Á jól-
unum árið 1978 var flutt inn í
nýja húsið í Vatnshól, sem afi
og amma byggðu. Eftir áramót-
in fæðist ég og við mamma
bjuggum hjá afa, ömmu og
Dóra frænda fyrst um sinn. All-
ar minningar mínar úr sveitinni
eru góðar og fallegar. Afi leyfði
mér að hjálpa til við hin ýmsu
verk úti, t.d. að mála og smíða,
þó eflaust hafi ég oft gert
meira ógagn en gagn. Hann
sagði að ég væri lagin. Það var
auðvitað toppurinn þegar ég
fékk að keyra bláa Land Ro-
verinn hans. Einnig skemmtum
við krakkarnir okkur konung-
lega þegar heyjað var í bagga.
Afi var hlýr og góður maður,
við Sverrir bróðir erum heppin
að hafa átt svona yndislega
ömmu og afa. Hjónaband afa
og ömmu var kærleiksríkt og
þau voru mjög samheldin. Þau
áttu og ráku saman myndarleg
sauðfjár- og kúabú, einnig voru
þau með hesta og hænur. Búið
þeirra var alltaf mjög snyrti-
legt og öllu vel viðhaldið jafnt
utanhúss sem innan. Halldór og
Kata sinna nú búinu jafn vel og
eiga þau hrós skilið. Afi leiddi
mig upp að altarinu á brúð-
kaupsdaginn, mér þótti vænt
um það. Síðustu ár voru nokkuð
erfið hjá afa, mér fannst hann
aldrei ná sér eftir að amma dó.
Mamma hugsaði mikið um for-
eldra sína, síðustu árin hennar
ömmu og ekki síst afa eftir að
amma lést. Takk, mamma mín.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
þennan einstaka mann að í
mínu lífi, nú eru afi og amma
sameinuð á ný.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Þín
Sigrún.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar í gegnum tíðina elsku
besti afi, ég á svo dýrmætar
minningar úr sveitinni frá þér
og ömmu og það var svo ynd-
islegt að koma til ykkar, hvort
sem var í sveitina eða út á
Hvammstanga þegar þið voruð
flutt þangað og móttökurnar
voru alltaf hlýjar og góðar. Þú
varst duglegur að leika við okk-
ur börnin og passaðir vel upp á
að við færum okkur ekki að
voða. Það voru ófá skiptin sem
ég fékk að fara á hestbak þegar
ég kom í heimsókn og þú leidd-
ir mig upp á hóla og hæðir og
mun ég aldrei gleyma þeim
stundum, sem og þeim stundum
sem ég átti í sveitinni þegar ég
trítlaði með þér í útihúsin og út
um alla sveitina og þú passaðir
svo vel upp á mig. Þú hafðir
gaman af börnum og er ég glöð
að hann Magnús Már minn hafi
fengið að hitta þig nokkrum
sinnum, þó allt of sjaldan, en
þú fylgdist vel með honum og
hafðir gaman af honum um
daginn þegar við komum í
heimsókn þar sem hann skreið
og prílaði upp á allt í herberg-
inu þínu og þú sagðir að hann
væri seigur, eins og þú sagðir
stundum við mig. Ég mun segja
honum sögur úr sveitinni og
minni upplifun þar og af þér og
ömmu, hvað þið voruð yndisleg
og góð.
Þú varst góður maður, dug-
legur, hógvær og trygglyndur
og er ég þakklát fyrir að hafa
átt þig að. Þegar amma dó fyrir
tæpum átta árum fór stór hluti
af þér með henni og tók það
mikið á, þið voruð alltaf sem
eitt og ykkar hjónaband var til
fyrirmyndar í alla staði sem
samanstóð af virðingu, ást og
umhyggju. Takk enn og aftur
fyrir allt, hvíldu í friði elsku afi.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Þín,
Helga Dóra.
Jósafat Tryggvi Jósafatsson
fæddist á Ytri-Völlum, V-Hún.,
þann 28. nóvember 1930, yngst-
ur af 8 systkinum sem öll eru
látin og er hann sá þriðji af
þeim sem deyr á þessu ári.
Hann ólst upp í Vatnshóli
ásamt tveim öðrum systkinum,
þar sem móðir hans (amma
mín) réð sig sem ráðskonu eftir
að hún missti eiginmann sinn
þegar Jósafat var ófæddur.
Í Vatnshól átti Jósafat skjól
hjá Halldóri Magnússyni og
Jónínu systur hans fyrstu 2
áratugina, en síðar var Halldór
í skjóli Jósafats til dauðadags.
Halldór var skapmaður og
bölvaði ógurlega og lamdi með
stafnum sínum í torfveggi og
girðingar en lamdi aldrei
skepnur eða fólk.
Vatnshóll var torfbær, mér
er í fersku minni hvernig sá
bær var, til hægri var skemma
og svo voru göng inn og í göng-
unum til vinstri var hlóðaeld-
hús og hægt að fara þaðan út í
fjós, þegar gengið var lengra
inn í göngin var skellihurð áður
en komið var inn í eldhús, þar
til vinstri var skilvinda og
vatnsfötur, mér fannst svo
spennandi að fara í brunnhúsið
með Jósafat til að ná í vatn.
Jósafat var giftur Ragnhildi
Stefánsdóttur, d. 2007. Þau
voru samhent hjón, hún ráða-
góð og bæði afskaplega dugleg,
ég veit að þau ræktuðu allt
upp, byggðu yfir allar vélar og
skepnur og 2 sinnum íbúðarhús
yfir sitt fólk, þá meina ég að í
heimilinu voru líka 2 gamal-
menni, Halldór og Herdís, móð-
ursystir Jósafats, sem hafði
verið ráðskona á Gauksmýri.
Það var borin virðing fyrir
þeim gamalmennum, ef gestir
komu sem tilheyrðu Halldóri
var dekkað borð inni hjá hon-
um, ef við og aðrir gestir kom-
um til Jósafats í sunnudags-
bíltúr var kaffihlaðborðið í
eldhúsinu.
Jósafat var miðdepill systk-
ina sinna, öll þekktu þau Jós-
afat en samt mismikið hvert
annað. Ragnhildur og Jósafat
brugðu búi, svo sonurinn sem
vildi búa tæki við, en þau flutt-
ust til Hvammstanga og enn
var byggt, bílskúr og betrum-
bætt hús. Jósafat var góður litli
bróðir mömmu minnar og
fylgdist vel með henni eftir að
hún varð ekkja, þegar hríðar-
og óveður geisuðu kom hann
ávallt til að athuga með hana,
moka frá dyrum og hvort hana
vantaði eitthvað úr búð.
Ég er honum þakklát fyrir
umönnunina og samferðina og
votta börnum hans og öðrum
aðstandendum samúð mína, því
miður kemst ég ekki að útför-
inni sem ég hefði viljað svo
gjarna.
Ragnhildur Valgeirsdóttir.
Þeir voru ekki sérlega marg-
málir menn, pabbi og Jósafat
bróðir hans. Frá því ég var
barn skynjaði ég þrátt fyrir
orðfæðina hlýjuna þeirra á milli
í þeim stuttu en reglulegu sím-
tölum sem þeir áttu sín á milli
nánast alla tíð, allt þar til undir
það allra síðasta. Það var ekki
margt sagt, en í því ósagða lá
þeim mun meira meint. Að-
skilnaður bræðranna á barns-
aldri og landfræðilega fjar-
lægðin á fullorðinsárum breytti
engu um nándina þeirra á milli.
Það var ekki mulið undir þá
bræður og systkini þeirra. Þeir
urðu að tileinka sér þrautseigj-
una og dugnaðinn sjálfir, og
gerðu það. Mildina held ég hins
vegar að þeir hafi báðir fengið í
vöggugjöf. Jósafat byggði upp
sitt bú og sína jörð að Vatnshól
af útsjónarsemi og krafti. Ég
fékk að vera í sveit hjá þeim
Jósafat, Ragnhildi og börnum
oftar en einu sinni og þær ferð-
ir eru mér dýrmætar í dag. Þar
leið mér vel, eins og heima hjá
mér. Enn þann daginn í dag
finnst mér ég finna til skyld-
leikans við heimahaga pabba og
systkina hans í hvert sinn sem
ég á leið norður yfir heiðar. Þar
er eins og heima hjá mér.
Atvikin haga því þannig að
ég á því miður ekki heiman-
gengt að fylgja Jósafat frænda
síðustu dagleiðina. Með þessum
fáu orðum vil ég fá að þakka
kynnin af góðum og gegnheil-
um manni. Minningin lifir.
Börnum hans og fjölskyldum
þeirra votta ég innilega samúð.
Hlynur Níels Grímsson.
Jósafat Tryggvi
Jósafatsson
HINSTA KVEÐJA
Verkin mín, Drottinn, þóknist þér,
þau láttu allvel takast mér,
ávaxtasöm sé iðjan mín,
yfir mér vaki blessun þín.
(Hallgrímur Pétursson)
Þín langafabörn,
Jana, Diljá, Máni og Íris.
✝ GuðmundurGunnarsson
fæddist í Kon-
ráðsbæ í Stykkis-
hólmi 17. júní
1926. Hann and-
aðist á Dval-
arheimilinu í
Stykkishólmi 28.
júlí 2015.
Foreldrar hans
voru Kristensa
Valdís Jónsdóttir,
f. 19.6. 1899, d. 14.8. 1981, og
Gunnar Backmann Guðmunds-
son, f. 6.10. 1898, d. 28.10. 1986.
Systkini Guðmundar voru:
Inga Jónsdóttir, f. 12.9. 1922, d.
24.5. 1974 (ólst upp í Eyr-
arsveit), Þórunn, f. 13.8. 1924,
d. 29.10. 2007, Halldóra Mál-
fríður, f. 9.9. 1927, Jórunn, f.
4.4. 1930, d. 4.8.
2002, Bjarghildur,
f. 16.2. 1932, d.
28.8. 2011, Guðrún,
f. 3.5. 1933, Rann-
veig Hansína, f.
22.8. 1934, d. 28.5.
1992, Ingibjörg, f.
14.2. 1936, Konráð,
f. 8.3. 1937, d. 25.8.
2000, Hrefna, f.
29.7. 1938, Lovísa,
f. 22.8. 1939, Jónas,
f. 17.11. 1940, og tvíburadreng-
ir, f. 4.3. 1943, sem létust eins
og fimm mánaða.
Guðmundur og Jóhanna Þór-
unn Gunnarsdóttir, f. 8.3. 1924,
d. 2.12. 1972, frá Efrihlíð stofn-
uðu heimili 1950 og bjuggu þau
á Narfeyri (Aðalgötu 3) og frá
1962 á Víkurgötu 6, þar sem
Guðmundur bjó til æviloka.
Guðmundur og Jóhanna
eignuðust tvö börn, þau eru:
Matthildur Soffía, gift Ragnari
Elbergssyni, börn þeirra eru:
Ásbergur, f. 2.11. 1967, d. 17.6.
1971, Guðmunda Þórunn, f.
18.4. 1970, gift Hinriki Hjart-
arsyni, þau eiga fjögur börn og
eitt tengdabarn, Ragnar Börk-
ur, f. 11.7. 1972, kvæntur Örnu
Hildi Pétursdóttur, þau eiga
þrjú börn. Grettir Börkur, f.
26.8. 1953, börn hans eru:
Magnús Þór, f. 24.1. 1973, d.
31.1. 1979, Íris Hrund, f. 22.6.
1978. hún á tvö börn, Gunnur
Rós, f. 21.12. 1980, Heiðrún
Sandra, f. 7.5. 1990, sambýlis-
maður Garðar Freyr Vilhjálms-
son.
1979 hóf hann sambúð með
Önnu Kristinsdóttur, f. 6.11.
1931, d. 9.10. 1996, hún átti
þrjú börn og sonurinn Eggert
Ólafur ólst upp á Víkurgötunni
hjá þeim. Vinkona Guðmundar
síðustu árin er Svana Þórðar-
dóttir.
Guðmundur ólst upp í Fögru-
hlíð frá 1929 og fór hann ungur
að hjálpa til í lífsbaráttunni,
byrjaði 10 ára að vinna á fisk-
reitnum og keypti síðan 15 ára
húsið sem fjölskyldan bjó í.
Hann vann fyrst við ýmsa fisk-
vinnu til lands og sjávar. Þá tók
hann bílpróf 1944 og varð síðar
hluthafi í Bifreiðastöð Stykkis-
hólms, keyrði rútur og
flutningabíla á milli Stykkis-
hólms og Reykjavíkur og víða
til ársins 1970. Hann var einnig
í langferðum á rútunum í mörg
sumur. Þá vann hann í tvö ár
við pípulagnir hjá Sigurði Sig-
geirssyni. Og síðustu 29 árin af
starfsævinni var hann hjá Skel-
vinnslu Sigurðar Ágústssonar
og hætti þar vinnu 75 ára gam-
all. Þá tók við að hugsa um hús-
ið, garðinn, bílinn og hitta kall-
ana í viktarskúrnum, Bensó og
bílaverkstæðinu.
Útför Guðmundar fer fram
frá Stykkishólmskirkju í dag, 4.
ágúst 2015, og hefst athöfnin
kl. 14.
Fallinn er frá Guðmundur
Gunnarsson kenndur við Fögru-
hlíð í Stykkishólmi. Hann starf-
aði sem bílstjóri í 50 ár eða
meira, einn af eigendum Bif-
reiðastöðvar Stykkishólms. Sem
ungur drengur í sveitinni heyrði
ég talað um þessa menn sem
keyrðu áætlunarbílana hér vest-
ur á Snæfellsnes sem nokkurs-
konar ofurmenni. Guðmundur
var einn þeirra allra hraustustu.
Guðmundi kynnist ég svo um
1960 þegar ég hóf störf sem
veghefilsstjóri. Hann var alltaf
hress og kátur, kvartaði aldrei
þótt ófærð væri og vegurinn
slæmur. Oft var vinnudagurinn
langur á veturna. Þá var ekki
mokað á hverjum degi, var það
bara skóflan sem notuð var og
handmokað. Ferðir milli
Reykjavíkur og Stykkishólms
gátu tekið allt frá 5 klst. upp í
10 klst. eða meira og stundum
varð allt ófært. Var þá farið á
næsta bæ og beiðst gistingar.
Mjög oft var gist á Vegamótum.
Þegar Kerlingarskarðið var
ófært, var hringt í ungu menn-
ina í Miklaholtshreppi og þeir
fengnir til að handmoka fjallið.
Svo komu menn frá Stykkis-
hólmi til að moka upp sveitina
að norðanverðu. Nokkuð góð
samvinna það. Guðmundur var
lengst af mjög heilsuhraustur,
bjó einn í sínu húsi síðustu árin,
eldaði sjálfur og undi því vel.
Fyrir nokkrum árum fékk hann
hjartaáfall og „kíkti aðeins yfir“
eins og hann sagði, en þeir voru
ekki tilbúnir að taka við mér þá,
sagði hann. Það var mjög gam-
an og gefandi að heimsækja
Guðmund, við spjölluðum og
rifjaði hann upp ýmsar ferðir
sem hann fór um landið og lenti
þá í ýmsum ævintýrum, t.d. að
fram undir 1955 þurfti að sæta
sjávarföllum til þess að komast
í Grundarfjörð, í Hraunsfirði,
Kolgrafarfirði og Grundarbotni.
Það þýðir ekki að segja unga
fólkinu þetta í dag, það heldur
nú bara að maður sé að ljúga,
sagði hann. Þegar Guðmundur
var á sjúkrahúsinu í vetur
heimsótti ég hann sem oftar. Þá
sagði hann: Heyrðu, hann
Haukur heimsótti mig í gær,
hann var á rútu frá Guðmundi
Jónassyni. Er Haukur að keyra
ennþá, spyr ég. Já, já, hann hélt
það nú, hann væri ekki nema 78
ára. Ég spurði Guðmund hvort
honum hafi ekki oft verið kalt í
vetrarferðum þegar þurfti að
handmoka sig í gegnum skafl-
ana. Aldrei kalt, sagði hann,
alltaf í prjónuðum nærfötum frá
Ingibjörgu á Miðhrauni. Hann
var mikill Bens-aðdáandi og átti
slíkan bíl síðustu árin. Þegar
hann kom með hann vestur kom
hann til mín á Dekk og Smur og
fékk mig til að prófa Bensann.
Við keyrðum upp í sveit. Svo
segir hann allt í einu: Hvað er
þetta drengur, á bara að keyra
á veghefilshraða, gefðu honum
duglega inn, maður. Ég heim-
sótti hann tæpri viku áður en
hann dó, var hann þá mjög
hress og leið vel. Hann var
mjög ánægður á dvalarheim-
ilinu, hældi starfsfólkinu. Ég
held ég geti farið að koma í
kaffi á Dekk og Smur fljótlega,
sagði hann.
Kæri vinur, ég kveð þig með
virðingu og þakklæti fyrir þína
vináttu.
Aðstandendum votta ég sam-
úð mína.
Sigurþór Hjörleifsson.
Guðmundur
Gunnarsson